Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Qupperneq 22

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Qupperneq 22
Einar J. Reynis Framhald af bls. 24 var byggingin vel vönduð, samkvæmt úttekt fulltrúa rikisins. Atti þar drjúg- an þátt i, hve Einar J. Reynis var óþreytandi duglegur að útvega erlend- is frá — þrátt fyrir innflutningshöft — það, sem til þurfti, og leita tilboða úr öllum áttum. Komu þar i góðar þarfir miklir kaupsýsluhæfileikar hans. Þegar Einar sagði af sér stjórnar- störfunum, var engin byggingarkostn- aðarskuld eftir ógreidd. Hann hafði kvittað siðasta skuldabréfið með gjöf til stofnunarinnar frá sér. — Þetta kalla ég að botna vel brag sinn. Af sérstökum ástæðum hefi ég á sið- ustu árum kannað gjörðabækur fé- lagssamtaka á Húsavik. Mér hefir við þá könnun orðið ennþá ljósara en ella, hve Einar J. Reynis hefir haft við- feðman áhuga og verið athafnasam- ur þátttakandi á öllum sviðum þar, sem hann gerðist félagsmaður. 1 skóg- ræktarfélagi, iðnaðarmannafélagi, ferðafélagi, ekknasjóðsfélagi, taflfé- lagi, rótaryfélagi, búnaðarfélagi hefir hann flutt tillögur, sem sýna stórstig- an framfarahug og bera vott um, að maðurinn hefir á þeim árum sifellt verið að hvetja til sóknar og spá i morgunroðann. Eitt sinn vorum við Einar J. Reynis settir i mikinn sameiginlegan vanda. Þá kynntist ég Einari allrækilega og ógleymanlega. Við vorum skipaðir til þess að semja frumvarp að arðskrá fyrir meginhluta vatna- og veiðisvæðis Laxár i Suður-Þingeyjarsýslu. Þetta var mikið verk og torvelt. Hafði aldrei áður verið gert, svo við ekkert slikt var að styðjast. Nú skyldi leigja veiði- réttinn i heildum. En hvernig átti að skipta leigunni (arðinum) milli hinna mörgu eigenda réttarins? Við brutum heilann. Komum okkur saman um nokkur atriði, er leggja skyldi til grundvallar matinu og gáf- um þeim atriðum töluleg gildi: Veiöi áður (framtalsskýrslur um hana mjög gloppóttar og óábyggilegár) stærð veiðisvæðis, aðstaða o.s.frv. Einar var fimur með mælistokkinn, en vissi að stokkurinn er dauður hlutur og oftreysti honum ekki. Margt urðum við að vega og meta á lófum hyggju- vits, ef svo má að orði komast. Allt — smátt og stórt — ræddum við til sam- komulags okkar i milli. Þannig varð frumvarp arðskrárinnar að lokum fullbúið frá okkar hendi. En þar með vorum við ekki búnir að bita úr nálinni. Fá mál eru ófriðvænlegri en veiði- réttarmál. Ekki var frumvarpi okkar vel tekið i byrjun. Við mættum á fjölmennum fundum til þess að standa fyrir máli okkar. Snerum við þar óaðskiljanlegir bökum saman og vörðum verk okkar. Verð ég að segja, að mér þótti gaman að ræðufjöri Einars og góður hans fé- lagsskapur i þeim snerrum. Máli þessu lauk þannig að tillögur okkar um arðskrána tóku allar gildi og urðu meiri eða minni grundvöllur eft- irleiðis að mati á þessu viðfræga veiði- vatnasvæði. Ég vona að lesendur skilji m.a. af þessari frásögn, að það er ekki að til- efnislausu, að ég hugsa með virðingu og vinsemd til Einars J. Reynis á átt- ræðisafmæli hans. Einar J. Reynis var hrókur fagnaðar á gleðimótum og er það enn. Hann er mælskur ræðumaður. Ritfær er hann lika, ef á þarf að halda. Bókhaldskunn- áttumaður i bezta lagi, — fullkomlega verkfær enn á þvi sviði og vinnuharður við sjálfan sig. Kona Einars, Arnþrúður Gunn- laugsdóttir frá Skógum i öxarfirði, f. 9. ágúst 1897, er ágætur kvenkostur, frið sýnum og vel ættuð. Afkastamikil, en þó finvirk húsmóðir, sem hefir reynzt manni sinum hinn bezti föru- nautur og félagi. Einar er úrræðamaður, sem hefir reynzt börnum þeirra mikill haukur i horni. Tengdamóður sinni, önnu Árnadóttur, sem var mikill sjúklingur siðustu ár sin, var hann frábærlega nærgætinn og umhyggjusamur, og sparaði hvorki fyrirhöfn né fjármuni, til aö geta orðið við þeirri ósk hennar, að hún fengi að vera þar til yfir lyki á heimili dóttur sinnar og hans. Talar sú framkoma sinu máli um manninn. Það gleður mig sannarlega gamlan samverkamann, hve hinn áttræði höldur, Einar J. Reynis, stendur enn vel á velli. Ég grip tækifærið og þakka honum kærlega fyrir samstörfin. Ég árna honum og ástvinum hans allra heilla. Bið hann að lifa lengi — og halda áfram að spá i morgunroðann. Karl Kristjánsson. i Einar Jósefsson Reynis Þessi nafngreining er næg, en i huga minum bætist samt við: — frá Hólum. — Við það vil ég halda mér umfram allt annað, þótt um margt sé að ræða. — Ég leita „heim að Hólum”. 1 vor sem leið voru liðin 75 ár frá þvi ég var reiddur heim til Hóla, vorið 1897. Ekkert man ég eftir leikbræðrun- um þar — fyrsta sprettinn, en mér varð þó fljótt ljós, og til að festa i minni, æskusamveran á staðnum. — Enn er gott hennar að minnast. Ég kom frá Asgeirsbrekku i Viðvfk- ursveit aðeins tveggja ára gamall, en réttu ári á undan mér fluttu þrir ungir bræður sömu leið. Hinn yngsti þeirra, Einar.aðeins fjögurra ára.hafði varla móður sinnar aö minnast, þvi hún dó, þegar hann var aðeins tveggja ára, frá systkinunum fimm að tölu og öllum ungum að aldri. Samvera min að As- geirsbrekku með bræðrunum hefir vist verið harla litil, ef til vill aðeins fáir dagar. Faðir minn flutti þangað og tók þar við búskap, þegar Jósef skóla- stjóri flutti þaðan, með drengina sina þrjá, heim að Hólum, vorið 1896. Þar rættist úr þessu með samveruna. Eitt af þvi.sem ég man þar fyrst.voru hest- ar og heyskapur, en um aldur þeirra Hólabræðra er það að segja,að Björn var þeirra lang elztur og það mikið á undan okkur þremur, bræðrum sinum tveimur og mér, að það urðum við þrir, án hans, sem bösluðum mest og bezt saman við barnaverkefnin. Þar fékk ég að fljóta með fullum fetum, þótt sá væri munur á, að aðalmennirn- ir tveir voru synir skólastjórans á Hól- um, en faðir minn var vinnandi maður á búi og skóla og fékkst mest við vandasama klyfjaflutninga að og frá staðnum, veglitlar leiðir, klyfjavegu, ef veg skal kalla. Það man ég einna fyrst.að við þri- menningarnir heyjuðum suður i mýr- arsundi sunnan við túnið. Hólmjárn var auðvitað duglegastur, nærri tveimur árum á undan Einari og meira en fjórum árum á undan mér. — Viðreiddum heyið heim á einum hesti þægum, og stærð bagganna.hún var vist heldur litil, en minnisstæðastur er mér vandinn að koma þeim á klakk. Við leiddum klárinn á milli vænna þúfna, bræðurnir hjálpuðust að að 22 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.