Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 24
Áttræður: EINAR J. REYNIS Einn af köppum þessarar aldar, Einar J. Reynis, skrifstofustjóri, Kleppsvegi 46 i Rvik. varð áttræður 25. nóv sl. Hann er meðal fjölhæfustu manna, sem ég hefi kynnzt á lifsleið- inni. Auk þess er hann harðduglegur að hverju sem hann gengur og sú lýs- ing á jafnt við um hug hans og hönd. öldin hefir oft verið stormasöm og brimþung höf hennar. Einar J. Reynis hefir ekki farið á mis við stormana og brimið, en þrátt fyrir það er hann enn- þá heill á húfi, glaður og reifur — og likur fyrir að vera fær i flestan sjó. Ævi Einars J. Reynis hefir verið við- burðarik. Hann hefir viða komið og við margt fengizt um dagana. Ekki er ætl- un min að rekja ævisögu hans hér, — aðeins vil ég minna á þennan merka áfanga ævinnar. Hins vegar væri ævi- saga E.J.R. áreiðanlega bókarefni, og hefir vissulega margur ritað ævisögu um minna, en Einar hefði frá að segja, ef hann vildi taka sér penna i hönd til þess. 1 nýútkominni Arbók Nemendasam- bands Samvinnuskólans er æviatriða Einars J. Reynis'getið á þessa leið: ,,F. 25. 11. 1892 að Asgeirsbrekku, Skagafirði. Alinn upp á Hólum i Hjaltadal og Vatnsleysu, Skagaf. For- eldrar: Jósef J. Björnsson, skólastjóri og alþm., og kona hans Hólmfriður Björnsd., Ásgeirsbrekku, Skag. Maki: 23.4. 1922, Arnþrúður Gunnlaugsdóttir frá Skógum, öxarfirði. Börn: Anna Soffia, f. 30. 1. 1923, Jósef Sigurður, arkitekt, f. 11. 8. 1925, Gunnlaug Mai- dis, f. 24. 7. 1930 og Arnhildur, f. 23. 5. 1933. Sat SVS 1918-’19, varð að hætta námi áður en vetri lauk sökum opinberra starfa. Nám áður: Stundaði nám i Há- skóla 1910-’12. Haustið 1913 við nám hjá Sláturfél. Suðurlands i Reykjavik, til stjórnar á sláturhúsum. Þá einnig á eftirlitsnámskeiði hjá Búnaðarfél. Isl. sem leiðbeinandi fyrir nautgriparækt- arfélög. Sigldi um áramót 1913-’14 til frekara búnaðarnáms. Var hjá Heiða- félaginu danska við vatnsveitur og landmælingar. Hjá norska rikinu á sauðfjárræktarbúinu að Hodne og fór þaðan 1915 til Skotlands og var þar 11 mán. Vann þar á sauðfjárbúum með verðlaunafjárstofna. Var sýsluráðu- nautur i Skagafirði 1917-’18. Haustið 1917 sláturhússtjóri við Sláturfél. A- 24 skrifstofustjóri Hún. Framkvæmdastjóri sama félags 1918-’ 19. Störf og nám síðan: Fram- kvæmdastjóri Ræktunarfélags Norð- urlands á Akureyri 1919-’23. Verzlun- arstörf á Akureyri 1923-’26. í Þýzka- landi 1926-’27, stundaði nám i pipu- lögnum. Stundaði það starf 1927-’57, fyrst 3 ár á Akureyri og siðan 27 ár á Húsavik, S.-Þing. Rak þar jafnhliða verzlun allan timann með efni og tæki, er tilheyrðu þeirri iðn. Fékk sveins- bréf i iðninni 1929 og iðnbréf 1931, meistarabréf 1940, hefir útskrifað nokkra sveina. Fluttist til Reykjavikur 1957 og gerðist skrifstofustjóri hjá Úl- tima h.f. og siðan hjá Elding Trading Co., alls i 11 ár. Félagsmálastörf: Var einn af stofnendum Framfarafélags Skagfirðinga 1916-’17. Leiðbeinandi um' búnaðarmál norðanlands 1919-’23. Stofnandi Iðnaðarmannafélags Húsa- vikur 1931 og formaður þess um árabil. Skipaður slökkviliösstjóri á Húsavik 1931 og kom þar upp þjálfuðu liði. Var i hreppsnefnd Húsavikur tvö kjörtima- bil. Var i yfirskattanefnd stjórnskip- aður. Formaður stjórnar Sjúkrahúss Húsavikur. Sjúkrahúsið reist 1935-’36, var formaður stofnunarinar i 14 ár: er þvi lauk var stofnunin skuldlaus sjálfseignarstofnun. ’ ’ Ég kynntist ekki Einari J. Reynis fyrr en hann fluttist til Húsavikur árið 1930. Þar átti hann heimili i 27 ár, að hann fluttist til Reykjavikur. Á Húsavik tók hann mikinn þátt i fé- lagslifi og var um skeið i sveitar- stjórninni, þar sem ég gegndi oddvita- störfum. Við vorum ekki i sama stjórnmálaflokki. Hann var i Sjálf- stæðisflokknum en ég i Framsóknar- flokknum. Deildum við þess vegna stundum allhart á stjórnmálafundum. En ekki kom þetta að sök i sveitar- stjórninni. Þar unnum við saman i fyllsta bróðerni. Einar var prýöilega starfhæfur nefndarmaður, fjölvis og kunnáttumargur. Var þess vegna gott fyrir oddvita að hafa honum á að skipa og til ráðuneytis. Hann var kosinn for- maöur vatnsveitunefndar og stýrði þar sem yfirverkstjóri miklum fram- kvæmdum, enda pipulagningameist- ari að lærdómi. Verkstjóri var hann um skeið við hafnargerð og reiknings- haldari þeirrar mannvirkjagerðar. Slökkviliðsstjóri, formaður jarðeigna- nefndar o.fl. Hann gerðist frumkvöðull að bygg- ingu sjúkrahúss á Húsavik með þvi að flytja um málefnið erindi i Sjálfstæðis- félagi Húsavíkur siðla vetrar 1931. Var hann þar kosinn I nefnd, ásamt Einari Guðjohnsen kaupmanni og Þórarni Stefánssyni bóksala, til þess að vinna málinu fylgi og framgang. Fékk málið góðar undirtektir hjá almenningi og flestum félagssamtökum á Húsavik og komst fljótlega á sigurvænlegan rek- spöl. Ferðaðist Einar um Sveitir Þing- eyjarþings, er á þvi svæði voru, sem talið var eðliiegt að ætti beina aðild að sjúkrahúsinu, — kynnti málið og mælti með aðildinni. Einar J. Reynis var kosinn fyrsti formaður stjórnar sjúkrahússins á Húsavik. Gegndi hann þvi starfi ná- lega hálfan annan tug ára. Náði for- mannstið hans einnig yfir byggingar- tima hússins. Húsið komst upp 1936, var vigt i nóv. það ár. Byggingar- kostnaðurinn varð aðeins helmingur þess, er opinberir aðilar áætluðu. Þó Framhald á 22. siðu. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.