Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Side 7
Ingólfur Ólafsson frá Bolungarvík Guðmundur og sona hans er þar nú eitt stærsta tún á Suðurlandi á einni jörð. Strax og Guðmundur fór að búa kom hann upp stóru og gagnsömu búi. Þegar hann byrjaði búskap,voru vélar ekki fyrir hendi til þess að létta störfin og þá kom sér vel, að hann var vikingur til allra verka. Hann var tæp- lega meðalmaður á vöxt, en það sem fyrst vakti athygli er til hans sást var, hvað hann var fjörlegur og léttur i hreyfingum og svipurinn glaðlegur. Hann var trölltryggur vinum sinum og vildi hvers manns vanda leysa. Guðmundur hafði lengst af sinum búskap mikil umsvif og var einn af þeim mönnum, sem sá allsstaðar úrræði. Minnugur hinna fornu orða: ,,Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur.” Hann verzlaði oft með gripi og gat þá verið fljótur að gripa tæki- færið^ þegar það bauðst. Guðmundur var bóndi af lifi og sál og það þykist ég vita, þótt ég heyrði hann aldrei minnast á það, að hann hefði ekkert hlutskipti heldur kosið en vera umsvifamikill bóndi á höfuðbóli eins og honum auðnaðist. A barnsaldri var Guðmundur heilsuveill og tók seint út þroska og var þvi ekki haldið eins fast að vinnu og þá var titt. En á unglings- árum losnaði hann við þá kvilla, sem hrjáðu hann i æsku. Siðan var hann ekki kvellisjúkur um dagana. Kristin á Blesastöðum var mikilhæf kona, sem eftir var tekið hvar sem hún fór. Svipurinn festulegur og yfir henni hvildi tiginmannleg ró. Hún var gædd miklum og fjölþættum gáfum og þvi var viðbrugðið, hvað hún hafði traust minni. Þegar hún var að alast upp, voru flestar leiðir lokaðar fyrir ung- linga til náms; en með lestri góðra bóka og næmri eftirtekt varð hún fjöl- fróð og þá sérstaklega i þjóðfræði. Hún hafði lifandi áhuga á ættfræði, enda vel að sér i þeirri greinHún hafði mikla frásagnarhæfileika og hennar kærasta umræðuefni var að ræða um liðna tið. Henni var vel ljóst, að hin menningar- lega arfleið i landinu má ekki slitna. — Unga kynslóðin má ekki týna uppruna sinum. En ungu húsfreyjunnar á Blesastöð- um beið mikið og veglegt hlutskipti, og það mátti ekki draga af sér, enda gerði hún það aldrei. Eins og þegar hefur verið sagt eignuðust þau hjón 15 börn og komust 13 þeirra til aldurs. Litill timi varð til lesturs lengi vel,en ávallt fylgdist hún vel með þvi, sem var að gerast — og þau hjón bæði. Það urðu miklar byltingar með þjóðinni á búskapartima þeirra og i þeirri byltingu urðu þau virkir þátt- takendur. Árið 1934 byggðu þau stórhýsi, sem f. 30. júni 1908 d. 21. nóv. 1972. Þann 28. nóv. var gerð frá Fossvogs- kirkju útför Ingólfs ölafssonar frá Bolungarvik. Foreldrar hans voru hjónin Ölafur Ólafsson sjómaður og kona hans Jóhanna Kristjánsdótlir. Þau hjón eignuðust sex syni og eru nú þrir þeirra á lifi. Þeir eru Ebeneser Guðmundur, Guðmundur Marku's og Kjartan. Bernskuár sin dvaldist Ingólfur að mestu á bæjunum Skálavik i Norður- tsafjarðarsýslu og á Siðu i Húnavatns- sýslu. Siðan lá leiðin aftur fil Bolungarvikur, þar sem hann bjó til ársins 1937, er hann fluttist til Reykja- vikur, og þar bjó hann æ siðan. Ingólfur stundaði hin margvfs- legustu störf. Hann var bifreiðastjóri hjá Bifreiðastöð Steindórs um skeið, stundaði sjómennsku, en var nú siðast ökukennari. Ingólfur var góður bridgespilari. vann hann til verðlauna, og var oft sveitarforingi. Lét hann sig sjaldan vanta á bridge-mót. Hann var tiöur gestur á minu heimili og var ræðinn og skemmtilegur, minnugur og fróður og sagði skemmtilega frá. Ingólfur var hvers manns hugljúfi, góður drengur og samvizkusamur, pr- ætlað var i upphafi fyrir tvær fjöl- skyldur. Um 1940, þegar börnin voru kominn upp, afhentu þau sonum sin- um, Magnúsi og Hermanni sinn þriðjunginn hvorum af jörðinni og á þriöja hlutanum bjuggu þau til dauða- dags. Til þessa ibúðarhúss var svo vel vandað, að það er i fullu gildi enn i dag. Nokkrum árum seinna byggði svo Hermann sitt eigið ibúðarhús, er fjöl- skyldan stækkaði. Aður en stórvirkar vélar komu til sögunnar hafði Guðmundur sléttað túnið og fært út svo um munaði. I búskapartið sinni höfðu þau séð sveit sina breytast úr einni fátækustu sveit á Suðurlandi, þar sem bú voru litil og i mörgum tilfellum afurðarýr i það, að nú er sveitin vel uppbyggö og meðalbúið stærst i þeim sveitum, sem leggja mjólk i Mjólkurbú Flóamanna. Áefri árum gátu þau Guðmundur og Ciðmenni i allri framkomu. Hann var ekki vinamargur, en vinafastur. Ingólfur heitinn var alla tið ókvænt- ur og barnlaus. Fyrir einu ári tók hann að kenna þess sjúkdóms, er varð honum að aldurtila. Siðustu mánuðina dvaldist hann að Reykjalundi, þar sem hann andaðist eftir stutta legu. Blessuð sé minning hans. Jóhann Ó. Kjartansson. Kristin sannarlega litið glöð yfir farinn veg. Þau höfðu öörum frekar séð vonir sinar rætast. Þau gátu reglu- lega notið ellinnar og þurftu aldrei að vera upp á aðra komin með að hugsa um sig, fyrr en undir það allra siðasta. Þau voru alla tið trúuð og varðveittu barnatrú sina til dauðadags og þökkuðu Guði fyrir hvern dag, sem þau fengu að vera saman og aðstoða hvort annað. Þau glöddust yfir velgengni sinni i lifinu og þau glöddust einnig með þeim, sem vegnaði vel. Það var alltaf ánægjulegt að heim- sækja Guðmund og Kristinu, þau voru svo velviljuð og þakklát fyrir liðinn dag. Ég fór ávalt fróðari af þeirra fundi. Að leiðarlokum þakka ég þeim fyrir þá vinsemd.er þau sýndu mér. Guð blessi minningu þeirra. Jón Guðmundsson islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.