Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Side 18

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Side 18
Attræður Andrés Guðmundsson bóndi Brekku Andrés Guðmundsson, bóndi frá Brekku i Dýrafirði, varð áttræður þriðjudaginn 7. nóv. siðastliðinn. 1 tilefni afmælisins flutti Elias Þórarinsson, bóndi frá Hrauni i Keldudal, honum eftirfarandi afmæliskveðju. Afmæliskveðja Ég ávarpa islenzkan bónda frá uppdalabyggð. Þú gekkst þinar eigin götur i gleði og tryggð. Þú lást ekki á liði þinu, né liggur enn Hér getum við fyrirmynd fundið, og flestir menn. 1 Heill þér Andrés, trú mér til, traust er samkennd vakin. Um áttatiu árabil er þin saga rakin. 2 Að likum hönd þin lýjast fer ljósið brennir kveikinn. Elli kerling átti hér illt með sóknarleikinn. 3 Ellin reynist öllum trú ýmsum hart að vegið. Hana eina hefir þú helzt á tálar dregið. 4 Það er hjartans meining min, mun að þessu vikið. Held ég enn að handtök þin, hafi engan svikið. 5 Held ég á þér hendurnar af haka, skóflu og spotta, sinab jiar, sigggrónar sögu þina votta. 6 Stöðugt hefur starfsins lif stefnu þinni valdið. Fast var enn um flatnings hnif fram að þessu haldið. 7 Við landið batztu lif og trú löngum talinn gildur. Sem bóndi jafnan þekktir þú þinar æðstu skyldur. 8 Ruddir þú i búskap braut, bændur gott af hlutu. Málleysingjar þjáðir þraut þinna handa nutu. 9 Þér hafði Drottinn lagni léð langt við oft þig sóttum. Ekki var þá eftir séð ótal vökunóttum. 10 Árangurinn yfirleitt ekki i minni rýrnar. Litt var oft um launin skeytt, lifnuðu doða kýrnar. 11 Andann hrakti ekki i þrot ýmsu máttir hafna. Þér hafa margoft bylgjubrot borið fyrir stafna. 12 Dró upp skugga, dimmdi loft dags við mörkin nauða. . Þin var gliman ærið oft upp á lif og dauða. 13 Er vist sitthvað andi og hold, æðri sálin talin. Af bylgjum hafs og mildri mold mun þin skapgerð alin. 14 Hress sé æ og létt þin lund litt þig meinin hrelli. Megirðu ennþá standast stund storma lifs og elli. E.Þ. Mynd þessi af Guðmundi Guðmunds- syni átti að birtast með grein um hann, sem birtist í tslendingaþáttum 16. nóv. sl., cn varð þá viðskila við greinina. 18 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.