Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Qupperneq 2

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Qupperneq 2
GUÐJON JONSSON fyrrum bóndi og oddviti Tunguhálsi „Allrar veraldar-vegur vikur að sama punkt, fetar þann fús sem tregur, hvort fellur létt eða þungt”. H.P. Þeim fækkar nú óðum á vettvangi þessa lifs, sem fæddir eru um og fyrir siðustu aldamót. Margir þeirra hafa borizt út á haf dauðans, horfnir i mistur hins óræða. Eins þessara manna, Guðjóns Jónssonar frá Tungu- hálsi i Lýtingsstaðahreppi, vil ég nú aö leiðarlokum minnast nokkrum orðum. Hann starfaði lengst ævinnar hér i sveit. Var einn af betri bændum og öt- ull forystumaður um langa hrið. Foreldrar hans voru Jón Einarsson, siðar bóndi i Héraðsdal, og kona hans Sigriður Sigurðardóttir. Þegar Guðjón fæddist, bjuggu á Tunguhálsi hjónin Guðmundur Ólafsson og Guðrún Þor- leifsdóttir. Guðrún hafði áður verið gift, en misst mann sinn eftir stutta sambúð. Guðrún tók sliku ástfóstri við hinn unga svein, er fæddist á heimili hennar, að það varð að ráði. að þau Guðmu.ndur tóku Guðjón i fóstur. Guð- mundur ólafsson dó, er Guðjón var var svo bjart yfir þessu öllu i augum fjórtán ára unglings. Og hefur það ekki allt verið fagurt? Vissulega. Það var harmsefni. er séra Eirikur hlaut að láta af embætti sakir sjúk- leikaogfaraá Vifilsstaðahæli. þá enn á góðum aldri. Hann gekk aldrei heill til skógar þaðan i frá. Vist komu þá erfið- leikar. þrautatimar. En eiginkonan var alltaf við hlið hans. og börnin þeirra mörgu réttu ætið föður sinum hlýju hendur. Umhyggja og kærleikur umvöfðu hinn sjúka mann. Og svo lauk barátt- unni. Höndin að ofan leiddi hann inn i náðarheiminn. Nýr dagur var risinn — bjartari en nokkru fyrr — bjartari miklu. en ungl- ingur á leið norður sá blasa við sér og ungum prestshjónum sumarið 1917. Einar Guðnason. enn i bernsku. en siðar giftist Guðrún Sveini Stefánssyni. sem enn lifir i hárri elli, nú búsettur á Akureyri. Sveinn og Guðrún bjuggu á Tunguhálsi i 28 ár góðu búi og gagnsömu. nutu virðingar og vinsælda sinna samferða- manna. Um Guðrúnu segir i Skag- firzkum æviskrám: ..Guðrún var hin friðasta kona i sjón, drenglynd og mönnum sinum samhent i dugnaði og drift búsins". Það fer vart milli mála hjá þeim. er til þekktu, að Sveinn hafi verið i búskap sinum einn mesti fram- kvæmda- og umbótamaður i Lýtings- staðahreppi. Þannig var æskuheimili Guðjóns. Sagt er. að fjórðungi bregði til fósturs. Guðjón á Tunguhálsi stundaði nám við Bændaskólann á Hólum og varð bú fræðingur þaðan árið 1922. Ekki mun það þykja há menntagráða nú á dög- um. en varð þroskuðum og áhugasöm- um nemendum drjúgur mennta- og menningarauki. Námiö var sótt af kappi undir forystu hæfra kennara. Áhrifa skólans er viða að finna hér i Skagafirði og sjálfsagt viðar, þvi að nemendur þaðan hafa margir reynzt hinir nýtustu menn. Orðið námsleiði var ekki til á þeim tima, enda vist, að þess var ekki þörf á fyrstu tugum aldarinnar. Hinn 17. júni 1928 kvæntist Guðjón eftirlifandi konu sinni, Valborgu Hjálmarsdóttur, er reyndist honum samboðin að mannkostum, dugnaði og myndarskap. Þar var stórt gæfuspor stigið. Þau hófu búskap á Tunguhálsi 1929 og bjuggu á móti fósturforeldrum Guðjóns til ársins 1938, en þá hættu þau Sveinn og Guðrún búskap og fluttu til Akureyrar, enda Guðrún þrotin að heilsu. Eftir það bjuggu þau Guðjón og Valborg á allri jörðinni, unz þau fluttu til Sauðárkróks árið 1965. Björn þeirra eru: Valgeir, bóndi á Daufá, kvæntur Guðbjörgu Felixdóttur, Auð- ur. búsett á Akureyri. gift Stefáni lngólfssyni. Garðar, búsettur á Sauð- árkróki, kvæntur Sigurlaugu Gunnars- dóttur. Guðsteinn, bóndi á Tunguhálsi, kvæntur Björk Sigurðardóttur, Hjálm- ar. bóndi á Tunguhálsi, kvæntur Þór- eyju Helgadóttur, Stefán, yngstur og hefur til þessa dvalizt i foreldrahús- um. öll eru börnin hin mannvænleg- ustu og bera foreldrum sinum gott vitni um dugnað og fyrirhyggju. Nú á dögum heyrist oft talað um, að erfitt sé að byrja búskap i sveit, og mun það rétt vera. En það var lika erf- itt árið 1929, þegar Guöjón og Valborg bvrjuðu sinn búskap. Efni munu ekki hafa verið míkil. en samt nokkur bú- stofn. En nú fóru erfiðir timar i hönd. Næstu 10 árin að kalla lagði heims- kreppan lamandi hönd á islenzkan landbúnað og raunar þjóðlifið alit. Mörgum gekk illa að halda i horfinu og litið er hægt að gera. er til framfara og umbóta horfði. Til marks um. hvað hlutirnir kostuðu i þá daga. skal dæmi nefnt: Arið 1933 var simalina lögð frá Viðimýri að Goðdölum. og þá simi á marga bæi hér i Lýtingsstaðahreppi og þar á meðal að Tunguhálsi. Tengi- gjaldið fyrir hvern bæ var 250 krónur. en til þess að greiða það þurfti 25 dilka um haustið. Þrátt fyrir erfiðleika kreppuáranna mun þó Guðjón hafa haldið i horfinu efnalega og var það vel að verið. Svo komu betri timar og var islendingaþættir 2

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.