Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 12
PÉTUR JÓNSSON hreppstjóri Reynihlíð Þann 17. nóvember s.l. lézt Fétur Jónsson, hreppstjóri i Reynihlið við Mývatn, viðkunnur og athafnasamur maður. Hann fæddist i Reykjahlið 18. april 1898, ólst þar upp hjá foreldrum sinum, og varð sú jörð hans aðal- starfsvettvangur allt frá bernsku, að undanskildum tveimur árum, er hann bjó i Kasthvammi i Laxárdal. Pétur var af hinni alkunnu Reykja- hliðarætt og mun hafa fengið vel úti- látinn skerf af svipmóti hennar. For- eldrar hans voru Jón Frimann Éinars- son og Hólmfriður Jóhannesdóttir. Jörðin Reykjahlið með sinni viðáttu- miklu landareign, stórbrotna og sér- kennilega umhverfi og Ódáðahraun með öllum sinum kynjamætti sem bakhjalli hefur að sjálfsögðu haft sterkt mótandi áhrif á Pétur þegar i æsku. Ég kynntist Pétri fyrst á Bændaskól- anum á Hvanneyri. Við hófum þar nám haustið 1916, og kom brátt i ljós, að Þingeyingarnir, Pétur og Skúli heitinn Kristjánsson frá Sigriðarstöð- um i Ljósavatnsskarði.báru af okkur bekkjarfélögum i námi, voru betur undirbúnirog héldu forustunni til enda með þvi að taka hæstu lokaprófin 1918. Pétur lagði metnað sinn i að láta ekki á sig halla. Stundaði hann námið af áhuga og kappi, og svo var einnig um öll þau störf, er hann siðar hafði með höndum. Okkur Pétri var falið að annast um mötuneytið seinni skólavet- ur okkar, og leiddi það til þess, að við urðum herbergisfélagar og höfðum mjög náið samstarf. Varð ýmislegt frábrugðið þvi venjulega þennan vet- ur, þvi að ibúðarhúsið brann til ösku um haustið, skömmu eftir að kennsla hófst. Fjölskylda skólastjóra ásamt öllum, sem störfuðu við búið,varð þvi að setjast að i skólahúsinu og ganga til samstarfs um mötuneyti skólasveina. Þetta var hinn minnisstæöa frostavet- ur 1918. Var þá timum saman naumast unnt að sitja við lestur vegna kulda, en þrátt fyrir það sýndi prófskirteini Pét- urs Jónssonar um vorið ágætisein- kunn. Pétur gerðist svo bóndi á föðurleifð sinni, Reykjahlið. Þar höfðu foreldrar hans búið allan sinn búskap. Var Pétur fyrstu árin jafnframt búskapnum við kennslu i Mývatnssveit og Aðaldal. Þeirra tima var ekki langt að biöa, að skilyrði kæmu til að takast á við stór viðfangsefni. Beitti Pétur orku sinni og áhuga að þeim viðfangsefn- um, jók ræktun, efldi búskapinn og byggði nýtt ibúðarhús, er hann nefndi Reynihlið, og varð þar byrjun á hótel- haldi. Ekki leið á löngu, þar til byggja þurfti nýtt hús til hótelhalds. Nú er Hótel Reynihlið orðin alþekkt stofnun innan lands og viða erlendis. Auk hinna umsvifamiklu starfa við stórt heimili og hótel, var Pétur næst- um tvo áratugi verkstjóri við vega- gerð, fyrst i Mývatnssveit og siðar i Suður-Þingeyjarsýslu allri. Naut hann mikils álits i þvi starfi. Fyrir sveit sina voru honum falin mörg trúnaðarstörf, og hreppstjóri i Mývatnssveit var hann skipaður i byrjun ársins 1962. Pétur kvæntist 12. júni 1921 Kristinu Þuriði Gisladóttur frá Presthvammi i Aðaldal. A gullbrúðkaupsafmæli þeirra 1971 kom greinilega i ljós.hve viða þau áttu vinarhug að fagna. Börn þeirra Þuriðar og Péturs, fimm að tölu, voru þessi: Gisli. Hann var þeirra elztur, en varð skammlifur; dó rúmlega tvitugur að aldri. Var hann þá tekinn við rekstri hótelsins. Jón Armann.Hann er ókvæntur, var á búnaðarskóla og hefur verið aðal- ábúandinn siðustu árin. Hólmfriður. Hún er gift Sverri Tryggvasyni frá Viðikeri. Hafa þau annazt búið ásamt Armanni. Snæbjörn.Hann er kvæntur Guðnýju Halldórsdóttur frá Gunnarsstöðum i Þistilfirði. Hann hefur unnið við Kisil- iðjuna ásamt fleiru. Helga Valborg. Hún er gift Arnþóri Björnssyni frá Svinabakka i Vopna- firði. Þau veita hótelinu forstöðu. Allir meðlimir fjölskyldunnar vinna eftir þörfum við hótelreksturinn. Þuriður og Pétur áttu orðið stóran hóp barnabarna.og mun þvi oft hafa verið fjölmennt á þeirra heimili, jafn- vel þó að gestir væru ekki. Þuriði, ekkju Péturs, og afkomend- um þeirra hjóna sendi ég og kona min innilegar samúðarkveðjur. Armann Dalmannsson. Þess er að vænta, að margir muni rita itarlega um ævi og störf Péturs Jónssonar i Reynihlið að honum gengnum. Störf hans voru mikil og margþætt, og sjálfur var maðurinn mikill persðnuleiki og svo sérstæður, að hann varð nánast þjóðsagnaper- sóna i lifanda lifi. Eg tel vafalitið, að verulegur hluti Islendinga hafi þekkt Pétur i Reynihlið af nafni og orðspori, 12 íslendíngaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.