Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 11
Hildur Stefánsdóttir Fædd 25. ágúst 1882. Dáin 20. mai 1972. Ég man þú sagðir að myrkrið félli á mig og þig eftir sólskinsvor, að timinn breyttist i hljóðan helli, sem hvelfdist um okkar gengnu spor. Og þangað horfinn ert þú að fullu. Er þögnin steinn við þann hellismunn? Stundum finnst mér þinn staður minna á strengjaleik, á kliðandi brunn. llannes Pétursson. Laugardaginn 27. mai siðastliðið vor var hugur minn venju fremur bundinn æskustöðvum minum, Raufarhöfn, þvi að þann dag var þar lögð til hinztu hvilu ein elzta og vitrasta kona þess byggðarlags, min kæra frænka, Hildur i Sandgerði. Mig langar að minnast hennar nokkrum oröum. Hildur Stefánsdóttir fæddist i Skinnalóni á Melrakkasléttu 25. ágúst 1882. Foreldrar hennar voru Kristin Jónsdóttir og Stefán Jónsson, er þar bjuggu. Hildur ólst upp i Skinnalóni i stórum og glöðum systkinahópi, mun hafa verið fjórða i röðinni af ellefu systkinum. Þau eru nú öll horfin á vit feðra sinna nema eitt, Jóhanna Stefánsdóttir, Brekkugerði 9, hér i borg. Ung var Hildur gefin Einar Vigfús- syni frá Núpi i Axarfirði, ágætum manni. Hann var fæddur að Núpi 29. sept. 1876. Fyrstu búskaparár sin bjuggu þau að Þverá i Axarfirði, siðar um skeið i Skinnalóni, en æ siðan á Raufarhöfn. Þeim varð sjö barna auð- ið, fimm komust til fullorðins ára og eru öll búsett á Raufarhöfn. Þau eru: Kristin, Hólmfriður, Indriði, Stefán og Jón. Einar Vigfússon andaðist 1. júli 1951. Ung átti ég þvi láni að fagna að eign- ast vináttu Hildar og trúnaðartraust. Mér þótti svo vænt um hana, að ég þráði að heita sama nafni og hún. Oft færði ég það i tal við hana, hvernig ég gæti komið þessu i kring, en hún leiddi mér fyrir sjónir, að vinátta okkar og hlýja hvorrar til annarrar gæti eins haldizt, þótt hún héti sinu nafni og ég minu. Þótt Hildur væri ætið störfum hlað- frá Skinnalóni in, var henni gefin svo mikil rósemi hugans, að hún gaf sér oft tima til að leiða okkur krakkana i ævintýraheima með sinum gömlu og góðu barnasög- um, og svo mikla alúð lagði hún viö frásögn sina, að enn þann dag i dag standa þessi ævintýri mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Hildur haföi einstakt minni og kunni mikið af vis- um, sem runnu af vörum hennar eins og kliðandi lækur. Höfum við, sem eft- ir lifum, lagt á okkur að læra þessar visur og hafa þær á takteinum? Nú hefur myrkrið fallið á þig eftir þitt „sólskinsvor", Hildur min. Margir álita, að ef til vill hafi hún Hildur i Sandgerði ekki alltaf átt sólskinsvor, ekki alltaf dansað á rósum. Nei, svo sannariega ekki. Hún fór ekki varhluta af sorg og mæðu þessa heims fremur en aðrir þeir, er náð hafa nær niræöis aldri. En sorgin og mæðan gerðu hana aldrei hugsjúka, þvert á móti hennar vegir voru vegir gleðinnar, þvi að hún öðlaðist i vöggugjöf svo glaða og góða lund, ; fágætt var. Hún leitaði ætið hins gooa i fari hvers manns, og yfir það, sem miður fór, reyndi hún að breiða og gera litið úr. Hún áleit, aö allir hefðu eitthvað til sins ágætis. Hildur var fremur dul i skapi, og ef henni þótti, lét hún litt á þvi bera, en var aldrei ósveigjanleg til sátta. Af öllum kostum Hildar bar fórnfýs- in hæst. Hún var Hildi i blóð borin. Hún taldi sér skylt að vera ætið á verðinum og til taks. Það var lika alltaf hægt að ganga að henni i eldhúsinu, þar sem hún stóð varðstöðuna á pallinum, þar sem hún veitti mér það, sem ég þarfnaðist og þér það, sem þig van- hagaði um. Svo fundvis var fórnfýsi hennar. Hildur bjó yfir sterkri kimnigáfu, átti gott með að sjá og greina það bros- lega i lifinu. Hildur var höfðingi i lund, hafði beinlinis nautn af að gefa og veita. Þvi var hún oftar veitandi en þiggjandi. Enn man ég greinilega, þegar ég kom að kveðja hana á haustin, þegar burt skyldi halda. Augun voru þá oft tárvot, i lófanum mjúka, en vinnulúna, lá seð ill, sem átti að vera glaðningur til félit- illar skólastúlku. Svo hljóðlát og hlý var gjafmildi hennar. Ég er þakklát forsjóninni fyrir, að þær systur mamma min og Hildur, skyldu eiga heima i sama húsi og búa við svipuð lifskjör nær öll sin búskaparár, i þessu húsi, sem skirt var Sandgerði og þær voru alltaf kenndar við, Hildur og Þrúða i San- dgerði. Minar kærustu bernsku- og æskuminningar eru tengdar þessu húsi. A siðastliðnu sumri rættist margra ára gamall draumur minn að geta komið til Raufarhafnar og dvalizt þar um tima ásamt fjölskyldu minni, i gamla Sandgerði. Við fundum gjörla, aö þar hafði orðið skarð fyrir skildi, þar er þær systur báðar höfðu verið kvaddar á braut, en andi þeirra sveif þar yfir vötnunum. Hildur hefði sjálf óskað þess, að brottför hennar yrði tilefni gleði, en ekki sorgar. Sjálf var hún svo raunsæ, að hún vissi, að timi var kominn til að hverfa af sjónarsviðinu. Hinn hrausti likami hennar var tekinn að láta sig, og aöeins siðustu dagana lifði hún án vonar. Allir, sem þekktu hana, minn- ast hennar sem óbreyttrar alþýðu- konu, sem öllum vildi gott gera. Ég bið þann, sem öllu stýrir, að blessa alla niðja hennar, vini og kunn- ingja. Far þú i friði, góða kona. Hólmfriður Sigurðardóttir. 11 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.