Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 5
Sigríður Gísladóttir frá Tindi Ennþá lit ég yfir dalinn unaðsrika morgunstund, enginn blettur er þar kalinn allviða sjást blóm á grund, hér þú áttir æskuvorin einnig leið hér bernska mín, átti ég þá allmörg sporin elsku frænka heim til þin. Systur tvær þá saman undu sinum pabba og mömmu hjá. Allt hér segir, manstu, mundu, minning vekur sérhvert strá. Man ég ykkur báðar blíðar, bros i augum. roða á kinn. Lengdist milli leiða siðar. — Létt um svifur hugur minn. Söm varst þú i sorg og gleði sistarfandi miid og hlý Drottinn Guð, þér lán það léði að ljós þú sást i gegnum ský. hér i sóknum meir en 30 árum eftir heimkvaðning sira Tryggva. Hann var einn hinn glæsilegasti ræðumaður i stórri fylking frjálslyndra guðfræð- inga og skáldmæltur. bekktur hug- sjónamaður um andleg sannindi og dulskyggna leit i eilifðina. Bendir allt til. að hann væri næmur á það, sem ekki verður heyrt og séð bundinni. jarðneskri skynjun — og mun oft erfitt að bera slika spámannshæfileika. Ungur hefur hann orðið gagntekinn af bjartsýnum trúaráhuga Einars bróður sins. en hann var. sem þjóð veit. for- ystumaður sálarrannsóknanna á ís- landi. Er hér að geta stærstu einkenna sira Tryggva kenningarlega, en um leið að almennu viðsýnj og óvenjulegri djörfung andans. — Sira Gunnar Árna- son á Æsustöðum sagði við útför hans, aö hann væri stór i öllu. og er það mikil lýsing þessa merkilega manns. t minningu gamalla sóknarbarna og vina á Norðurlandi er einnig hinn mikli persónuleiki utan kirkju, i senn alvöruhygginn og skilningsrikur i hverjum vanda — og maður einn hinn glaðasti á góðri stund. Minningin um frú önnu og sira Tryggva Kvaran er menningu vorri til reisnar. begar mætti þunga raunin þrekstór virtist hugurinn, veit ég sárt þin sviðu kaunin, er sástu hverfa drenginn þinn. Hér þú beiðst með brosi hlýju, beindist að þvi hugurinn að þú lifs á landi nýju litir aftur drenginn þinn. Nú er ferðin héðan hafin hugurinn fylgir þér á leið fögnuð veitir frelsisgjafinn förin þín mun verða greið. Nú frá löngu liðnum dögum lit ég blóm i minjahögum minninganna ilm og angan alls staðar i kringum mig. t bernsku þú mig barnið leiddir, bros lézt glæðast, kviða eyddir, bentir mér á vor og vonir, nú vii ég þakka og kveðja þig. Alúð þin mig ennþá gleður með alúð þig minn hugur kveður, þakkar löngu liðin árin, leiki og bros á æskustund, þú varst mér systir sönn á vegi, sem ég vil mér gleymisteigi, öllum hjálp þú vildir veita, verma þreytta og kalda mund. Vertu sæl. Ég þeim vil þakka þér sem réttu hlýja mund. Til samíunda ég siðar hlakka, senn er liðin hér min stund. Hjartans þökk frá mér og minum margs ég naut á förnum stig. Ég vona að horfnum vinum þinum þú viljir heilsa fyrir mig. Guði þökk, Hann gefur árin gætir min á hverri stund, ég þakka bros, ég þakka tárin þakka von um endurfund. Guðs þig leiði kærleikskraftur, kæra frænka, i dýrð til sin. Ég kveð og þakka, aftur, aftur, orð og verk og brosin þin. Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði. Frænka min, við finnumst eigi framar hér á jarðlifsvegi, en bak við dauðans dimma skugga dýrðleg ljómar náðarsól. Jesús leiöir, Jesús styður, Jesús fyrir okkur biður, i trúnni á Hann við ætið eigum öruggleikans náðarskjól. Lengi i dimmum lást þú skugga, Ijóssins englar nú þig hugga. bolinmóð i þrautum varstu, það var Drottins gjöf af náð, ætið vill Hann okkur styöja, er Hann viljum hjálpar biðja. Lofað sé um aldir alda eilift Drottins visdómsráð. Guðrún Guðmundsdóttir frá Melgerði. Guðný Gísladóttir frá Tindi islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.