Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 16
Báru Jónsdóttur frá Hóli i Sæmundar- hlið. Sambúð þeirra varði i 30 ár, og það vargóðog innileg sambúð. Fáum er gefin sú fórnarlund, er Bára sýndi manni sinum i hans erfiða og yfir- þyrmandi helstriði. bað var fagur vitnisburður um mannkosti hennar og mikið sálarþrek. Sigurlaug Gunnars- dóttir, hálfsystir Árna, búsett á Sauð- árkróki, var óþreytandi að sinna bróð- ur sinum á sjúkrabeði. Árið eftir að þau gengu i hjónaband, flytja þau að Viðimel, nýbýli byggðu úr Viðimýrarlandi, sem nú stendur i jaðri Varmahliðarhverfisins. Þar er fagurt útsýni og vitt til veggja. Þau urðu með fyrstu landnemum þar og bundu jafnan miklar vonir við framtið þessa fagra og kostamikla staðar i hjarta héraðsins. Þar ráku þau jafnan nokkurn búskap jafnframt þvi, sem Árni stundaði vörubilaakstur. Þau hjón eignuðust fimm börn, sem öll eru uppkomin, dugnaðar-og efnisfólk. Þau eru: Jón Kristbergur bifreiðarstjóri Sauðárkróki, Margrét húsfrú á Akur- eyri, Sveinn bóndi og bifreiðarstjóri á Viðimel og Amalia og Steinunn að mestu heima. Á Viðimel var gott að koma. Býlið stendur á krossgötum. Þar var þvi gestkvæmt og glaðværð mikil. Hjónin vinsæl og viða kunn og gestrisni þeirra viðbrugðin. Húsbóndinn settist við hljóðfærið i stofunni, gestir sungu, en Bára hellti á könnuna i eldhúsinu. Húsið var bókstaflega þéttskipað syngjandi fólki. Þannig var það oft. Um ónæði og átroðning var ekki rætt. 1 þessu andrúmslofti og ánægjulega umhverfi man ég Arna bezt. Þá var barnsleg gleði hans og góðvild hverj- um manni auðsæ. Og þá leiö honum vel, er hann sá og fann,að hann gat yljað öðrum. Það var honum sönn lifsfyll- ing. Ég leyfi mér að færa Arna þakkir frá þeim mörgu, sem með honum störfuðu að söngmálum þessa héraðs. Sérstak- ar þakkir skulu honum færðar frá fyrrverandi félögum hans i karlakórn- um ,,Feyki”. Þeim kór stjórnaði hann frá upphafi og þar til heilsan brast. lltför Árna var gerð frá Viðimýrar- kirkju laugardaginn 21. okt. s.l. Mikið fjölmenni fylgdi honum til grafar. Það var fyrirfram vist, þvi að maðurinn var viða þekktur og allsstaðar að góðu. Ég efast um, að Arni hafi átt nokkurn óvildarmann — en marga að vini. Þess vegna gat hann kvatt samtið sina i sælli trú. Konráð Gislason. t Ragnheiður Guðmnndsdóttir Heydalsá, Strandasýslu Fædd: 24. ágúst 18114 I)áin: 24. október 11(72 llaustsins napran þey ei þoldi, þáði lif og innti gjöld. Kins og grösin falla að foldu feigðin kallar vinar fjöld. Það hefur dregizt að minnast henn- ar Ragnheiðar, og sannast þar, að hin- ir fyrstu eru oft siðastir. Hún var löng sambúðin okkar, en hún skilur eftir ógleymanlegar minningar. Svo mun hafa verið, hvar sem hún fór. Glöð i anda, vildi hvers manns vanda leysa og gerði gott þeim, sem hún til náði. Við vorum báðar vistkonur hér á Hrafnistu, og vorum siðasta ár i nánu sambýli. Mér var hún að góðu kunn áður. Við vorum systkinabörn, maður- inn hennar og ég. Ragnheiður Guð- mundsdóttir fæddist i ófeigsfirði á Ströndum. Hún var dóttir Guðmundar Péturssonar og seinni konu hans, Sigrúnar. Hún var gift Guðbrandi Björnssyni frá Smáhömrum. Þau hjón hefja búskap að Hvalsá, en flytja þaðan að Heydalsá i Tungusveit, þar sem þau búa, þar til hann lézt 1946, og hún ásamt sonum sinum, lengur. Heydalsá er fallegt býli, og voru þau hjónin samhent i að gera garðinn frægan, enda var Guðbrandur búfræð- ingur. Þeim hjónum búnaðist vel og var heimilið rómað fyrir gestrisni og greiðasemi. Fyrsti skugginn,er féll á þeirra heimili, var af völdum berkla, er voru viðloðandi skólanum, sem þar var, og margt ungmennið bar þeirra merki ævilangt. Ragnheiður veiktist lika sjálf. Hún var þrekkona mikil. Þó hún yrði að yfirgefa bú og börn, hefur mér verið tjáð af þeim, sem voru henni samtiða á Vifilstöðum. hafi hún verið sú, sem gat miðlað uppörvun og gleði i veikindabaráttu þeirra. Það reyndi margt á hennar mikla þrek. Mann sinn missir hún 1946, eftir mikla veikindabaráttu. Þótt hún væri sjálf sjúklingur, var hún yfir honum þar til yíir lauk. Eftir það er hún við búskap- inn með börnum sinum. Stærsta sorg- arsárið mun hún hafa hlotið, er hún missir tvo elztu syni sina i sjóinn, 1950. Ragnheiður og Guðbrandur eignuðust 11 börn, mikilsmetið dugnaðarfólk. Alltaf voru þau hjón öðrum veitandi. Ragnheiður var aldrei glaðari en þegar hún veitti öðrum. Hún var bund- in sterkum böndum við Heydalsá og byggðina, þar sem hún lengst dvaldi, enda búa tveir synir hennar enn á Heydalsá. Hann var orðinn langur hennar veikindaferill. Hún flutti hing- að að Hrafnistu fyrir tveim árum. Hér likaði henni vel. En heilsunni hnignaði stöðugt. Þó hafði hún fótavist þar til 10 dögum fyrir andlátið. Vertu kvödd hinztu kveðju minni. Með hjartans þökk fyrir samveruna. Ollum afkomendum þinum bið ég blessunar Guðs. Þú lifir í landi ljóss og friðar. Þar sameinast sálir, sem unnast. Far þú í friði. friður Guðs þig blessi. Ritaðá Hrafnistu 16/11 Þuriöur Guöinundsdóttir, frá Bæ. 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.