Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 17

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 17
75 ára Dr. Richard Beck l)i\ ilichard Beck stofnfélagi og heiðursfélagi stúkunnai Kramtiðin Á Fróni hér einn fæddist sveinn er fékk það i vöggugjöf að vilja i lifsháttum vera hreinn vitinu spiila ei láta neinn né grafa þvi dauðans gröf. Hann gekk i skóla og harðri hönd heimti sitt lifibrauð. Stúdent hann leitaði i lönd leiddist þó hv^ergi i efni vönd en græddi andlegan auð. Góðtemplaranna hugsjón há heillaði þennan svein, I bróðurkærleika bezt hann sá hvað bæta lifið á jörðu má og mýkja sárustu mein. . i' Þvi gekk hann heill i þá hjálparsveit og hugdjarfur merkið hann bar. hann flutti ódeigur ræður og heit rökstuddi málin, lundin var heit og leiðtogi lýðsins hann var. Þó fær ’ ann um álfur og fræddi menn og fengi þar virðingarstörf, heiðraður doktor þó hann sé þar enn heima á fróni þó vonandi senn við ellefu aldanna hvörf. tsland hefur hann elskað svo heitt um æfina hvar sem hann fór, að allt sem hann gat þvi með orðkynngi veitt var unun hans stærzt og hvergi hvað fórnin var striðsöm og stór. Þó sjötiu og fimm séu ævinnar ár orðin á reynslunnar bekk ljúft er enn málið og léttar brár lyftandi andanum starfandi þrár, og reisn þinni, Richard Beek. lngþór Sigurbjs. Guðjón Sigurðsson vélsmíðameistari, Ólafsvík ..Hann ..Einbui" gnæfir svo langt. yfir lágt. að lynghrislur stara á hann hissa" Ég hef verið að biða eftir. að sjá hans minnzt i dagblöðunum, — þvi að vel var hann þess maklegur. og furðar mig slórlega. að ekkert hefur bólað á þvi ennþá. en Guðjon lézt i Landspital- anum lyrir nokkru. Ég.sem þessi fátæklegu kveðjuorð rita. bjó i húsi hans og móður hans i 5 ár. með börn min. þá öll kornung. Fra þeim árum á eg margt að þakka. Hann var börn- unum hlyr og góður. leitaði ég oft til hans um ýmsan greiða. þvi að maður minn var þá langdvölum fjarri heim- ilinu. atvinnu sinnar vegna. Alltaf brást Guðjón fljótl og vel við kvabbi minu. Móður sinni var hann einstakur sonur. Tók hann hana og sambúðar- mann hennar, þá blindan og örvasa.til sin, bjó þeim heimili og ól önn fyrir þeim báðum. Þau eru nú löngu látin. Dreng sér óskyldan tók hann lika á heimili sitt og ól upp til fullorðins- aldurs og reyndist honum sem bezti faðir. Guðjón Sigurðsson kvæntist aldrei. Ekki hefði hann þó verið i nokkrum vanda með kvonfang. svo myndarlegur sem hann var i ytra út- liti. Iriður og karlmannlegur. i Ólafsvik var á þessum árum, sem hér um ræðir. mikil fátækl - og litil menning. Stóð hann þvi eins og klettur úr hafinu og ..gnæfði langt yfir lágt”.. Mikil stoð var hann þessu fátæka plássi, vel efnum búinn, greiðvikinn og hjálpsamur — einstakur heiðurs- maður i hvivetna. Læl svo þessum alltol fátæklegu kveðjuorðum lokið. með kærri þökk til hans lrá þessum löngu liðnu árum, og óska homírn heilshugar-velfarnaðar. Blessuð veri minning hans, og móður hans, Guðrúnar Bjarnadóttur. M islendingaþættir 17

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.