Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Qupperneq 23

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Qupperneq 23
láta upp einn bagga i einu, og ég stóð undir. Það gekk, og svo komst heyið heim að Nýja-bæ, sem svo hét réttu nafni, þótt nú sé Gamli-bær orðið dag- legt nafn. 1 Nýja-bænum gamla réðu bræðurnir tveir og ég vist með þeim yfir vistarveru fyrir einn ungan hest, sem þeir áttu saman. Sú hesthúsvist og hirðing, þegar vetur gekk i garð.er minnisstæð. Við höfðum hestinn inni i innra búri. Þar voru torfveggir og moldargólf, en leiðin fyrir hestinn og okkur út og inn var um bæjardyrnar og bæjargöngin og i gegnum fremra búriö alþiljað og með timburgólfi, mjög vænt og vistlegt búr, og er það enn þann dag i dag, i bænum auðum og fornum, ef rétt er metið. Vel var um hestinn hugsað, áreiðan- lega öllu betur heldur en nú tiðkast við mikinn hrossabúskap i Skagafirði. — Æskan okkar þriggja var ör- nefnabundin við margt á Hólum,og nú mun vart vera marga að hitta,sem vita jafnmikið um þá hluti eins og Einar Reynis, áttræður, en ég vil að sjálf- sögðu reyna að vera á hælum hans um þá hluti. Þvi miður er margt vanrækt og töluvert niðurnitt á staðnum, þótt það sé lifandi i huga okkar, læt nægja að nefna Prenthól og Gvendarbrunn. Og gott er að muna leikvöllinn háa, Prestsætið helga — ogTnylluna á bak við það. Arin liðu fljótt, Björn langt á undan og þvi litill leikfélagi i æskuminning- um okkar hinna, enda mikið fjarver- andi i fjarl. skólum. Orðinn læknir 1912. Hólmjárn varð búfræðingur á Hólum 1909 og kandidat i Kaupmanna- höfn 1914. Við Einar urðum svo mest samferða þótt hann sneri alltaf á mig með aldurinn. Hann búfræðingur á Hólum 1912, ég 1913. En unga drengi sömu ættar bar að garði á Hólum, sem rétt er að minnast á, þótt Einar sé þá afskrifaður af barnæskuslóðinni, sem mig gleður að rekja. Móðir Einars, Hólmfriður, kona Jósefs, Björnsdóttir, frá Asgeirs- brekku, andaðist 1894 frá manni og börnum. bræðrunum þremur og tveimur systrum þeirra. Það varð skarð fyrir skildi á Hólum, en ný æska kom senn til skjalanna. Jósef skóla- stjóri giftist á ný.þegar Einar er 6 ára og æskuástandið eins og ég hefi drepið á. Nýja skólastjórafrúin á Hólum, sem ég minnist svo vel.var Hildur Björnsdóttir hálfsystir Hólmfriðar heitinnar, sem ég sá aldrei. Það komu nýir bræður og nýjar systur, skóla- stjórabörn á Hóium. Þrir nýir bræður, þótt ég minnist þeirra litið sem leik- bræðra Einars og min. Tveir af þeim náðu aldrei fullum starfsaldri, en sá yngsti fæddist eigi fyrri en 1915. Það er spotti á milli leikára hans og leik- ára Einars. Það er Haukur Jósefsson kunnur starfsmaður hjá S.l.S. Búnir að ljúka náminu á Hólum og heimsstyrjöldin skollin á. Við Einar hver á sinni leið, en mætumst samt á eftirminnilegan hátt. Vorið 1915 vildi ég komast heim frá Noregi, eftir tvo vetur þar og eitt sumar — fyrsta styrjaldarsumarið — i Þýzkalandi. Ég fór norður Jaöar og frá Stafangri út á Rennisöy, heim á rikisbúið Hodne, fjárræktarbú, sem margir kannast við. Þar mætti ég Ein- ari Jósefssyni, — Einari Reynis. Fagnaðarfundur og fáeinna daga dvöl. Hér var Einar aðalf jármaður við tilraunabúskap, mikið verk og vanda- samt. Ég varð kunnugur á Hodne og er enn kunnugur mönnum af þeirri ætt, sem þá fór með stjórn á búinu. A Hodne hafa fleiri tslendingar verið fjármenn bæði fyrr og siðar. Þar var Jón á Laxamýri i eina tið, og þar var Bjarni Kolbeinsson á Stóru-Mástungu. Fróðlegt er lika að minnast þess sagn- fræðiatriðis.að i eina tið var hið verð- mæta góðbýli Hodne eign efnaðrar frúar norður i Eyjafiröi, Margrétar Vigfúsdóttur á Möðruvöllum. Senni- lega ættareign i nokkra liði. — Ég hélt áfram heimleiöis frá Hodne krókaleiðog með bið i Björgvirií Einar lauk sinum miklu vor og sumar- störfum á Hodne og hélt svo til Skot- lands að stunda fróðlegan búskap þar i landi. Komst svo heim ári siðar. Alit var þetta enginn leikur þá, á striðsár- unum, það þrengdi að um ýmislegt, einnig i Noregi. Leiðir okkar Einars skildu. Hann steig það merkis spor að verða einn af fyrstu nemendum Sam- vinnuskólans 1918-1919, en ég vann aft- ur i Noregi. — í janúar 1922 fórum við Valtýr Stefánsson, þáverandi ráðunautur B.I., fyrirlestrarferð til Norðurlands. Atrennan hófst á Akureyri 9. janúar, sem „Bændanámskeið” á vegum Ræktunarfélags Noröurlands. Gott i efni, Einar Reynis framkvæmdastjóri tilraunafélagsins. Hann stjórnaði hinu mjög vel sótta „Námskeiði” og hélt fyrirlestra i samdrætti með okkur Valtý. Nú endurtókst samvist okkar Einars, við gestrisni frá hans hendi, sem tilraunastjóra. Minnisstætt nám- skeið. En brátt bar annað og meira til. Hinn 23. april 1922 gifti Einar Reynis sig. Konan Arnþrúður Gunnlaugsdótt- ir frá Skógum i Axarfirði. Þá hófst hjónaband.sem enn varir fullum fet- um. Arangurinn óbilaður og fullvel sýnilegur og mörgum kunnur, mest að nefna þrjár dætur og einn son, hinn kunna arkitekt Jósef Reynis. Það urðu breytingar á rekstri Rækt- unarfélags Norðurlands og manna- skipti þar á bæ. Um leið tók Einar sér nýja handfasta starfsgrein. Innan skamms fullgildur pipulagningamað- ur og senn búsettur á Húsavik. Óneit- anlega merk starfsgrein.þegar þess er minnzt.hve slikt greip vel til margra heimila út um sveitirnar. A þriðja tug aldarinnar voru umbætur á þessu sviði: vatnslagnir og miðstöðvarþæg- indi sannarlega nýjungar og stórbætur mjög viða. Árið 1957 var allmikið erfiði og starfssókn lagt að nokkru leyti á hilluna. Heimili og starf i Reykjavik tók við. Úr þvi lengst af hjá fyrirtæk- inu Elding Trading Company h.f., sem flestir Reykvikingar kannast við. Þá lágu leiðir okkar Einars nokkuð sam- an á ný, þó alltaf sé sami aldursmun- urinn! Hann létti sér nokkuð róðurinn, en starfaði samt fullum fetum töluvert fram á áttunda áratuginn. Yfir all- margt og mikið að lita siðan fyrsti heyskapurinn var stundaður á Hólum og hrosseldið i innra búrinu. Hólar og Jósefs uppruninn lýsir á 80 ára göt- unni. Minnisvarða Jósefs J. Björnsson ar skólastjóra á Hólum 1882-1888 og 1896-1902, þar að auki fyrsti kennari 1902-1934, ennfremur þingmaður Skag- firðinga 1918-1926 o.s.frv., — hafa af- komendur hans reist á Hólum. Minnis- varðinn stendur þar sem biskupsbær- inn stóð um aldir og prófastsbærinn, sem bændaskólinn hófst i og var hald- inn i fram á fæðingarár Einars fyrir 80 árum. Auðvitað er það leikur einn hjá Ein- ari einnig að minnast Ásgeirsbrekk- unnar á sérstakan hátt, þar sem hann dvaldi allra fyrstu ár ævi sinnar. Þar var lika móðir hans Hólmfriður Björnsdóttir upprunnin. Þar bjó faðir hennar Björn Pálmason 1860-1892, unz Jósef og Hólmfriður tóku við. Þar bjuggu þau til 1896,og þar fæddist Ein- ar. Við næsta bæ við Ásgeirsbrekku, Vatnsleysu, voru Jósef J. Björnss. og synirhans allmikið knýttir. Þar stund- aði Jósef búskap samhliða kennslu á Hólum 1902-1921 og aftur án kennslu á Hólum 1934-1940. Ef til vill hefir eng- inn af bræðrunum átt þar fleiri starfs- daga en Einar Reynis — Jósefsson. Þess á ég auðvelt með að minnast. Sum árin lá leið min alloft þar um garði. Um Vatnsleysu er þvi við að bæta.að þar bjó ein af systrum Einars og mað- ur hennar, bóndabúskap árin 1936- 1942. Ég þakka Einari Reynis fyrir allt, sem ég man af 80 árunum, mest „heima á Hólum”, en einnig allmikið annars staðar. Arni G. Eylands. islendingaþættir 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.