Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Qupperneq 13

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Qupperneq 13
Ólöf Elíasdóttir þar af margir, sem aldrei hafa i Mývatnssveit komið, eða aðeins staldrað þar við um stundarbil sem ferðamenn. Fyrir okkur hina, sem betur þekkjum til, var Pétur nánast orðinn dráttur í svipmóti hinnar fögru og nafnkenndu sveitar, næstum jafn sjálfsagður og vatnið og fjallahring- urinn. Ég ætla mér ekki að rita æviþátt Péturs, til þess voru kynni min af honum of takmörkuð. Þau urðu helzt nú nokkur siðustu ár, þar sem atvik höguðu þvi svo, að ég stundaði sumar- atvinnu i næsta nágrenni hans, þar sem mikil umsvif og athafnir hafa verið um nokkurn tima. Þá þurfti ég að sjálfsögðu þjónustu að sækja til Péturs, sem simstjóra og póstaf- greiðslumanns. Fyrirgr.eiðsla af hans hendi var öll veitt með þeim brag röskleika og atorku, sem var eitt ein- kenni Péturs, er hann gekk að starfi. Og svo vildi til, að rúmum sólarhring fyrir lát Péturs hringdi ég i Reynihlið að bera fram beiðni um simtal i aðra sveit. Pétur svaraði mér sjálfur, og á raddblænum einum mátti greina þær undirtektir, að allt skyldi gert til þess, að ósk mín yrði sem skjótast uppfyllt. Þess vegna brá mér meira en litjð i brún, þegar ég heyrði andlátsfregn hans i útvarpi að kvöldi næsta dags. Samræður okkar Péturs urðu ekki ýkja miklar og langar. Helzt áttum við tal saman, er ég beið eftir simtali i stöðvarherberginu i Reynihlið. Og eitt sinn fyrir skömmu leitaði ég til hans að afla mér i ákveðnum tilgangi fræðslu um það landsvæði, sem hann þekkti flestum eða öllum mönnum betur, öræfin austan Mývatnssveitar. Ég man ekki nákvæmlega lengur, hvenær það var, en einhverntima á seinni árum beindi Pétur þeim orðum til min, að sér þætti ekki verra að eiga tal við mig en aðra menn. Þessi um- mæli urðu mér bæði nokkurt undrunarefni og glöddu mig. Mér fannst þetta næsta óvæntur álitsauki og traust sýnt mér, nærri helmingi yngri manni og aðkomnum i héraðið. Ef til vill hefur Pétur fundið, að mikill og einlægur áhugi hans á hvers kyns fróðleik, sögulegum og þjóðlegum, ætti sér nokkurn hljómgrunn, þar sem ég var. En nú miðlar Pétur ekki lengur, hvorki mér né öðrum,af fróðleikssjóði langrar ævi, rikrar af reynslu og störfum. Sem yngri maður og óreynd- ari, finnst mér ég eiga Pétri þakkar- skuld að gjalda og reyni að innan hana af hendi með þessum fátæklegu linum, um leið og ég votta fjölskyldu hans og ættingjum samúð og hluttekningu. G.G. Fædd 16. október 1894. I)áin 1. október 1972. ,,En hvað þetta er elskuleg mynd”, sagði kona, sem sá hjá mér þessa mynd af henni ölöfu á Fellsöxl. Og svona munum við hana bezt. Svona sat hún oft á rúminu sinu, þegar ég kom inn til hennar, og prjónaði þessa yndis- legu þelbandsvettlinga með allavega rósabekkjum. Við hlið hennar stendur rokkurinn, með hárfint hand á snældunni, og hin- um megin kemburnar, i fallegustu sauðalitum, hnökralausar og gegn sæjar. Hún ýtir rokknum varlega til hliðar og opnar skúffu, þar sem nýj- ustu vettlingarnir biða væntanlegs eiganda. En Ólöf talar ekki um vettlingana sina sem söluvarning. Aurarnir eru næstum þvi aukaatriði. En hún man það vel, ef einhver segir eitthvað fallegt um vettlingana hennar og ber gott skyn á ull og tóvinnu. En ánægðust er.hún, þegar hún hefur hitt á reglulega fallega litasamsetningu. Hún vissi það, að ég geymdi eins og dýrgrip vettlinga, sem hún gaf mér fyrir löngu. Og einu sinni, þegar ég kom, stakk hún að mér rósavettling- um, sem hún sagði, að væru bara ómerkilegir garnvettlingar og rétt i slarkið. fslenzka ullin og sauðalitirnir voru það eina, sem henni þótti hæfa tó- vinnu. Það kemur fyrir i ævintýrum, að dauðir hlutir segja sögu sina. Liklega er ekkert verkfæri eins nákomið eig- anda sinum og rokkur spunakonunnar. Hann hefur oft orðið skáldum að yrkis- efni. t kvæði Jóns Thoroddsens gneist- ar gleði spunakonunnar i fingurgóm- um hennar, sem leika um þráðinn, en rokkurinn tekur undir og skilur allt. Halldór á Asbjarnarstöðum orti um gömlu konuna, sem er ,,að tygja sig burt”. Henni er ekkert að vanbúnaði. En rokkurinn við rúmstokkinn hennar er orðinn að tákni um þráðinn þann, sem alltaf verður viðkvæmt að slita. Það má ekki hreyfa rokkinn. Þá er eins og eitthvað sé að slitna. Einhvers missa þeir, sem fæddir eru á öld færibandsins, og verða hluti úr vél, i stað þess að gæða verkfæri sitt lifi. Það er ekki undarlegt, að verkfæri iðjumannsins geti öðlazt mál i ævin- týri. Og nú tala þeir við mig i yfirgefnu herberginu hennar ólafar; kambarn- ir, prjónarnir og rokkurinn, sem tók þátt i gleði hennar og raunum. Og þó meir af gleði, þrátt fyrir langvarandi heilsubrest. Ólöf eignaðist aldrei börn. En góð kona er aldrei barnlaus. Hún tók tryggð við börnin á Stóru-Fellsöxl. Og hún ljómaði af ánægju yfir myndum, sem bárust i bréfum, af litlum barna- börnum. Fólkið á Fellsöxl var hennar fólk. Og hjá Þórhildi og Magnúsi naut hún þeirrar umhyggju, sem hún þarfn- aðist svo mjög. Enda óskaði hún þess oft innilega, að engar þær breytingar yrðu á heimilinu, sem gætu orsakað það, að hún yrði að flytjast þaðan. Löngum varð hún þó að dveljast, um stundarsakir, á sjúkrahúsinu á Akra- nesi. Hún var þakklát læknum sinum og þvi fólki, sem annaðist hana. Og þar lézt hún, eftir langa legu, á þessu hausti. Siðast, þegar ég hitti hana með fullri rænu, var hún með allan hugann á Fellsöxl og trúði á afturbata. Ólöf Eliasdóttir varð 78 ára gömul. Hún missti mann sinn, Jón Simonar- son, bróður Magnúsar á Fellsöxl, fyrir 20 árum og dvaldi siðan hjá venzlafólki sinu. Vinnugleði hennar, hagar hendur og glaðlegt viðmót, þrátt fyrir erfiðan og ólæknandi sjúkdóm, skildi eftir mynd, sem okkur er kært að muna. Oddný Guðmundsdóttir. islendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.