Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Síða 19
75 ára
Bj arni O. Frímannsson
Hugleiðing um góða sveitunga og vini, hjónin á Efri-Mýrum, frú Ragnhildi
Þörarinsdóttur og Bjarna Ó. Frimannsson, oddvita Engilhliðarhrepps, sem
varð 75 ára 12. marz 1972.
Ég kom ekki til þess að kveðja ykkur hjón,
kært er mér hingað að reisa.
Þyrfti ég einhvern að biðja um bón
þið bezt munduð vanda minn leysa.
Ég lengi þess minnist frá liðinni tið
og lifi upp i huganum aftur,
sú minning er ennþá svo brosandi blið
eins og blóminu gróandans kraftur.
Hann ólst upp i dalnum að sveitabarns sið,
var sjálfkjörinn snemma til alls konar starfa.
Það var ekki að undra, þótt vendist hann við
viðsýni I huga og metnað til þarfa.
Foreldrar hans voru fyrirmynd sönn
frábært það þótti um sveitina alla,
þau hikuðu ekki i hugsun né önn,
háttprýði þeirra var einstök að kalla.
Þig ungmennin völdu til foringja fljótt
fundu þig hæfastan vera,
Þá var af kapþi en sanngirni sótt,
svo hlauzt þú af öðrum að bera.
Þú stóðst af þér lögin, sem markvissir menn
margsinnis ákveðnir beindu.
Þeir komu ekki bragði á oddvitann enn,
eins og þeir þrásinnis reyndu.
Það var átak að byggja upp býli þau ár
af bónda með litil efni.
Hafa ekki annað en kerru og klár,
svo kannski það helzta ég nefni.
Byggja frá grunni allt býlinu á,
sem búendum verður til þarfa.
Þurrka upp, rækta, slétta og slá,
af slfku er mikið að starfa.
Allt, sem þú gjörðir, var göfugt og rétt,
gjörhugsað áður en starfiö var hafið.
A menningarsviðinu meitlað svo nett,
met áttu hvar sem á skjöld þinn er grafiö.
Það hlýtur að hafa á mund þinni mætt
meira en litið þvi öllu að sinna,
og alls ekki sizt, þegar að þvi er gætt
hvað umhyggju þina er viða að finna.
Þú hefur staðið i stanzlausri önn
störfin þig löngum á vigvöllinn kallað.
Það vita allir hvað sókn þin var sönn
og sannfæring aldrei frá réttlæti hallað.
Þó fengirðu nokkurri mótspyrnu mætt
máttir þú ávallt við sigur þinn una.
Við sjáum bezt, þegar striðinu er hætt
og stórvirkjum náð, hversu litlu má muna
Ragnhildar hlutur við störfin er stór,
hún stendur við hlið þér með prýði.
Allt vildi hún bæta, sem aflaga fór
aldrei af hólminum flýði.
Þær munu færri.sem finnast i dag
eins og frúin á Efri-Mýrum,
svo ber hún fullkominn fornkvenna brag
i fasi og áformum skirum.
Nú þegar liður á efri ár,
ógleymdu dagsverki er lokið.
Vorgolan gælir við gránuð hár,
með gætni um vanga er strokið.
Þið litið nú aftur um liðna tið
svo langt inn á veginn til baka,
ég veit að sú minningin brosmild og blið
mun björtust i sál ykkar vaka.
Með beztu kveðju og þökk fyrir allt gott,
Georg Agnarsson.
Kjartan Jóhannesson
Kóræfing i litlu þorpi.
Nokkrir beitingamenn og flakarar
eru samankomnir ásamt konunum,
sem búnar eru að vinna langan dag i
frystihúsinu, hafa gefið fólkinu sinu
islendingaþættir
kvöldmatinn og siðan flýtt sér á söng-
æfinguna. Þetta er að áðliðandi jólum;
skammdegið leggst að fólki, þreytan
lika og óblitt veðurfar,og það gengur á
ýmsu með samæfinguna.
Loks er tekið til við annað lag, og
það er sungið ótrúlega léttilega og
samstillt. Hvað ber til? Jú, hann
Kjartan æfði þetta með okkur. Og ann-
an blæ ber yfir hópinn. Menn fara að
rifja upp ýmis skemmtileg atvik frá
þeirri heimsókn — og það er sungið
meir af „Kjartanslögunum”. Og þá
gerist það, að hin skáldlegu orð um
19