Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 3
þá ekki af sér dregið að sækja fram til meiri hagsældar. Guðjón á Tunguhálsi var góður bóndi, hirti vel um búpening og vann að kynbótum búfjár. Það kom honum að gagni þvi að hann fóðraði búpening sinn mjög vel og fékk góðar afurðir af búi sinu. Hann var skyggn á það, er til framfara og umbóta horfði, án þess að kasta fyrir róða þvf bezta, sem gamli timinn átti i fórum sinum. Guðjón var mikill starfsmaður, sem sjaldan féll verk úr hendi. Það var eins og hann hefði jafnan i huga hið gamla spak- mæli séra Björns i Sauðlauksdal: „Ævitiminn eyðist, unnið skyldi langt um meir”. Búsæld hans byggðist á þrotlausu starfi og hagsýni, og ekki lét Valborg húsfreyja sinn hlut eftir liggja, eða börn þeirra, er þau uxu úr grasi. — Til að fara fljótt yfir sögu er þar skemmst frá að segja, að Guðjón var orðinn einn af efnuðustu bændum sinnar sveitar, er hann lét af búskap eftir 36 ár. Guðjón á Tunguhálsi átti sæti i hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps um 14 ára skeið, frá 1944—1958. Oddviti hreppsnefndar var hann þrjú kjör- timabil, frá 1946—1958. Það fór saman, þegar hann tók við oddvitastarfi, að byrjað var á byggingu heimavistar- barnaskóla. Gerði það oddvitastarfið mun umfangsmeira og erfiðara en það hafði áður verið. Bygging skólans var mikið átak, og að fleiri framfaramál- um var unnið i hans oddvitatið. Oddvitastarfið rækti Guðjón af trúnaði og hyggindum sem önnur störf, er honum voru á hendur falin. Að sjálfsögðu slapp hann þar ekki við gagnrýni, þvi að oddvitar hér i hreppi, fyrr og siðar, hafa jafnan verið um- deildir og störf þeirra misjafnt metin á þeim tima, er þau voru unnin, og er það i samræmi við „anda byggðar- lagsins”. En öldurnar hefur lægt, þeg- ar horft var úr hæfilegri fjarlægð. Eins og fyrr segir, lét Guðjón af odd- vitastörfum árið 1958 gaf ekki kost á sér lengur. Þá tók við af honum Björn Egilsson, bóndi á Sveinsstöðum. Þeg- ar hann hafði verið oddviti i um það bil eitt ár, var haldinn hreppsfundur. í upphafi fundarins flutti Björn ræðu og þakkaði fyrrverandi oddvita og þeim öðrum, sem þá létu af störfum i sveitarstjórn. Um störf Guðjóns á Tunguhálsi hafði hann þetta að segja, meðal annars: „Á þeim tima, sem lið- inn er siðan Guðjón tók við oddvita- starfi 1946, hafa orðið miklar framfar- ir og mikil umbótastörf verið unnin hér i sveit. Við skólabygginguna og aðrar framkvæmdir sveitafélagsins hefur oddvitinn verið framkvæmda- stjóri og forystumaður og gegnt þvi hlutverki prýðilega”. Ennfremur sagði Björn um störf Guðjóns: „011 skjöl voru glögg og greinilega færð og , báru vott um mikla reglusemi. Svo var annað, sem ég varð fljótt var við, en það var að lánstraust sveitarfélagsins stóð föstum fótum, en það er ekkert aukaatriði fyrir sveitarfélög, sem þurfa að taka mörg lán og stór. Þetta lánstraust hefur Guðjón á Tunguhálsi byggt upp með skilvisi og reglusemi”. Enn skal það nefnt, að Guðjón var lengi i skattanefnd hér i hreppi, einnig lengi umboðsmaður Brunabótafélags Islands, og fleiri trúnaðarstörf voru honum falin, þótt hér verði ekki nefnd. Guðjón Jónsson var greindur vel, hófsamur og reglusamur, snyrtimað- ur i öllum störfum: hygginn og hag- sýnn.vel að sér i reikningi,hafði gott vit á fjármálum og var fjárgæzlumaður: rithöndin var góð, og var á orði haft, hve öll skjöl og skilriki, sem hann lét frá sér fara við opinber störf, væru smekklega færð, skýr og greinileg. Hann var alvörumaður og prúður i dagfari, fálátur við fyrstu kynni, en gestrisinn og góður heim að sækja, og var þá glaður og reifur, Hann kunni vel að meta létta kimni og beitti henni stundum. Raungóður og hjálpfús ef ó- vænta erfiðleika bar að höndum um- hyggjusamur heimilisfaðir og heima kær, og má þvi ætla, að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta búskap og flytjast frá Tunguhálsi. Þvi mun mest hafa valdið, að hann vildi að synir hans tækju þar við búsforráðum. Fyrir einni öld var jörðin Tunguháls ekki eftirsótt til búskapar. Nú eru rek- in þar tvö stórbú og byggingar og ræktun sem þörf er á og annars staðar gerist. Umbótastarfið þar hefur verið unnið af þrem kynslóðum: Sveini Stefánssyni, Guðjóni Jónssyni og nú siðast af sonum hans. Guðjón hafð lengst af notið þeirrar gæfu að vera heilsugóður, en laust fyr- ir siðustu áramót fór hann að kenna þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hann að velli. Snemma á þessu ári fór hann til Reykjavikur og gekk þar undir læknisaðgerð, er færustu sérfræðing- ar framkvæmdu, en sjúkdómurinn var þess eðlis, að varanlegur bati fékkst ekki. Eftir þá ferð dvaldist Guðjón heima um sinn, en þar undi hann ávallt bezt. Þegar hinn banvæni sjúk- dómur færist i aukana, var hann flutt- ur i Héraðssjúkrahúsið á Sauðárkróki. Þar lá hann siðustu vikurnar við frá- bæra umönnun lækna og hjúkrunar- liðs, sem þeir einir þekkja, er hennar hafa notið, og þar andaðist hann 31. júli. Koma mér nú enn i hug hinar fornu ljóðlinur séra Hallgrims, sem verða nýjar i hvert sinn, er hinn slyngi sláttumaður bregður ljánum: Allrar veraldar vegur vikur að sama punkt. — útförin fór fram frá Sauðárkróks- kirkju 5. ágúst s.l. að viðstöddu fjöl- menni. Nú vil ég, þó seint sé, þakka Guðjóni á Tunguhálsi hlýhug og velvild, er hann ávallt sýndi mér og minu fólki, og ég sendi frú Valborgu, börnum hennar, tengdabörnum og vanda- mönnum öllum innilegar samúðar- kveðjur. Sigurður Egilsson frá Sveinsstöðum MINNING Þorbjörg Agústína Eggertsdóttir F. 30/8 1894. D. 5/11 1972. Guð er oss hæli og styrkur örugg hjálp i nauðum. ÞORBJÖRG Agústina Eggertsdóttir fæddist að Hafursstöðum i Kolbeins- staðahreppi, dóttir hjónanna Rósu Helgadóttur og Eggerts Benjamins- sonar. Hún eignaðist eina dóttur barna, Guðnýju, sem varð hennar augasteinn og ánægja, en einnig stoð hennar siðari æviárin. Barnabörnin urðu sjö og eru þau öll uppkomin. 1 barnslegu trausti til hans föðurlegu forsjár þökkum við guði, hve mikið hann gaf okkur i þér, elsku amma. Hjá þér fundum við allt hið fagra og góða, hjá þér lærðum við að meta og virða lifið. Elsku amma, við þökkum þér alla þá ást og umönnun, sem þú sýndir okkur, barnabörnum þinum, Þú, sem kenndir okkur að lesa, vinna og elska guð og leita til hans i bæn, þegar ýms- ar spurningar og vandamál leituðu á óharðnaðar barnssálir. Litlu barnabarnabörnin, sem þú varst siprjónandi á og gefandi, segjandi sögur og áttir alltaf eitthvað til i töskunni, sem gladdi þau, koma til með að minnast þin sem elskandi og huggandi langömmu. Eins og fyrstu él vetrarins munu nú breiða sina hvitu blæju yfir leiði þitt og sólargeislar vetrarins signa það, eins mun og ljóssins faðir breiða faðm sinn móti þér og leiða þig um vfðlend veldi eilifðarinnar. Þetta er okkar sam- eiginlega bæn og þökk til þin elsku góða amma. Hugljúf minning um þig mun lifa i hjörtum okkar. Guð blessi Barnabörnin. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.