Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Side 21
Sjötug:
Sigrún Helgadóttir
Frú Sigrún Helgadóttir, Drápuhlið 7
i Reykjavik átti sjötugsafmæli 20. des-
ember s.l.
Hún fæddist á Múlakoti á Siðu, og
voru foreldrar hennar Helgi smiður
Magnússon á Fossi og kona hans Gyð-
riður Sigurðard.. Eftir lát föður sins
fluttist Sigrún með móður sinni áriö
1906 að Kirkjubæjarklaustri og dvaldi
þar i mörg ár hjá móðursystur sinni
Elinu og manni hennar Lárusi Helga-
syni.
Sigrún gekk á Kvennaskólann i
Reykjavik. Siðar gerðist hún, ásamt
Guðrúnu Sigurðardóttur, ráðskona á
Mensa Academica, sem var mötuneyti
háskólastúdenta og fleiri. Þar kynntist
hún manni sinum Hjálmari frænda
minum Vilhjálmssyni 'Er hann hafði
lokið háskólanámi fluttu þau austur á
Seyðisfjörð seint á árinú 1929 og giftust
i aprilmánuði Alþingisárið 1930. bað
var mikill haminjudagur i lifi þeirra
beggja, enda hafa þau verið samhent
og sambúð þeirra alla tið mjög ham-
ingjurik. Hefir þar aldrei borið skugga
á.
Frá 1. júní 1930, varð Hjálmar
bæjarstjóri á Seyðisfirði og stofnuðu
þau fyrst heimili i nokkra mánuði i
Gamla pósthúsinu. Þá festu þau kaup
á húseigninni Vesturvegi 8 og þar var
heimili þeirra yfir 20 ár.
Vorið 1936 var Hjálmar skipaður
sýslumaður i Rangárvallasýslu og
fluttust þau búferlum að Gunnarsholti,
sem þá var sýslumannssetur.
runnið úr Skriðdal og mannanna verk
með nýjum svip. Gömlu bæirnir eru
horfnir i mynd þessara tima og tún-
kraginn gróinn út i víðar sléttur Árnar
dvelja eigi framar nauðsyn ferða-
mannsins né hefta félagsleg sam-
skipti, — þess er jafnvel stundum
óskað að vatnsflaumurinn væri enn
meiri, þvi að nú knýr hann Grimsár-
virkjun i mynni Skriðdals, og veitir
einnig þar ljós og orku. En undur-
samlegasta birtan og það afl, er mestu
varðar, er hin lýsandi sál góðhugans
og hið blessandi hjartalag þeirra, sem
lifa jarðnesku æfina til göfgandi
þroska eins og Sigriður á Þorvalds-
stöðum.
Agúst Sigurðsson
frá Möðruvöllum.
Fyrir rúmlega árs veru þar var
Hjálmar skipaður sýslumaður i
Norður Múlasýslu og bæjarfógeti á
Seyðisfirði. Fluttu þau þvi aftur austur
og settust að i húsi sinu þar eystra. bar
voru einnig sýsluskrifstofurnar um
árabil.
Arið 1953 varð Hjálmar ráðuneytis-
stjóri i Félagsmálaráðuneytinu og
fluttu þau þá ti) Reykjavlkur og hafa
búið i Drápuhliö 7 fram á þennan dag.
Sigrún bjó þeim myndarlegt menn-
ingarheimili frá fyrsta degi. Allt ber
vott um myndarskap og hagleik hús-
móðurinnar, dæmafáan dugnað og
reisn.
Þau Sigrún og Hjálmar tóku til sin
foreldra Hjálmars, afa minn og
ömmu, Vilhjálm á Hánefsstöðum og
Björgu. Ennfremur Gyðriði móður
Sigrúnar. Einnig Hólmfriði afasystur
mina. Allt þetta fólk átti fagurt og
ánægjulegt ævikvöld á þessu einstæða
heimili. Fleiri hafa dvalið þar um
lengri eða skemmri tima.
Þá hafa þau hjónin eignazt fjögur
börn. Björgu búsetta i Reykjavik,
arkitektana Helga og Vilhjálm, sem
þegar eru þjóðkunnir fyrir verk sin og
Lárus, sem er yngstur.
Alla tið hefur verið ákaflega mikill
gestagangur á heimili þeirra. Varla
leið sá dagur eystra, að ekki væru
fleiri eða færri gestir og mjög oft
næturgestir. Allir voru æfinlega vel-
komnir og dvöldu þar við mikla rausn.
— Húsmóðirin var alltaf boðin og búin
að sinna gestum og sparaði hvorki
tima né fyrirhöfn. Oft hefur mdr verið
hugsaö til þess, hve vinnudagur
hennar hlýtur að hafa verið langur og
strangur.
t Gunnarsholti voru mikil umsvif.
Auk fjölda heimilisfólks voru 9 menn
frá Sandgræðslunni, sem þurfti að
þjóna. Þá höfðu þau talsvert bú á
þeirra tima mælikvarða, a.m.k. 12
mjólkandi kýr o.fl.
Margir áttu erindi við sýslumann.
Þar voru haldnir sýslufundir og margt
fleira mætti nefna. Allt þetta varð til-
efni mikilla starfa og gestakomu.
öllum voru boðnar veitingar og auð-
vitað mæddi mest á sýslumanns-
frúnni.
Á Seyðisfirði höfðu sýslumanns-
hjónin einnig litið landbú. Gekk Sigrún
að öllum verkum eftir þvi sem þurfa
þótti af þeim dugnaði og atorku, sem
einkennt hefur allt hennar lif.
bau eru (jteljandi störfin, sem hún
hefur unnið, en hún er hlédræg og
lætur ekki á sér bera. Ég nefni sem
dæmi störf hennar i þágu vangefinna.
Veit ég að eftir þeim hefur verið tekið
svo ekki sé meira sagt.
Ég hef meira og minna verið heima-
gangur hjá þeim Sigrúnu og Hjálmari
alla tið, nema i Gunnarsholti. Það eru
þvi óteljandi ánægjulegar minningar,
sem sækja á hugann. Já það er margur
góður bitinn, sem ég hef þegið á þvi
heimili. Undir þetta geta fjölmargir
tekið. Ég tel það lán fyrir mig og
raunar alla, sem hafa kynnzt Sigrúnu
Helgadóttur. Hún er mjög góð kona og
vill i engu vamm sitt vita, höfðingi i
lund, vinmörg og virt. Veit ég að
gæzka hennar og fórnfýsi er endur-
goldin i elsku þeirra fjölmörgu, sem
notið hafa vináttu hennar og verka.
Ég lýk þessum afmælislinum með
þökkum og afmælisóskum til Sigrúnar
frá mér og minu fólki.
Vona ég að guð og gæfa fylgi henni,
heimili hennar og fjölskyldu.
Tóinas Árnason.
islendingaþættir
21