Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 15
ÁRNI JÓNSSON
frá Víðimel
Þann 10. okt. hneig hann i valinn.
Löngu og erfiðu sjúkdómsstriði lauk.
Slik raun er hverjum manni þungt böl
—ekki sizt þeim, er fundið hefur ævina
alla lifsgleði og lifshamingju búa með
sér.
Sál Arna hefur vafalaust átt erfitt
með að sætta sig við að búa i hrörnuð-
um likama og máttförnum, innan
þröngra veggja sjúkrastofunnar. Þess
vegna voru lok dagsins og koma hinztu
nætur honum góð gjöf. Þess vegna
varð söknuðurinn ekki eins sár, er sú
nótt bar hann móti nýjum og björtum
degi. En minningarnar um dagana
hans Árna frænda — bjartar og hlýjar
— eins og hann var sjálfur — þær lifa
—-ekki aðeins með venzlafólki og vin-
um — heldur öllum þeim, er af honum
höfðu nokkur kynni.
Arni Jónsson var á ýmsan hátt sér-
stæður og eftirminnilegur persónu-
leiki. Ekki var hann þó fyrirferðar-
meiri á lifssviðinu en aðrir menn. Ekki
safnaði hann veraldlegum auði. Hann
var blessunarlega laus við að olnboga
sig áfram, og virtist á stundum eiga
erfitt með að festa huga og hönd við
ákveðin viðfangsefni. Hann hafði oft
býsna margt til hinna margbreytilegu
mála að leggja — svo margt.að manni
virtistá stundum að skýjaborgir fædd-
ust. En hann var ekki maður til að
fylgja frumlegum hugmyndum sinum
eftir og framkvæma þær.
Stundum er sagt.að Islendingar séu
kaldir og harðir, eins og landið, sem
elur þá og fóstrar. Ekki veit ég það.
Arni var það ekki. Hann var vinsæll
maður og greiðvikinn svo af bar. Hann
lét sinar þarfir hiklaust sitja á haka, ef
hann átti þess kost að verða öðrum að
liði. Glaðlyndi hans og græskulausri
gamansemi var við brugðið. Hann var
hreinlyndur og óhlutdeilinn og kaus
jafnan að horfa til þeirrar áttar.er sól-
in skein skærast. Um hann lék ævin-
lega birta og heiðrikja hugþekkrar
góðvildar.
En það, sem einkenndi Arna um-
fram aðra menn flesta og gerir hann
eftirminnilegan, voru meðfæddir tón-
listarhæfileikar. A sviði söngs og tón-
listar var hann einn af oddvitum þessa
héraðs. 1 30 ár vann hann að söngmál-
um okkar ýmist sem söngmaður eða
stjórnandi. Hann stjórnaði karlakór-
um, kvartettum, blönduðum kórum og
skólakórum. Ég hygg, að miöað við
aðstæður og þann efnivið, sem fyrir
hendi var hverju sinni, þá hafi Árni
jafnan náð góðum árangri i þessu
starfi sinu. Hann var fágaður og vand-
virkur söngstjóri, jafnvel nosturssam-
ur. Strangir gagnrýnendur hafa sagt,
að Arna hafi látið betur að stjórna ekki
ýkja stórum kór. Þeir hafa ennfremur
mælt, að söngkennsla, raddþjálfun —
fremur en stjórn — hafi látið honum
betur. Hvað sem þvi liður — þá var
hann einn þeirra fágætu manna, sem
að þessu leyti setja sterkan svip á
samtið sina, og hinum dreifðu byggð-
um reynist erfitt að fylla i skarð slikra,
er þeir falla. Hann var m.ö.o. einn
þeirra ómetanlegu manna, sem ætið
var boðinn að leggja hönd á plóg þessa
heilbrigða félagsmálastarfs,og hann
skildi mörgum betur,, að slik félags-
starfsemi og önnur hliðstæð i dreifbýli
þessa lands er ekki aðeins þáttur i
sjálfstæðisbaráttu hvers héraðs, held-
ur landsins alls.
Árni Jónsson var fæddur þann 21.
apríl 1913 að Vatni á Höfðaströnd. For-
eldrar hans voru hjónin Amalia Sig-
urðardóttir frá Viðivöllum i Blöndu-
hlið og fyrri maður hennar Jón Krist-
bergur Arnason frá Reykjum i Tungu-
sveit. Atta ára gamall flyzt Árni með
foreldrum sinum að Viðivöllum og elzt
þar upp fram um tvitugs aldur. í
marzmánuði árið 1926 andaðist Jón
Kristbergur, og stendur ekkjan uppi
með börnin sin fjögur á aldrinum 8-14
ára. Hún býr áfram á Viðivöllum
næstu árin við hlið bróður sins, Gisla
bónda þar, siðar hreppstjóra. En árið
1933 giftist hún i annað sinn.eftirlifandi
manni sinum Gunnari Valdemarssyni,
annáluðum dugnaðar og atorkumanni.
Þau hjón selja eignarjörð sina „Vatn”,
en kaupa i staðinn hið forna höföingja-
setur Viðimýri. Þangað flytjast með
móður sinni börn hennar Árni og
Hólmfriöur,siðar húsfrú á Úlfsstöðum.
Eldri dóttirin Sigrún flyzt að Flugu-
mýri, þá nýgift Ingimar Jónssyni
bónda þar, en yngri sonurinn Gisli
dvelst áfram á Viðivöllum hjá móður-
bróður sinum.
Árni naut ekki skólagöngu i æsku
annarrar en hinnar venjulegu barna-
fræðslu þess tima. En nokkra þjálfun
fékk hann i nótnalestri og orgelleik hjá
Páli Erlendssyni bónda á Þrasta-
stöðum, siðar söngstjóra i Siglufirði.
Um eða innan við tvitugsaldur
hleypir hann heimdraga. Hann fer á
vertiðir til Vestmannaeyja, en vinnur
hjá bændum á sumrum, einkum við
jarðabótavinnu m.a. með fyrstu hjóla-
dráttarvélinni, sem i Akrahrepp flyzt
á vegum Búnaðarfélags hreppsins.
Arni var lagvirkur véla-og viðgerðar-
maður og röskur til allra verka.
Skömmu eftir komu sina til Viðimýrar
tekur hann að sér mjólkur- og vöru-
flutninga úr tveimur hreppum. Þann
atvinnurekstur stundar hann um 10-15
ára skeið, fyrst i félagi við annan
mann, en siðar einn. Slikur atvinnu-
rekstur er oft erfiður og ekki ævinlega
þakkaður,sem skyldi,og fáir riða feit-
um hesti frá sliku starfi. Hygg ég,að
það muni hafa sannazt hjá Arna. Áriö
1942 verða þáttaskil I lifi Arna. Það ár
gengur hann að eiga úrvalskonuna
islendingaþættir
15