Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 10
Steiney Kristmundsdóttir Kveðja frá fjölskyldunni Hraunbæ 28. Steiney Kristmundsdóttir fædd: 5/4 1!)02 dáin: 17/!) 1!)72. Þú holdsins duft, sem lýtur myrkri mold, er máttur lifs og orka hjartans brestur. Þá dauðinn kallar, dimmir yfir fold og dagsins barn, er okkur horfinn gestur. Við skiljum ekki skapadóminn þann en skynjum kraftinn, sem á bak við liggur. Við leitum svars, sem enginn, enginn fann, og andartak er hugur mannsins hryggur. Þennan mann ég þekkti, já, það var hann sem kenndi mér að kanna málin frá minni og grannans hendi. Ætið djarfur, alltaf hreinn, öllum þarfur málum. Þess athvarf sem þjáðist einn. Þéttur ef svarf að stálum. Hann var sannur hvar sem fór! hataði þann er blekkti. Gull af manni. Gáfnasjór. Gæfu fann og þekkti. I)eyja lika miklir menn. — Muna að flika er skissa. Þjóð er rik ef á hún enn aðra slika að missa. g.hh. Hvi reynum við að ráða slika þraut, ef reikningunum verður samt að loka? Hvi nægir ekki að ganga beina braut og biða hinzta dags til vökuloka? Hvi leitar andi mannsins mest að þvi, sem mörgum reynist erfiðast að finna? Hvi byrgja sólu biksvört vetrarský? Hver biður þess, að hafa allt að vinna? Á kveðjustund er mannleg hugsun meyr, og einmitt þegar kosturinn var smæstur. Þú sýndir bæði þrek og mildi \ og mátt, i mótlætinu var þinn hlutur stærstur. Við þökkum fyrir þina traustu ást, er þrotinn liggur dags og starfsins óður. Við þökkum fyrir eitt, sem aldrei brást, við áttum góða og kærleiksrika móður. Já. tengdamóðir, minning þin er góð, þvi margs var notið — timinn græðir sárin. Þó fenni yfir farna ævislóð, við finnum þig og sjáum gegnum tárin. Og ömmu sina. kveðja barnabörn, með beztu þökkum fyrir liðna daga. A bernskuskeiði var hún þeirra vörn. það verður alltaf ný. hin gamla saga. Og það skal vera okkar leiðarsljós, er logsár tregi innst i hjarta sviður. Nú leggúr þú á djúpsins dimma ós, en dagrenningin fyrir handan biður. Elias Þórarinsson. Jón Jónsson fyrrum bóndi Gýgjarhóli 10 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.