Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 04.01.1973, Blaðsíða 4
Frú Anna og séra Tryggvi Kvaran á Mælifelli A allrasálnamessu jjiaust var hald in á Mælifelli i Skagaf. minningarhá- tiö prestshjónanna frú Onnu og sira Tryggva Kvarans. en hinn 31. mai sl. voru 80 ár iiðin frá fæðingu sira Tryggva. — Kirkjukór Mælifells- prestakalls söng 3 sálma eftir sira Tryggva og 1 sálm eftir Einar bróður hans. og svo sálm sira Matthiasar: ,.Ó. blessuð stund, er burtu þokan líð- ur". F'orsöngvari var organisti Mæli- fellskirkju. Björn Ólafsson bóndi á Krithóli. Sóknarpresturinn, sira Ágúst Sigurðsson frá Möðruvöllum, flutti prédikun allrasálnamessu og minn ingu frú Onnu og sira Tryggva. — Dætur þeirra. Hjördis Björg, sem gift er Finni Kristjánssyni kaupfélags- stjóra á Húsavik, og Jónina Guðrún, gift Ólafi Kristjánssyni skrifstofu- manni i Reykjavik. sendu hugheilar kveðjur að Mælifelli þennan dag, en þær áttu þess hvorug kost að vera við minningarguðsþjónustuna á sinum gamla og kæra heimastað. né heldur fóstursonur þeirra hjóna. Kristmund- ur Bjarnason fræðimaður á Sjávar- borg. Fer hérá eftir útdráttur úr ræðu sira Agústs: Frú Anna og sira Tryggvi Kvaran létust bæði á bezta starfsaldri. hann 5. ágúst 1940. 48 ára. en hún 7. nóvember 1944, 54 ára. Var að þeim mikil eftirsjá i heimasveit og héraði. en þau voru mikillar gerðar. gáfuð og góð. Eru þeir margir samferðarmenn jarðnesku ár- anna. er sakna þeirra enn. þótt langur timi sé liðinn og flest orðið breytt. Sira Tryggvi var fæddur á Undirfelli i Vatnsdal 31. mai 1892. Sira Hjörleifur faðir hans var son sira Einars i Valla- nesi á Völlum Hjörleifssonar. prests á Hjaltastað Þorsteinssonar. prests á Krossi i Landeyjum Stefánssonar. Kona sira Hjörleifs á Hjaltastað var Bergljót Pálsdóttir prests á Valþjófs stað, Magnússonar. Voru þau systra börn, en mæður þeirra dætur sira Hjörleifs á Valþjófsstað Þórðarsonar og miðkonu hans Bergljótar Jóns- dóttur prests að Hólmum. Guttorms sonar prests þar. Sigfússonar. Sira Hjörleifur Einarsson var prest- ur i Blöndudalshólum i Blöndudal 1860—70, siðan i Goðdölum i Vesturdal i sex ár. unz hann fluttist aö Undirfelli. 1884 lézt fyrri kona hans, Guðlaug Eyjólfsdóttir frá Gislastöðum á Völl- um. Elztur 5 barna þeirra var Einar rithöfundur. fæddur i Vallanesi 6. des. 1859. Með siðari konu sinni, Björgu Einarsdóttur frá Mælifellsá á Efri- byggð. átti sira Hjörleifur aðeins tvö. börn, Guðlaugu sem giftist Sigurði Kristinssyni forstj. SIS, og sira Tryggva. en er hann fæddist.hafði sira Hjörleifur einn um sextugt. Hann lézt 1910. nær áttræðu, en frú Björg 1946, hálf tiræö. Var hún á Mælifelli lengi, en hlaut að hverfa þaðan. er sira Tryggvi var allur. 1 minningarorðum um sira Tryggva i Kirkjuritinu getur herra Sigurgeir biskup þess, að frú Björg væri mikilhæf kona og virt. Sira Tryggvi var unglingur. er hann missti föður sinn. Hélt hann eigi að siður áfram námi og lauk stúdents- prófi 1913. Var hann ekki full ráðinn hvort gerast ætti prestur. þvi hann nam fyrst læknisfræði um sinn. en i febrúar 1918 lauk hann kandidatsprófi i guðfræði. Sótti hann um Odda á Rangárvöllum i þeim svifum. Voru þeir fleiri. er siðar revndust afburða- menn klerklegrar stéttar. er þar náðu ekki hylli Rangvellinga. Þegar, er út- séö varð um Oddann. réðist sira Tryggvi aðstoðarprestur séra Sigfúsar Jónssonar á Mælifelli og þá vigslu af herra Jóni Helgasvni 2. júni 1918. Er hann söng sinar fyrstu messur i Goð- dölum og Ábæ þetta sumar var þess að minnast. að liðin voru 42 ár frá þvi. er faðir hans kvaddi söfnuði sina i Skaga- fjarðardölum. Hinn 29. júni 1919 giftust þau sira Tryggvi og frú Anna. Fyrir rás örlag anna fluttist hún nú norður hingað. þótt um sinn sýndist. að svo yröi. að maður hennar settist að brauði hinnar nafnkenndu hefðar að Odda i heima sveit hennar. Fú Anna var fædd 6. september 1890. dóttir Grims hrepp- stjóra og stórbónda á Kirkjubæ á Ragnárvöllum Skúlasonar læknis Thorarensens og konu hans Jóninu Egilsdóttur frá Múla i Biskupstung- um. Voru þau að 2. og 3. lið skyld. Virðing þessa fólks hefur jafnan verið mikil á Suðurlandi, sem kunnugt er. Meöal bræðra frú önnu voru þeir Egill kaupfélagsstjóri á Selfossi og Bogi hreppstjóri á Kirkjubæ. Er frú Anna fluttist að Mælifelli, var sira Tryggvi þegar kósinn þar prestur og skipaður, en sira Sigfús horfinn að kaupfélagsstjórn á Sauðárkróki, frá- bær hæfileikamaður i prestskap og mikill bóndi. Þegarsira Tryggvi tók við Mælifelli var þar stæðilegur bær og timbur- kirkja frammiá bæjarhólnum. Þessar byggingar brunnu gersamlega i hávaða suðvestan roki á réttardaginn 1921. Þegar á næsta sumri var efnt til þeirrar húsagerðar, sem enn er prest- setur á Mælifelli. og svo hin næstu misseri hafizt handa um kirkjubygg ingu. en hún var vigð 1924. Þau hjónin festu bæði rætur hér á staðnum. einnig frú Anna, þótt eigi væri hún bundin ættarböndum i Skagafirði. Þó að sira Tryggva væri veittur Giaumbær á Langholti 1937 kom ekki til þess. að þau færu þangað búnaði sinum. Sátu um kvrrt á Mæli- felli með levfi kirkjustjórnarinnar. og þjónaði sira Tryggvi Glaumbæjar- og Viðimýrarsóknum þaðan. Sú ráðstöf- un var aðeins bundin þeim timamörk- um. sem jaröneskur dauði setti. Þess skal getið. að sira Lárus Arnórsson á Miklabæ tók Goðdali og Abæ i auka- þjónustu. er sira Tryggva var form- lega veittur Glaumbær. A Mælifelli sér enn merki mikilla verka sira Tryggva og frú önnu. Eins er vist. að söfnuðir prestakallsins geyma áhrifanna af frjálshuga boð- skap sira Tryggva og mannkostum þeirra hjónanna beggja. — Til prests- þjónustu veljast. sem vænta má. menn ólikrar gerðar og harðla sundurleitra skoðana á kristnum boðskaparleiðum. þótt trúin sé eins og Drottinn hinn sami. Trúarlif safnaða. sem njóta lengi mótunar mikils kennimanns. ber og greinileg merki hans. Þannig er það 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.