Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 2
hans, efnisbarn, en lffdagar hans urðu ekki langir, hann dó þann 4. septem- ber 1963. Þessi sorg var þeim hjónum mikið áfall, þó þau mættu henni með þeim dugnaði og æðruleysi, sem jafnan fylgdi þeim. Þau Helga og Guðmundur voru sérstaklega heppin með dóttur sina, sem hefur verið þeim augnayndi og var honum fram á sið- ustu stundu. Aður en Guömundur giftist eignaðist hann eina dóttur, Halldóru, sem nú er gift Konráði Bjarnasyni, framkvæmdastjóra i Reykjavik og eiga þau hjón tvær dæt- ur. Um Guðmund Jóhannesson mátti með sanni segja það, að hann hafi á margan hátt verið gæfumaður. Þó i lifi hans sem annarra hafi skipzt á skin og skúrir þá ræður sólskinstið ferðinni. Hann átti sérstaklega góða konu og gott heimili. Hann undi þar vel, þeim stundum sem hann hafði frá daglegum önnum. Hann gerðist starfsmaður á einu umsvifamesta búi landsins, stjórnaði þvi í 3 áratugi með miklum skörungsskap. A þessu timabili urðu miklar og stórar framfarir á Hvanneyrarstað og átti Guðmundur sinn þátt í þvi. Hugvit hans og dugn- aður, einkenndu störf hans, þeir mörgu sem þangað sóttu nám litu upp til hans, sóttu til hans ráð og nutu ráð- legginga hans á margan hátt. Hann þurfti aldrei undan þvi að kvarta, að samskipti hans við skólapilta væru nokkrum erfiðleikum bundin, eða þeir bæru ekki til hans það traust, sem forystumanninum er mikil nauðsyn. Hann var einn af þessum mönnum, eins og áður er fram tekið, sem var sérstaklega gagnrýninn á sjálfan sig og sinar athafnir og gat i raun og veru aldrei sætt sig við neinn hlut, fyrr en hann var viss um að hann væri eins vel gerður og hann að minnsta kosti gat hugsað sér að gera. Þetta var honum hvorttveggja i senn styrkleiki og veik- leiki, sem e.t.v. drógu eitthvað úr þvi að hann nyti sinna góðu hæfileika sem skyldi. Hins vegar varð þessi eiginleiki hans aflið á bak við vandvirkni hans og hversu allt var traust sem frá honum kom. 1 fyrstu virtist hann hrjúfur og ekki árennilegur þeir sem hins vegar kynntust honum reyndu annað. Það var mikið áfallfjölskyldunni hans og okkur vinum Guðmundar Jóhannes- sonar og Hvanneyrarstaðar þegar heilsa hans bilaði fyrir tveimur árum, en hann bar veikindi sín með sömu karlmennsku sem annað. Það var reyndar hans von um tima, að honum myndi takast að yfirvinna þetta heilsuleysi sitt og var þegar byrjaður að taka til starfa á Hvanneyri, en orkan leyfði ekki að svo færi, og hann varð að hlýta þeim örlögum er hans biðu og um þau mátti segja, að hann hefði lifað eftir reglunni, „bognar ekki, en brotnar i bylnum stóra siðar” Okkur skólafélcgum hans finnst það eitt af þessum óráðnu gátum lifsins að slikt hreystimenni, sem hann var, skuli nú vera fallið úr hópnum. Hitt vitum við, að hann vann vel meðan að dagur var og á þvi skilið að njóta hvildarinnar að dagsverki loknu. Ég vil að lokum votta Helgu og dætr- unum og þeirra fjölskyldum og öðrum ættingjum Guðmundar, samúð okkar hjónanna. Halldór E. Sigurðsson t Guðmundur Jóhannesson, fyrrver- andi ráðsmaður á Hvanneyri, lézt hinn 14. marz s.l. eftir að hafa átt við erfið- an sjúkdóm að striða um tveggja ára skeið. Guðmundur var fæddur að Söndum i Meðallandi, 9. september 1914. Foreldrar hans voru Þuriöur Páls- dóttir og Jóhannes Guðmundsson, bæði skaftfellsk aö ætt. Eftir Kötlu- gosið 1918 leit illa út með búsetu að Söndum og flutti þvi Jóhannes með fjölskyldu sina aö Herjólfsstöðum i Alfíaveri. Þeim Þuriði og Jóhannesi varð 11 barna auðið, svo að mikils hefur heimiliö þurft með. Fjölskyldan mun hafa verið samheldin, og fóru þvi synirnir fljótlega að vinna utan heimilis, en lögðu tekjurnar til heimilisins. Guðmundur fór 17 ára gamall á vertið i Vestmannaeyjum og var þar alls þrjár vertiðir, einnig fór hann á togara og fór i kaupavinnu á sumrin. Haustið 1936 settist Guðmund- ur á skólabekk að Hvanneyri og reyndist hann góður námsmaður. Hann hafði hug á að afla sér frekari menntunar i búfræði og fór þvi til Danmerkur 1939. Þar vann hann á bú- garði á Jótlandi um hálfs árs skeið, en ætlaði að setjast i Búnaðarháskólann i Kaupmannahöfn um haustiö. Þegar ljóst var, að striðið var að skella á i Evrópu, fór Guðmundur aftur heim til Islands. Mun hvor tveggja hafa valdið, að hann vildi vera heima hjá fjöl- skyldu sinni á örlagatimum og að fé til námsins var af skornum skammti. Þegar Guðmundur kom heim frá Dan- mörku réði hann sig strax að Hvanneyri sem fjósamann. Árið 1941 var hann ráðinn ráösmaður á Hvann- eyri og gegndi þvi starfi til ársins 1972. Þann 26. nóvember 1946 giftist Guð- mundur, Helgu Sigurjónsdóttur frá Heiðarbót i Reykjadal, Suður-Þingeyj- arsýslu. Þau áttu tvö börn, sem á legg komust, Jóninu og Jóhannes. Jóhannes lézt 6 ára gamall, en fráfall hans tók mjög á þau hjón Helgu og Guðmund. Aður en Guðmundur kvæntist eignaðist hann dóttur, Halldóru að nafni. Guðmundur, ráðsmaður, hafði ágæt tök á að umgangast fólk, enda þurfti hann mjög á þeim eiginleika að halda i starfi sinu, sem ráðsmaður á Hvann eyri. Hann hafði lag á að fá fólk, sem hjá honum starfaði til að leggja sig fram við verkin. Guðmundur var spar bæði á aðfinnslur og lof, en þegar hann lét i ljós skoðun á verkum starfsfólks- ins, þá skildist hún. A hverju sumri voru margir unglingar við störf á Hvanneyri, sem frá gamalli tið voru nefndir „kúskar”. „Kúskarnir” dýrkuðu Guðmund ráðsmann og orð hans voru þeim lög. Nú má ætla að maður, sem hafði svo sterk áhrif á undirmenn sina hafi verið erfiður i samstarfi, en min reynsla var önnur. Við Guðmundur vorum sam- starfsmenn á Hvanneyri i 17 ár, þar sem ég hefi unnið ásamt öðrum við jarðræktartilraunir. A sumrin þurft- um við tilraunamennirnir daglega að leita til Guðmundar um aðstoð. Ekki man ég til þess að Guðmundur mælti nokkurn tima til min styggðaryrði, þegar ég kom og bað um aðstoð, þó að hann hefði auðsjáanlega meira en nóg að gera fyrir fólk sitt og tæki, og lang- oftast veitti hann okkur einhverja úr- lausn. Þarna kom hvor tveggja til, að Guðmundur var góður skipuleggjari og þar að auki ákaflega hjálpsamur maður, eins og vera mun aðalsmerki margra Skaftfellinga. Bróðir Guðmundar, Einar á Jarðlangs- stöðum, sagði mér eftirfarandi sögu um hjálpsemi Guðmundar, frá unglingsárum þeirra á Herjólfs- stöðum. A Herjólfsstöðum var aldrei bjargarskortur þó að börnin væru mörg, en fæðið var fábreytt eins og viðar var á þeim tima. Eitt sinn að kvöldi dags fréttist, að von væri gesta að Herjólfsstöðum og Þuriður, móðir þeirra systkina, kvartaði um að hún hefði ekkert i matinn, sem hún gæti boðið gestum. Guðmundur lagði fátt til, en um nóttina fór hann út á sanda og veiddi másunga. Um morg- uninn þegar móðir þeirra kom á fætur lágu ungarnir tilreiddir til mat- reiðslu i eldhúsinu. Margar slikar sög- ur gætum við Hvanneyringar sagt af Guðmundi. Guðmundur var verkséður maður, hagur á járn og tré og uppfinninga- maður. Ég veit ekki tölu þeirra upp- finninga, sem hann vann að um ævina, 2 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.