Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 4
Haukur Davíðsson snjallar uppfyndingar, sem hann beitti við bústörfin, bæði úti og inni. Fyrir þetta varð hann fljótt landsþekktur. Ég heyrði Guðmundar fyrst getið laust eftir 1950, þegar sagt var frá einni uppfyndingu hans og völundarsmiði, áburðardreifaranum, sem hlóð sig sjálfur og dreifði áburðinum með sama búnaði. Sú uppfynding Guð- mundar var bráðsnjöll og einföld, lausn á þekktu vandamáli, sem viða hafði verið glimt við. Dreifarinn náði þó nokkurri útbreiðslu og kom að not- um, þar til aðstæður breyttust og nýjar aðferðir tóku við. Margt fleira fann Guðmundur upp, þar á meðal hitunar- tæki á lofti fyrir súgþurrkun og mörg smærri verkfæri. Rimlabásar og rimla-flórar, sem nú tiðkast mjög i fjósum, eru að verulegu leyti frá Hvanneyri komnir og að þakka útfærslu Guðmundar á hugmyndun- um. Hvenær sem komið var i verk- færahúsið á Hvannevri mátti sjá þar eitthvað nýtt, sem ráösmaður hafði á prjónunum. bað gat verið nýtt tæki til útivinnu, heyskapar eða annars, eða það gat verið tæki ti' notkunar i fjósi hlöðu eða fjárhúsum, ný aðferð til að spara þar vinnu og erfiði. Hin siðari ár velti Guðmundur mest fyrir sér ýmsum nýjum gerðum gripahúsa og aðferðum til að létta störfin við hirðingu búfjárins. Hann vildi létta okinu af einyrkjanum og leysa hann frá daglegum þrældómi, eins og hann orðaði það. t samræðum viö Guðmund urn þessi mál komu glöggt i ljós allar hans beztu eigindir. skarpskyggni hans og uppfyndinga- semi, hann tók engan hlut fyrir gefinn fyrirfram, heldur vildi allt gaumgæfa. En rikasti þátturinn var þó sá, að hann vildi framfarir og umbætur i islcnzk- um tandbúnaði, ekki til að knýja fram me.iri afköst og meiri framleiðslu, heldur með velferð sveitafólksins fyrst og fremst i huga, til þess að veita þvi betra lif og minna strit. Að baki þessu var djúp mannúðarhugsun Guðmund- ar. Hann þekkti það erfiði, sem is- lenzkir bændur hafa orðið á sig að leggja og hann vissi að enn eldast þeir fyrir timann, vegna þess að þeir þurfa beinlinis að strita og að enn er einyrk- inn bundinn sinu sýknt og heilagt og er þræll þess. Af þessum sökum m.a. velti hann fyrir sér nýjum hugmyndum um allt það, sem verða mætti til þess að bæta aðstöðu sveitafólksins til að njóta félags- og menningarlifs til jafns við aðra. Siðari árin gaf Guðmundur ráðs- maður sig enn meira en áður að fjárbúinu á Hvanneyri. bau Helga og lögfræðingur Fæddur á Eskifirði 10. april 1925. Foreldrar hans voru hjónin Davið Jó- hannesson, póst- og simstjóri á Eski- firði og fyrri kona hans Ingibjörg Arnadóttir. Góður drengur er genginn og mörg- um vini horfinn. Horfinn af okkar jarð- neska sviði og úr okkar litla þjóðfélagi. bað kallast vináttubönd, þá er aldrei slitnar vinátta, hversu langur timi sem liður og fjarlægðir eru á milli endurfunda. Að bera ætið hlýjan hug til allra, hver sem i hlut á, hlýtur að vera einn sá mannkostur, sem alltof fáir hafa, að nokkrum ólöstuðum. Haukur Daviðsson gekk til allra með sama hugarfari. hvort sem það var háskólamenntaður maður, eða réttur og sléttur verkamaður. Hann var fljót- ur að kynnast og góður félagi og i vina hópi eða gleðskap átti hann ætið kimni sögur. sem hittu i mark. Hann var sér- staklega nærgætinn við eldra fólk og börn. Haukur var oft fulltrúi þess opin- bera i Neskaupstað og viðar og þar kynntist ég honum og vann ég um tima með honum. 1 Neskaupstað leituðu margir ráða hans sem lögfræðings og greiddi hann ætið úr vandanum eftir beztu föngum og var ráðhollur, að ég bezt veit, enda varð hann vinsæll. Aldrei veit ég til þess, að hann tæki hann unnu þá oft saman við sérstaka aðgæzlu fjárins um sauðburðinn. — betta sýndi meðal margs annars sam- heldni þeirra og svo trúmennskuna yf- ir hverju þvi, sem þeim var falið. 1 sauðfénu eygði Guðmundur lika nýja möguleika með kynbótum til bættra ullar- og gærugæða fjárins. bær kynbótatilraunir. sem farið hafa fram á Hvanneyri siðustu árin, voru honum mesta hjartans mál. bó að hann væri óvenju snjall og áhugasamur um allt, sem laut að vélum og tækni, sýndi þessi ..fjármennska" hans. að hann var ekki siður hneigður fyrir búféð og ræktun þess. Guðmundur Jóhannesson var maður vel af guði gerður. bæði til likama og sálar. Hann hafði ýmsa þá eiginleika, sem einkenna það fólk, sem orðið hef- ur að treysta á sjálft sig eitt i harðri glimu við óblið náttúruöfl, og mörgum þóknun fyrir. bar um slóðir eignaðist hann marga vini. Hann var tiður gest- ur á heimili foreldra minna og móðir min steikti oft upp á gamla mátann fisktegund eina, eins og hann hafði vanizt i uppvexti. örlogin eru óræð og oft grimm. bað má segja að samhengi i lifi eins manns rofni, rétt eins og þeg- ar hlekkur brestur. Siðustu ár hafði Haukur ekki verið heill heilsu og þurfti að ganga undir erfða uppskurði, sem Framhald á 11. siðu. þykir að séu rikir i fari Skaftfeilinga. Hann var áræðinn og útsjónarsamur, og hagur vel til allra verka, óvilsamur á hverju sem á gekk og þeim mun öruggari til stórræöa sem meira reið á. Hjálpsemi var rikur þáttur i fari Guðmundar, enda var oft til hans leit- að. Hvort sem það var staðarfólk, nemendur, nágrannar, eða aðkomandi ferðafólk, sem til hans leitaði, og hvenær sem það var á sólarhringnum, leysti hann hvers manns vanda. Guðmundur bar ekki tílfinningar sinar á torg, en hann var hreinskiptinn i orðum. og oft á tiðum hvass. Sumum fannst á honum nokkuð harður skráp- ur, en allir, sem nær honum komu, fundu hlýjuna og mannúðina sem innar bjó, þeir fundu hvað hjartað var gott sem undir sló. Jónas Jónsson. 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.