Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 19
Ingibjörg Pálsdóttir
Gautsdal
5. marz síðastliöinn lézt á sjúkra-
húsinu á Akranesi frú Ingibjörg
Pálsdöttiri Gautsdal. Ingibjörg var
fædd 23. ágúst 1907 í Hlíð I Kollafirði,
Strandasýslu. Foreldrar hennar voru
hjónin Páll Finnbogi Gislason og Anna
Margrét Jónsdóttir, búendur i Hlið.
Páll missti konu sina eftir skamma
sambúð, frá tveimur börnuni korn-
ungum. Hélt hann siðan heimilinu
saman meö móður sinni og dvaldi á
ýmsum stöðum, þar til hann kvæntist
seinni konu sinni 1923, Guðbjörgu
Guðmundsdóttur fra Berufirði.
Ingibjörg hafði þvi litið af móður að
segja. Páll var maður afburða barn-
góður og umvafði börn sin hlýju og
mildi, enda var mjög kært og náið
samband milli hans og barnanna. Vel
get ég látið mér detta i hug, að
minningin um ástrikan föður, sem
einnig gegndi hlutverki móðurinnar,
hafi styrkt Ingibjörgu i hennar erfiða
hlutverki, er hún sjálf stóð uppi með
börnin föðurlaus, bæði ung og mörg.
Ingibjörg giftist jafnaldra sinum,
Magnúsi Sigurðssyni frá Kinnar-
stöðum 8. sept. 1928. Þau hófu þvi
búskap sinn i byrjun kreppunnar, með
tvær hendur tómar eins og þá var
tiðast. Jarðnæði Iá þá ekki á lausu
fyrir eignalausa unglinga. Það varð
lika hlutskipti ungu hjónanna að
bjargast við húsmennsku og annaö
sambýli oftast við þröngan húsakost
og ónóga möguleika til öflunar heyja.
Þess er þó rétt að geta, að Kinnar-
staðaheimilið stóð þeim jafnan opið, ef
mikils þurfti við, og þar fæddust fimm
af börnum þeirra. Og eitt þeirra ólst
þar upp að fullu. Eftir átta ára búskap
við þau skilyrði, sem áður er lýst, tókst
þeim hjónum að ná eignarhaldi á litilli
jörð, Hólum í Reykhólasveit. Þar hafði
búið fátækt fólk. Húsakynni voru léleg
og tún litið. En jörðin var hæg og nota-
leg i smæö sinni. Það sýndi sig lika
strax á fyrsta ári, að afkoman bátnaði,
og vissan um öruggan samastað
glæddi nýjar vonir um batnandi
framtiö.
En á öðru búskaparári þeirra
Magnúsar og Ingibjargar i Hólum syrti
skyndilega að ■ Magnús veiktist af
berklum haustið 1939 og i águst 1940
höfðu þeir lagt þennan vaska mann i
gröfina.
Þegar Magnús veiktist höfðu þau
Ingibjörg verið i hjónabandi i ellefu ár
og eignzt átta börn. Eitt dó i bernsku
og annað hafði verið tekið i fóstur.
Ekkjan stóð þvi uppi, með léttan mal,
en sex ung börn á framfæri.
Þá voru tryggingar ekki komnar til
sögunnar, og aðstaða i þvilikum til-
vikum þvi margfalt erfiðari en nú.
Ekki er óliklegt, að einhverjum hefði
fallizt hendur i sporum Ingibjargar,
þegar hér var komið. Auk þess að
missa kæran eiginmann og sjá fram á
torleiði fátæktar og erfiðis, bættist
óttinn við að hún sjálf og börnin kynnu
að verða hinum skæða sjúkdómi að
bráð. En Ingibjörg lét ekki bugast.
Hún hafði með ró og stillingu fylgzt
með þjáningum og dauða manns sins.
Með sama æðruleysinu og skyldu aðr-
ar byrðar axiaðar.
Það er sagt, að guð leggi likn með
þraut. Svo var einnig hér. Þrátt fyrir
erfiða lifsbaráttu kynntist Ingibjörg
lika hinum björtu hliðum tilverunnar.
Sú hamingja féll henni i skaut, að bæði
hún og börnin héldu góðri heilsu.
Henni auðnaðist að halda heimilinu
saman og skila börnum sinum til fulls
þroska. Hún naut trausts og virðingar
allra, sem henni kynntust, og margir
réttu henni hjálparhönd. Þau hjón,
Ólafia Guðjónsdóttir og Ingólfur
Helgason i Gautsdal, tóku i fóstur
yngsta barn hennar. Eitt ólst upp á
Kinnarstöðum, sem fyrr segir. En
fimm dvöldu áfram i heimaranni. Sú
var þó hjálpin stærst, er þremur árum
eftir lát Magnúsár, réðist til hennar
hinn hógværi drengskaparmaður,
Friðbjörn Guðjónsson, og vann æ
siðan heimilinu allt það er hann mátti,
meðan til þurfti.
Jafnótt og börnin komust til
fullorðins ára fluttu þau burtu og
stofnuðu sin eigin heimili. 1959 keypti
Kristján sonur Ingibjargar Gautsdal i
Geiradal og hóf þar búskap. Þar með
var siðasti fuglinn floginn. Enda voru
Hólar nú seldir og þau Ingibjörg og
Friðbjörn fluttu i Gautsdal með
Kristjáni og konu hans.
Ennþá átti Ingibjörg þó eftir að
þerra marga vota kinn og verma
kaldan fót. Hún hafði verið mikil
húsmóðir og móðir. Hún var lika góð
amma. Barnabörnin og reyndar fjöl-
mörg önnur börn nutu þess líka i
rikum mæli.
Þegar Ingibjörg varð sextug heim-
sóttu hana að Gautsdal fjöldi vina og
vandamanna. Þeir, sm séð heföu hana
þá I fyrsta sinni, glaða og reifa, létta i
spori og unglega, hefðu fráleitt látið
, sér detta i hug, að sú kona hefði fetað
erfiða slóð. Hún vann sin afrek i hljóðri
önn dagsins og kunni þá iþrótt að láta
ekki fátækt og basl smækka sig.
Hún hafði sigrazt á þeim erfið-
leikum, sem örlögin réttu
henni.Umhverfi sinu miðlaði hún, af
islendingaþættir
19