Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Page 3
en þaer voru margar. Hann fann upp mykjudreifara, skurðhreinsunartæki, útbúnað til að hita loft i súgþurrkun, vagi^ sem heyi var ýtt upp á með heyýtu. Einnig vann hann að rannsóknum á loftræstikerfum i fjós- um og öðrum húsum, endurbótum á mjaltavélum, smiðaði tæki, sem kom lofti i loftlausan jarðveg og sláttuvél, sem kom grasinu af ljánum upp i vagn. Auk þessa gerði hann tillögu um fyrirkomulag fjárhúsa og ýmsan vinnusparnað i fjárhúsum og fjósum. Það er áreiðanlega tjón/að Guðmund skorti tima og fé til að vinna úr hug- myndum sinum. Margir munu þeirrar skoðunar, að t.d. hugmynd hans um byggingu fjárhúsa hafi ekki verið gef inn nógu mikill gaumur. Það er lika slæmt að mykjudreifari hans hefur ekki komizt i almenna notkun hjá ein- yrkja bændum. Guömundur var mikill áhugamaður um sauðfjárrækt og lagði sig einkum fram um að rækta frjósamt og lagð- prútt fé, þ.e. ull, sem væri vel hvit og laus við illhærur.' A þessu sviði náði hann langt með ræktun Hvanneyrar- fjárins. Guðmundur kynnti hugmyndir sinar um bútækni og búfjárfræði i blöðum og timaritum. Nú siðustu árin, eftir að sjúkdómurinn lagðist með full- um þunga á Guðmund, fann hann sárt til þess að hafa ekki tækifæri til að vinna úr hinum mörgu tæknilegu hug- myndum sinum, sem hann hafði óbif- anlega trú á að kæmi islenzkum land- búnaði til góða. Guðmundur eignaðist ágæta konu, og var ánægjulegt að koma á heimili þeirra, enda var hjónabandið farsælt. En bezt reyndist Helga þegar mest á reyndi, við fráfall Jóhannesar sonar þeirra, og nú þessi tvö siðustu og erfið- ustu ár. Ég vissi að Guðmundur var Helgu og dætrum sinum, Halldóru og Jóninu, innilega þakklátur fyrir um- önnun þeirra, hlýju og stuðning eftir að sjúkdómurinn fór að herja. Viö samstarfsfólk Guðmundar, ráðsmanns á Hvanneyri, þökkum honum samveruna og vottum eigin- konu hans, dætrum, móður og öðrum éstvinum, samúð okkar. Blessuð sé minning góðs drengs. Magnús óskarsson. t Hann var fæddur að Söndum i Meöallandi 9. september 1914, sonur hjónanna, sem þar bjuggu þá, Þuriðar Pálsdóttur og Jóhannesar Guðmunds- sonar. Er Guðmundur var 4ra ára dundu yfir ógnir Kötlugossins og fyrir afleiðingar hlaupsins varð jörðin óbyggileg og fluttist þvi fjölskyldan að Herjólfsstöðum i Alftaveri vorið 1919. Þar ólst Guðmundur upp i hópi margra systkina, þau voru tiu, sem komust til fullorðins ára. Á Herjólfs- stöðum bjó Jóhannes til hárrar elli og siðan yngsti sonurinn Gissur. Strax og Guðmundur hafði aldur til fór hann til sjós á vertiðum, eins og titt mun hafa verið þá i þeim byggðarlögum, en vann á búinu þess á milli og var strax áhugasamur um búfjárhiröingu og umbætur á jörðinni. Haustið 1936kemurGuðmundur sem nýsveinn i Bændaskólann á Hvann- eyri, og svo höguðu örlögin ævileið hans, að eftir það var lif hans allt tengt Hvanneyrarskóla og Hvanneyrarstað. Guðmundur hvarf þó frá námi eftir áramótin fyrri veturinn og fór enn á vertið, sjálfsagt til að afla sér náms- eyris, en hann kom aftur um vorið og tók sin próf. Vorið 1938 lauk hann búfræðiprófi með ágætiseinkunn og var hæstur af sinum árgangi. Hann vann á Hvanneyri næsta ár, en hugur- inn stóð til frekara náms i landbúnaði, og vorið 1939 fór hann til Danmerkur og fékk þar vinnu á búgarði, og var ætlunin að búa sig undir inngöngu i búnaðarháskólann i Kaiipmannahöfn. En örlögin gripu þá i taumana, ófriðurinn mikli skall á og allt var útlitið ótryggt, svo að Guðmundur valdi þann kost að hverfa heim, áður en öll sund lokuðust i ársbyrjun 1940. Hann réðst þá enn til vinnu á Hvann- eyri, fyrst sem fjósamaður eitt ár, en var ráðinn ráðsmaður við skólabúið vorið 1941. Þvi umfangsmikla og sierilsama starfi gegndi Guðmundur siðan i nær 32 ár óslitið, eða á meðan heilsan leyfði. Arið 1946 gekk Guðmundur að eiga Helgu Sigurjónsdóttur frá Heiðarbót i Reykjahverfi. Þeim varð tveggja barna auðið, Jóninu, sem nú er uppkomin og gift Oddi Sæmundssyni, og Jóhannesar, sem dó aöeins sex ára. Aður hafði Guðmundur eignazt dóttur, Halldóru, sem gift er Konráð Bjarna- syni. Þrátt fyrir afarþungt áfall, er Jóhannes litli dó svo skyndilega, var Guðmundur gæfumaður með sitt heimili. Þar rikti mikil samheldni og auðfundinn, gagnkvæmur skilningur, sem gerði, að til Helgu og Guðmundar ráðsmanna var ætið gott að koma. En vorið 1971 veiktist Guðmundur og gekk ekki heill til skógareftir það. Hann var þó heima, þegar hann gat, og fylgdist með og stjórnaði búinu af áhuga sinum og umhyggju, þótt heilsan væri svo bil- uð, að fæstir hefðu i hans sporum haft þrek til þess. Hinn 14. marz s.l. andaðist Guð- mundur i Reykjavik. Hann var borinn til grafar á Hvanneyri i björtu, sólfögru veðri, en frostbitru, það gat minnt á þætti i ævi Guðmundar, og Borgarfjörður var vissulega fagur, þegar hann kvaddi þennan fósturson sinn. Hér að framan hafa i fæstum orðum verið rakin æviatriði Guðmundar ráðsmanns, og gæti einhverjum, sem ekki þekkti betur til, fundizt, að ekki mörkuðu þau spor i sögu landsins. Þó er það svo, að búnaðarsaga okkar þessa siðustu áratugi verður ekki skráð, án þess að Guömund,ar Jóhannessonar verði þar verulega get- ið. Þó eru áhrif hans meiri óbein en bein, þeirra mun m.a. gæta, á meðan hinir fjölmörgu Hvanneyringar, búfræðingar og búfræðikandidatar, frá hans tið búa viðs vegar um landið og starfa fyrir islenzkan landbúnað. Allir sem dvöldu á Hvanneyrarstað þessi ár, hvort sem var við nám, kennslu eða önnur störf, hlutu að kynnast Guömundi ráðsmanni, og hefðu þeir minnsta áhuga á islenzkum búskap, framförum hans og velferö sveitafólksins, urðu þeir fyrir áhrifum frá Guðmundi. Guðmundur ráðsmaður var maður þannig gerður, að hann velti stöðugt fyrir sér vandamálum búskaparins frá mörgum hliðum — hann tók kennisetn- ingar búfræðinnar ekki sem gefinn sannleik, hann spurði bæði sjálfan sig og aðra á þann veg, að þaö leiddi til meiri umhugsunar og meiri skilnings. Þeir, sem störfuðu með Guðmundi, fundu fljótt, að hann var vel að sér um allt, er laut að búskap, bæði sakir skarpskyggni sinnar og næmi á að læra af reynslunni og þess, að hann fylgdist mjög vel með i „faginu” með lestri alls þess, sem skrifað var innan- lands og með lestri erlendra rita. Þeim, sem betur þekktu Guðmund, duldist það ekki, að hann sá mjög eftir þvi, að hafa ekki getað stundað háskólanám i búfræði. Það kom þó alls ekki fram sem afbrýði i garð þeirra, sem höfðu slik próf, eða voru að iæra til þeirra, þvert á móti, hann hvatti þá til meiri dáða. Hann skildi lika vel, að ekki var allt fengið með prófum. En fyrir mann með þann áhuga, þá athyglisgáfu og sérstöku hugkvæmni, sem Guðmundur var gæddur, hefði enn meiri fræðsla i undirstöðufögum búfræöinnar þýtt það', að þessir hæfi- leikar hans hefðu nýtzt enn betur. Eftir að Guðmundur varð ráðsmaö- ur á Hvanneyri, vakti hann fljótt at- hygli á sér fyrir hugvitsemi, og ýmsar islendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.