Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 9
Guðrún Fædd 24. mai 18!)'.!. Dáin 2(>. febrúar 1978. Hinn 36. febrúar s.l. andaðist i Sjúkrahúsi Akureyriar frú Guðrún Gunnlaugsdóttir, Munka-Þverárstræti 4, Akureyri á 80. aldursári eftir all-langa og erfiða sjúkdómslegu. Guðrún, Rúna eins og hún var oftast kölluð af ættingjum og vinum, var fædd þann 24. mai 1893 að Bakka i Svarfaðardal’, Eyjafjarðarsýslu. P"or- eldrar hennar voru þau hjónin Gunn- laugur Danielsson bóndi og Anna Zophoniasdóttir. bæði hjónin svarf- dælsk að ætt og uppruna, myndarhjón orðlögð fyrir dugnað og mannkosti. Guðrún missti móöur sina tveggja ára gömul. Það var þungbær sorg fyrir feðginin. en hún lézt af barnsburði og barnið lika. Móðuramma Guðrúnar, Soffia á Bakka i Svarfaðardal, tók litlu stúlkuna i fóstur og var það mikil hamingja fyrir Guðrúnu að fá að alast upp hjá Soffiu ömmu sinni, sem gekk henni i móðurstað. kenndi henni og ól hana upp i Guðsótta og góðum siðum, og mun Guðrún hafa búið að þvi alla sina löngu ævi, enda var hún góð kona, trúuð og bænheit trúði á Guð og annað lif og mun ætið hafa lagt allt i hans hendur. Mér er kunnugt um, að Guðrún hafði þann góða sið að signa sig og sina og heimili sitt á hverju kvöldi. áður en gengið var til náða. Betur væri að fleiri geröu slikt hið sama. þvi að i umhverfi okkar eru ef- laust mörg öfl. sem við þekkjum ekki, né berum kennsl á. Siðar á ævinni eignaðist Guðrún sjö hálfsystkini. Það var alla tið mikil vinæatta og kærleikur á milli hálfsyst- kinanna og við útför Guðrúnar komu sex þeirra um langan veg til að vera við útför hálfsystur sinnar. Ein hálí'- systirin gat ekki komið. en bað fyrir alúðarkveðjur og þakklæti fyrir vel- gjörðir sér veittar af elskulegri systur. , L'm fjórtán ára aldur mun Guðrún hafa farið að heiman frá sinni góðu fóstur- og móðurömmu i vist i sinum fagra Svarfaðardal. og siðar til Siglu- fjarðar. Á sumrum fór hún oft i kaupa- vinnu til Eyjafjarðar á sinum yngri árum. Á veturna fékkst hún við saumaskap og lærði allskyns fatasum. enda mjög hög og léku öll störf i hönd- um hennar. islendingaþættir Gunnlaugsdðttir Arið 1913 réðst Guðrún i kaupavinnu 1 að Ytra-Hóli i Ongulstaðahreppi, Eyjafjarðarsyslu og var það mikil gæfa fyrir hana, þvi að þar hitti hún mannsefnið sitt Björn Sigmundsson, son hjónanna á Ytra-Hóli, úrvals- mann, velgreindan og góðan dreng. Þau Giftu sig 24. júli 1915, og áttu fyrstu búskaparárin sin heima að Ytra-Hóli. Árið 1924 fluttu þau til Akureyrar. og þar gerðist Björn starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga og starfaði þar i marga áratugi. og sið- ast. sem deildarstjóri byggingardeild- ar K.E.A., — Björn hefur ætið verið mikill áhugamaður um leiklist og varði hann flestum fristundum sinum i þágu leiklistarinnar. Hann starfaði mikið hjá Leikfélagi Akureyrar og hefur á löngum leikferli sinum veitt Akureyringum og öðrum leikhúsgest- um ógleymanlegar ánægjustundir i Leikhúsi Akureyrar. Guðrún og Björn byggðu sér gott einbylishús að Munka-Þverárstræti 4, Akureyri. þar eignuðust þau einkar fallegt og hlylegt heimili og ræktuðu við hús sitt fagran skrúðgarð. 1 húsi sinu rak Guðrún saumastofu i mörg ár, og hjálpaði hún mörgum konum að snfða og sauma fallega flik fyrir lítinn eða engan pening, og var hún vön að segja: ,,Aö hún yrði ekkert fátækari þrátt fyrir að hún miðlaði öðrum af kunnáttu sinni’’. Guðrún var sérstak- lega gjöful, góð og gestrisin kona, glöð og skemmtileg heim að sækja, enda var létt fyrir heimili þeirra og það orð- lagt fyrir gestrisni og myndarskap. Má með sanni segja að þessi góðu og glaðværu hjón, væri samhent i að taka vel á móti sveitungum sinum og öðrum gestum til dvalar um lengri eða skemmri tima. Þar var sannarlega „setinn Svarfaðardalur”. Guðrún og Björn eignuðust fjögur mannvænleg börn. Þau eru: Sigmund- ur deildarstjóri, Akureyri, kvæntur Sigrúnu Gisladóttur. Anna gift Ölafi Sigurðssyni yfirlækni Akureyri. P’inn- ur flugvélavirki Reykjavik kvæntur Hönnu Ármann og Vikingur bifreiða- stjóri Akureyri kvæntur Mörtu Kristjánsdóttur. Alls eru barnabörnin ellefu og þrjú barnabarnabörn, friður og fallegur hópur, sem naut mikillar ástúðar og kærleika hjá ömmu og afa. t heimili Guðrúnar og Björns, hefir um árabil dvalið systir Björns, Elinrós, og voru þær mágkonurnar afar samrýn dar og rikti mikill kærleikur þeirra i milli. Nú annast Elinrós bróð- ur sinn á 82. aldursári af umhyggju og ástúð. Guörún heitin var mikil friðleiks- kona og tfguleg i framkomu, hreinlynd og sagði hreint og djarft það sem henni bjó i brjósti. Guðrún var mikil gæfu- kona. Hún var góð og elskuleg eigin- kona, móðir, amma og tengdamóðir, og liföu þau hjónin i tæp 58 ár i farsælu hjónabandi, og er þvi fyrir mikið að þakka. Um leið og ég kveð þig.elsku Rúna frænka. með virðingu og þökk, bið ég Drottin Guð að blessa þig i þinum nýju heimkynnum. Eftirlifandi eiginmanni þinum, börnum barnabörnum og tengdabörnum votta ég og fjölskylda min okkar dýpstu samúð. Útför Guðrúnar fór fram frá Akur- eyrarkirkju þann 6. marz s.I. að við- stöddu fjölmenni. Blessuð sé minning hennar. Valgerður Björnsdóttir. 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.