Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 12
JÓN PÁLMASON
alþingismaður, Akri
Fæddur 28. nóvember 1888
Dáinn 1. febrúar 197:!.
Jón Pálmason var fæddur a6
Ytri-Löngumýri í Svinavatnshreppi,
sonur Pálma Jónssonar, sem bjó sina
búskapartið á þeirri jörð. Páimi var
sonur Jóns Pálmasonar, er bjó lengi i
Stóra-Dal og var kvæntur Salóme Þor-
leifsdóttur en hún var dótturdóttir
Guðmundar rika i Stóra-Dal. sem var
nafnkenndur fyrir hagsýni og dugnað.
Guðmundur stundaði sjó
sókn syðra á unga aldri. Hann átti
mestan þátt i þvi, að Svinvetningar
hófu viðskipti i Ileykjavik um alda-
mótin 1800. Þeir fengu þar betri kjör
en á Skagaströnd. Erlendur i Tungu-
nesi var afabróðir Jóns og liktist hann
Erlendi i þvi, að hafa áhuga á og
ánægju af félagsmálum. Jón Pálma-
son i Stóra-Dal, afi Jóns, mun hafa átt
sæti á Alþingi skamma hrið. Hann var
búsýslumaður mikill. en minni félags-
málamaður en Erlendur bróðir hans.
Heyrt hef ég þá sögn. að á þingi hafi
hann verið nefndur Jón þögli, þvi að
hann hélt sjaldan eða eigi ræður. Eigi
mun þó greindarleysi hafa valdið þvi,
enda ekki ævinlega samræmi milli
mælgi og greindar. Ég hef lesið landa-
merkjaskjal skrifað suður á Kili af
Jóni Pálmasyni i Stóra-Dal. Þaö var
vel og rétt skrifað, svo ég furðaði mig
á. Þeir voru eðlisgreindir margir
gömlu bændurnir.
Móðir Jóns Pálmasonar var Ingi-
björg Eggertsdóttir af Skiðastaðaætt.
Hún er dáin fyrir mitt minni. Ingibjörg
var orðlögð fyrir dugnað og rausn. hef-
ur þvi vafalaust verið geðrik og ör-
geðja. Jón mun hafa verið öllu likari
henni en föður sinum.
Búskaparhættir voru ólikir i byrjun
aldarinnar þvi sem nú er. Fólkið var
fleira á sveitabæjunum en tæknin
minni. Sparsemi og vinnusemi voru
rikjandi eiginleikar. Börn og ungling-
ar fengu takmarkaða kennslu. Jón
mun þvi hafa verið litið i skóia sem
barn, en hann fór i Hólaskóla og
reyndist afburðanámfús. Hann hafði
frábært minni og næmi en eigi mikla
sjálfsgagnrýni. Þó að slikt geti valdið
vissum óþægindum verður lifsbrautin
þeim auðveldari, sem eigi hika vegna
efasemda um að þeir séu á réttri leið.
Jón Pálmason keypti Mörk á Laxár-
dal og bjó þar i nokkur ár. en Eggert
bróðir hans tók við Löngumýri. Eggert
var heilsulitill og dó ungur. Jón flutti
þá aftur að Löngumýri og bjó þar um
hrið. Það var á þeim árum. sem ég
kynntist Jóni fvrst og hans heimili.
Leið min lá þar framhjá. þegar ég fór
til að fá fræðslu hjá prestinum. Pálmi.
faðir Jóns. skrýddi prestinn og van-
rækti eigi það starf. Þeir feðgar köll-
uðu ævinlega i mig ef ég ætlaði fram-
hjá,og við Pálmi urðum svo samferða.
Pálmi var barngóður og tókst vinátta
með okkur. Pálmi var eigi þrekmaður
likamlega. hefur sennilega unnið of
mikið i æsku. en hann var greindari en
ýmsir álitu. Hann sagði hug sinn allan
og gat þvi verið dálitið barnalegur. en
hrekklaus og einlægur. Ég minnist
þess, þegar ég keypti Löngumvri af
Jóni, þá sagðiPálmi við mig. þegár við
kvöddumst: ..Njóttu nú jarðarinnar
vel”. Ég hef oft minnzt þessara orða
og þótt vænt um þau, þvi ég vil helzt
ekki eiga það sem óbænir fylgja.
Jón Pálmason bjó i nokkur ár á
Löngumýri. Hann var áhugasamur,
einkum við heyskap, vildi fara vel með
skepnur og vera heybirgur. Hann var
með afbrigðum fjárglöggur, kostaði
jafnan miklu til með fólkshald, mun
þvi eigi hafa safnað fé af búrekstri.
Jón var félagslyndur og hafði ánægju
af að blanda geði við aðra. Hann tók
þátt i öllu félagsstarfi i sveit og héraði.
Hann fór ungur að halda ræður á fund-
um og samkomum og átti auðvelt með
að koma orðum að hugsunum sinum,
talaði jafnan án blaða. Hann nam allt
sem hann las og mundi allt sem hann
nam. Ég hygg, að Jón hefði ávallt
verið efstur i skóla, ef hann hefði lagt
fyrir sig langskólanám.
Jón varð oddviti i Svinavatnshreppi
fljótlega eftir að hann flutti frá Mörk
og gegndi þvi starfi i tvö kjörtimabil.
Hann var framsóknarmaður á þeim
árum. Fleiri menn voru framgjarnir
og vel máli farnir i Húnaþingi og
Svinavatnshreppi en Jón. Róstursamt
gerðist þvi hjá Svinvetningum og hygg
ég, að þaðhafi átt mestan þátt i að Jón
flutti þaðan að Akri. Ég ætla og, að
Jóni hafi þótt þröngbýlt i mannvirð-
ingarstiga Framsóknar og það hafi átt
þátt i þvi að hann fór til sjálfstæðis-
manna. Fór þá sem oftar. að menn
bera þyngstan hug til þess flokks, sem
þeir hafa yfirgefið af einhverjum
ástæðum.
Jón bauð sig fram til Alþingis fyrir
Sjálfstæðisflokkinn árið 1933. eftir
nokkrar innanflokkssviptingar, og
komst að með litlum meirihluta. And-
stæðingar Jóns vanmátu hann og
gerðu sér eigi ljóstthve áróðurshæfni
hans var mikil. Afstaða ibúða Höfða-
kaupstaðar réði úrslitum. Þeim fannst
Guðmundur i Asi eigi hafa unnið nógu
vel að framkvæmdum i hafnamálum
Höfðakaupstaðar.
Jón var þingmaður Austur-Húnvetn-
inga i 26 ár. Oft var ötullega unnið að
þvi að fella hann. en þær tilraunir mis-
tókust. Hygg ég, að ástæðan fyrir þvi
hafi frekar verið persónulegar vin-
12
islendingaþættir