Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 6
t 26. marz 1973 var til moldar borin frá Dómkirkjunni frú Lára Ágústa Ölafs- dóttir Kolbeins, á 75. afmælisdaginn sinn, hefði hún lifaö. Hún var fædd að Hvallátrum i Breiðafirði, dóttir Ölafs Aðalsteins Bergsveinssonar, báta- smiðs og konu hans, Olinu Jóhönnu Jónsdóttur. Sem skólanám hjá Láru heitinni mætti nefna nám i Rjómabústýruskól- anum Hvitárvöllum 1916—17, lauk IV. bekk i Kvennaskólanum i Reykjavík 1920—21 með mjög góðum árangri og nám í orgelleik hjá Páli Isólfssyni 1929. Lára giftist 26. júli 1924 séra Halldóri Kr. Eyjólfssyni Kolbeins, sóknarpresti i Flatey. Þau fluttu til Súgandaf jaröar 1926, þar sem Halldór var prestur til ársins 1941, er hann tók viö prestsembætti að Mælifelli i Skagafirði. Þaðan fluttu þau hjónin svo 1945 til Vestmannaeyja, er Halldór gerðist sóknarprestur að Ofanleiti. Þar bjuggu þau hjónin, elskuð og virt af Vestmannaeyingum, þar til Halldór lét af prestskap 1961. Eftir það var heimili þeirra hjóna að Skeiðarvogi 157 i Reykjavik, að slepptum 7-mán- aða tima, sem Halldór þjónaði presta- kalli i Neskaupstað, 1963. Lára missti mann sinn 29. nóv. 1964. Bar hún harm sinn með þeirri hetju- legu ró, sem henni var lagin. Börn þeirra hjóna eru: Aðalheiöur Kolbeins, gift Sæmundi Kristjánssyni, verkstj. á Patreksfiröi, Gisli H. Kol- beins sóknarprestur, kvæntur Sigriði B. Kolbeins, Melstað i Miðfirði, Guð- rún Guðmundsdóttir, fósíurdóttir, gift Jóni Scheving, þvottahúseiganda, Reykjavik, Erna Kolbeins, gift Toría Magnússyni, skrifstofumanni, Reykjavik, Eyjólfur Kolbeins, kvænt- ur Ragnhildi H. Kolbeins, Kaup- mannahöfn, Þórey Kolbeins, gift Baldri Ragnarssyni, kennara i Reykjavik, Ólafur Valdimar Valdi- marsson, fóstursonur, bóndi, kvæntur önnu Jörgensdóttur, Uppsölum Mið- firöi, og Lára Agústa Kolbeins, gift Snorra Gunnlaugssyni, verzlunar- manni, Patreksfirði. Ævistörf Láru væri erfitt að tiunda. Hún hafði i fyrsta lagi öll þau störf, sem ein prestskona getur haft sem tek- ur af lifi og sál þátt i störfum manns sins og er hans náinn samherji i prestsstörfum, heimaskólastarfi og uppeldi barna sinna, fósturbarna og ömmubarna. Á Mælifelli stundaði hún veðurat- hugunarstörf og simstöðvarstarf, svo 6 eitthvað sé nefnt. Þá starfaði hún mik- ið að félagsmálum, og skal þar einkum nefna góðtemplararegluna og kvenfé- lögin. Lára var hógvær kona með af- brigðum, en þó skapföst og einörð, hún var sögufróð vel enda næmi og minni með ágætum og sagði svo vel frá, að unun var á að hlýða. Auk bókalesturs hafði hún yndi af ferðalögum og nátt- úruskoðun. Lára var trúhneigð kona og var það henni styrk stoð. Ég kynntist frú Láru og hennar ágæta manni fyrst i Vestmannaeyjum 1948, er við fórum að starfa saman i Esperantohreyfingunni og félaginu okkar i Vestmannaeyjum, ,,La verda insulo” (Grænu eyjunni). Þau hjónin voru máttarstólpar þess félags, öðrum fremur, og jókst ást min og virðing á þeim hjónum með hverju ári, sem ég þekkti þau lengur.Mér er raunar erfitt að minnast frú Láru öðruvisi en að minnast þeirra hjóna beggja i senn, svo náin var þeirra samvinna og sam- an tvinnað lif þeirra og starf. Þau voru talsvert sitt með hvoru móti, hvað fas og framgöngu snerti, þótt báðum væri það sameiginlegt að koma til dyranna, eins og þau voru klædd, laus við yfir- drepsskap og uppgerð, frjáls, hlý og innileg við alla, hjálpsöm og velviljuð. Höfðu þau ávallt á reiðum höndum eitthvað bætandi til mála að leggja, ef þau heyrðu i einhvern hnjóðað. Bæði höfðu þau kimnigáfu góða og voru glaðsinna, en aldrei var sú kimni á annarra kostnað. Þá var það einkenn- andi fyrir þau hjón, hversu fundvis þau voru á hinar björtu hliðar á lifinu og voru þau óþreytandi að benda sam- feröafólkinu á þær, einkum þvi, sem heldur vildi starblina á hinar dökku. Munu fáir gera sér grein fyrir þvi, hversu mjög þau léttu lifsbyrðar margra, með þessum léttu, hlýju við- tölum og ábendinum, jafnvel svo, að viðkomandi gerði sér ekki grein fyrir, að neitt hafi gerzt. Enginn, sem sjálfur er sáttur v.ið lifið, ber haturshug til meðbræðra sinna. Það þjónar þvi sannarlega kristilegri bræðralagshug- sjón, að sætta meðbræður sina við lif- ið. Ég þekki engin prestshjón og raunar engan mann, sem ég tel betur hafa hlýtt þvi boði Krists, að elska guð sinn af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan sig. Ég man aldrei eftir aö ég fengi hjá þeim hjónum umvandanir eða siöa- predikanir og aldrei heyrði ég þau slá um sig með trúræknishjali, en hafi nokkur innprentað mér kristilegt hugarfar og kennt mér hvernig ber að breyta, þá voru það þessi hjón, með sinni daglegu breytni og tillögum til manna og málefna. Frú Lára var hvers manns hugljúfi og segir mér svo hugur, að hún hafi átt öllu hægara með að ná til sorgþrung- inna hjartna með huggunarorð sin, en maður hennar. Halldór heitinn var af- ar tilfinningarikur og það hygg ég, að þegar samúðin með syrgjandi fólki var að þvi komin að buga hann, hafi Lára, með sinum mikla sálarstyrk verið hans hægri hönd og styrkur, sem hún raunar var honum og öllum sinum i gegn um allt lifið. Styrk sinn sýndi hún ekki hvað sizt i sinum löngu veik- indum. En mikill held ég fögnuðirinn hafi orðið, þegar þau hittust aftur, prests- hjónin blessuð hinum megin við landa mærin. Mér»sem ég heyri vin minn, Halldór, kalla „Ertu að koma, mamma”?, en þannig nefndi hann konu sina venjulega. Ég trúi þvi, að tilhugsunin um gleði þeirra hjóna við endurfundina, verði átstvinum þeirra öllum mikil huggun og hjálpi þeim til að breyta söknuði i ljúfa minningu. Mér finnast þessi fátæklegu orð segja svo undur litið af þvi, sem vert væri að geta um I minningarorðum um svona mæta konu, en minningar minar um hana eru svo persónulegar og minni fjölskyldu verðmætar, að ég læt hér staðar numið. Lára, við hjónin þökkum þér af hjarta öl) okkar kynni og allt þitt starf, og við erum sannfærð um, að þú heldur áfram þinum kærleiksriku störfum i fyrirheitna landinu. Guð blessi þig. Börnum Láru, tengdabörnum, barnabörnum og öllum ástvinum vott- um við innilega hluttekningu i söknuði þeirra og harmi, og biðjum við þeim allrar blessunar i nútið og framtið. Þórarinn Magnússon. f Frú Lára ölafsdóttir Kolbeins, sem andaðist eftir langvarandi veikindi hinn 18. marz var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni i Reykjavik mánudaginn 26. marz. s.l. Með frú Láru er gengin hin mætasta kona. Hún stórð fyrir stóru og fjöl- mennu prestsheimili i sveit og bæ um langt skeið af þeim myndarskap og mannúð að sjaldgæft má teljast, ól upp stóran barnahóp af sérstakri alúð og kostgæfni, stóð traust við hlið manns sins i erilsömum embættisstörfum og var sifellt reiðubúin til að leggja liö hvers kyns félags-, liknar- og íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.