Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 14
eða drepast, dugnaður og hagsýni,
voru aðalsmerki þess tima. Halldór
Jónsson fékk þvi strax sem barn og
unglingur að kynnast þessu lifsvið-
horfi, hann byrjaði að stunda róðra
með föður sinum strax og kraftar hans
leyfðu. I þá daga var róið út frá fjör-
unni hér i ólafsvik, engin höfn aðeins
opin ströndin. Fékk Halldór Jónsson
þvi snemma að finna fyrir þeim mesta
þrældómi, sem flestir forfeður okkar
hér I Ólafsvik urðu að reyna, bera afla
og setja bátana á bakinu undan sjó og
niður i sjó, vaða sjó uppundir hendur,
gera að aflanum i fjörunni eða i gilfar-
veginum, i hvaða veðri sem var.
Það var þvi ekki að undra, þótt
margir okkar forfeður væru meö mar-
inn hrygg og stirðir af gigt. Halldór
Jónsson fór ekki varhluta af þessari
reynslu, en þetta varð til þess að herða
lifsþrótt hans og ásetning að komast
áfram.
Halldór Jónsson hóf útgerð fyrir
alvöru frá Ólafsvik 1936, fyrstu árin i
félagi við aðra, Kristján Þórðarson og
siðar Guðlaug Guðmundsson, sem þá
var ungur og kraftmikill sjómaður,
samútgerð þeirra stóð til 1951.
Fyrsti báturinn, Vikingur, 12 smá-
lestir, var sérstök happafleyta, sem
lagði grunninn að útgerðarsögu Hall-
dórs Jónssonar, en útgerð hans hefur
ávallt verið rekin með sérstökum
myndarbrag, var það eitt af sérkenn-
um Halldórs að hafa allt vandað og
traust.
Sennilega er Halldór Jónsson eini
maðurinn á Islandi sem tókst að reka
útgerð i svo stórum stil, án þess að
reka fiskverkun i sambandi við hana,
og það með svo góðum árangri.
Strax og synir hans komust á legg,
var ljóst að þeir ætluðu allir að feta i
fótspor fööur sins, jók þetta á bjartsýni
og stórhug hans. Arið 1958 gerði hann
út m/b Bjarna Ólafsson og m/b Glað,
sem voru 36 smálestir aö stærð, það ár
ákvað hann að láta byggja nýja báta.
Gerði hann smiðasamning við skipa-
smiðastöö KEA á Akureyri, sem
byggði þrjá glæsilega og vandaða báta
fyrir Halldór, en þeir voru Jón Jónsson
70 smálestir 1959, Steinunn, 74 smál.
1960 og Halldór Jónsson, 95 smál. 1961,
urðu synir hans skipstjórar á þessum
nýju bátum, Jón Steinn á Jóni Jóns-
syni, Kristmundur á Steinunni og Leif-
ur á Halldóri Jónssyni. Allir hafa bát-
ar þessir reynzt sérstök happa- og
aflaskip, enda skipstjórar þeirra sér-
stakir dugnaðarmenn og miklir sjó-
sóknarar.
Ég var svo lánsamur að vera meö
Halldóri við gerð samninga við KEA
um smiöi þessara báta og mér er það
eftirminnilegt, þegar við sátum við
samningaborðið hjá Jakob Frimanns-
syni, kaupfélagsstjóra og fulltrúum
hans, hvað Halldór Jónsson, sem
aldrei hafði gengið menntaveginn, var
fljótur að átta sig á stórum tölum og
hvernig hann lagði linurnar og áform
sitt skýrt og ákveðið á borðið. Sá
reyndi maöur, Jakob Frimannsson,
var fljótur að sjá, að þarna hafði hann
fyrir framan sig mann, sem vissi hvað
hann vildi, mótaðan úr skóla lifbarátt-
unnar, mann, sem hægt var að treysta
i hvivetna.
KEA-menn lögðu sig fram um að
skila Halldóri Jónssyni traustum og
vönduðum bátum. Skipasmiðameist-
arinn, Tryggvi Gunnarsson, sem einn-
ig teiknaði bátana, hefur sagt, að
smiði þessara báta fyrir Halldór hafi
verið ánægjuleg og lærdómsrikt verk-
efni.
Þannig var um öll viðskipti Halldórs
Jónssonar, þau voru örugg og góð,
hann naut óskoraös trausts lánastofn-
ana og allir, sem unnu hjá honum
fengu sitt með skilum.
Arið 1926, 22. mai gekk hann að eiga
Matthildi Kristjánsdóttur i ólafsvik.
Hjónaband þeirra var sérstaklega far-
sælt, þeim varð 10 barna auðið. Elztu
dóttur sina, Laufeyju, misstu þau á
öðru ári, en öll hin eru á lifi og öll bú-
sett hér i Ólafsvik en þau eru:
Jón Steinn, skipstjóri, kvæntur
Hjörtfriði Hjartardóttur, Kristmund-
ur, skipstjóri, kvæntur Laufeyju Ey-
vindsdóttur, Pálina, gift Sigurði Þor-
steinssyni, nemamanni, Leifur, skip-
stjóri, kvæntur Ragnheiði Þorgrims-
dóttur, Kristin, gift Per Sören Jörgen-
sen, rafvirkja, Edda, gift Hermanni
Hjartarsyni, framkv.stj., Bára, ógift.
Bylgja, gift Aðalsteini Birgi Ingólfs-
syni, Vikingur, skipstjóri kvæntur Sól-
rúnu Guðbjörnsdóttur.
Það var ekki litið afrek þeirra hjóna,
að koma upp þessum stóra barnahópi,
en þrek og kraftur Halldórs, dugnaður
og hagsýni Matthildar og samstilltur
vilji þeirra, var það sem dugði.
Heimili þeirra i „Stakkholti” var
sannkallað skjól og miðstöð fjölskyld-
unnar allrar fram á þennan dag, þar
var aldrei of þröngt, þar var ávallt op-
iðhús, hjartahlýja og lifsgleði, það féll
ekki aðeins i skaut allra barna þeirra,
heldur einnig tengdabarna og barna-
barna, vina og kunningja.
Matthildur var einstök manneskja,
hlý og lifsglöð, sá ávallt björtu hliðar
lifsins. Hún lézt 19. marz 1962, varð
hún allri fjölskyldunni harmdauði. Til
minningar um hana gaf Halldór Jóns-
son og börn hans hinni nýju Ólafs-
vikurkirkju, mikið og vandað pipu-
orgel, sem vigt var 25/5 1968. A silfur-
skildi er Halldór lét setja á orgelið,
standa þessi orð: „Gefið Ólafsvikur-
kirkju af Halldóri Jónssyni og börnum,
til minningar um hjartkæra eiginkonu
og móður, Matthildi Kristjánsdóttur
f.8/11 1903 d.19/3 1962 og Laufeyju
Halldórsdóttur f.25/9 1923 d.19/4 1925.
Guðs blessun fylgi gjöf þessari”.
Þessi mikla og veglega gjöf sýnir vel
stórhug og lifsviðhorf Halldórs, gjöfin
lýsir hlýhug hans og ræktarsemi við
kirkju hans og heimabyggð og var um
leið sérstaklega verðug minningagjöf
til að halda uppi minningu um ágæt-
ustu konu, sem elskaði þorpið sitt og ól
upp þrekmikla Ólafsvíkinga, sem sett
hafa svip sinn á Ólafsvik.
Eftir lát konu sinnar stofnaöi Hall-
dór Jónsson útgerðarfyrirtækið Stakk-
holt h/f með börnum sinum, er þetta
fyrirtæki með traustustu útgerðar-
fyrirtækjum, rekstur þess með mikl-
um og sérstökum myndarskap, enda
mótað af reynslu og stórhug Halldórs.
Fyrirtækið á nú og rekur fjóra báta,
m/b Jón Jónsson, m/b Steinunni, m/b
Matthildi, m/b Halldór Jónsson.
Framkvæmdastjóri Stakkholts h/f er
Hermann Hjartarson, tengdasonur
Halldórs, en allir tengdasynir hans
vinna að útgerðinni, er það sjálfsagt
einsdæmi að svo stór fjölskylduhópur
skuli vinna svo samtillt að eflingu
sama fyrirtækis, kemur þar enn i ljós
hin sterku mótunaráhrif Halldórs.
Halldór Jónsson var lifsglaður fé-
lagshyggjumaður, var hrókur alls
fagnaðar i hópi vina og kunningja sem
voru margir um land allt. A yngri ár-
um tók hann þátt i leikstarfsemi hér i
Ólafsvik, sem þá átti miklum fram-
gangi að fagna, og öllum er hann
ógleymanlegur er sáu hann i hlutverki
,,Jóns sterka” i Skugga-Sveini. Hann
var aðalhvatamaður og driffjöður að
stofnun Bridge-félags i Ólafsvik. Hall-
dór hafði sérstakt yndi af ferðalögum,
bæði innanlands og utan, og naut þess
að fræðast um allt er fyrir augu bar,
var sérstaklega minnugur, heill sjór af
ýmiss konar fróðleik. Þeir eru margir,
sem notið hafa þeirrar ánægju að vera
samferðamenn Halldórs i slikum ferð-
um.
Sumarið 1960 og 1961 fórum við hjón-
in með Halldóri og Matthildi i ferða-
lag. Fyrra sumarið norður og austur
um land, en siðara sumarið suöur um
landið. Verða þessi ánægjulegu feröa-
lög okkur ávallt minnisstæð, áhugi,
kraftur og rausnarskapur Halldórs,
ljúfmennska og lifsgleði Matthildar,
þrátt fyrir sjúkleika hennar, sem hún
duldi svo vel. Það sópaði af Halldóri á
áningarstöðum. Við höfðum ákveðið
14
islendingaþættir