Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 16
Karl Guðjónsson fyrrv. alþingismaður, Vestmannaeyjum Þann 7. marz s.l. andaðist á sjúkra- húsi hér i borg Karl Guðjónsson, fyrrv. alþingism. i Vestmannaeyjum, rúmlega 55 ára að aldri. Leið okkar Karls Guðjónssonar lá fyrst saman 1956, er ég tók sæti á Alþingi i fyrsta sinn. Þá vorum við i hópi þeirra, er voru kosnir af flokkum okkar i fjár- veitinganefnd og áttum þar samleið til ársins 1963. Karl Guðjónsson var kosinn formaður fjárveitinganefndar haustið 1956 og gegndi þvi starfi á er hún missti mann sinn á sviplegan hátt frá tveimur ungum dætrum og þriðju undir belti. Ekki var beðið um hjálp, að ég til vissi, en Sigurfinnur kom eins og hendi væri veifað frá annariku búi, eiginkonu og tveimur ungum sonum með þau smyrsli sem dugðu og var hjá þeim á aðra viku. Þetta óvenjulega bróðurþel, dreng- skap og allt annað þakka þær nú af hrærðu hjarta. Unnur minnist þess lika, þegar dætur hennar voru á heimili þeirra hjóna á öllum tima árs og nutu alls hins bezta sem hægt var. Ég hafði lika gaman af að taka þátt i gleði þeirra, þegar verið var að búa sig af stað austur i Stardal. og einnig að taka á móti þeim þegar þaðan var komið. Þær komu ætið þrungnar fögnuði og lifsgleði, með ógleymanlegar minn- ingar af samskiptum góðra manna og fallegra dýra. Erla, elzta dóttir Unnar, sem er gift og búsett austur á Hornafirði, naut ekki siður ástrikis á þessu örláta heimili. Þess vegna er hugur hennar óskiptur þar nú. Vegna fjarlægðar getur hún ekki komið, og biður hún Guð að blessa minningu frænda sins. Við Unnur, dætur hennar og menn þeirra, vottum Sólveigu og sonum hennardýpstu samúðog biðjum góðan Guð að blessa þau og þeirra heimili. Kæri vinur. Nú tekur móðir jörð þinar jarðnesku leifar i fang sitt, en andi þinn er frjáls og svifur á vængjuðum gandi friðar, vonar og gleði inni musteri eilifðarinnar. Bjarni M. Jónsson. þremur þingum. eða til vorsins 1959. Karl Guðjónsson hafði setið á Alþingi næsta kjörtímabil á undan og var þvi nokkuð farinn að venjast þingstörfum, er hann gerðist formaður fjárveitinga- nefndar, en hafði hins vegar ekki áður tekið þátt i störfum f járveitinga- nefndar. Honum var mikill vandi á höndum. þegar hann tók þetta starf að sér. Hann var einn úr sinum flokki i nefndinni. Meirihluti nefndarinnar var þá samansettur af 4 Framsóknar- flokksmönnum. einum Alþýðubanda- lagsmanni. sem var Karl. og einum Alþýðuflokksmanni. en allir vorum við stuðningsmenn þeirrar rikisstjórnar, sem þá sat við völd. það var rikisstjórn Hermanns Jónassonar. 1 nefndinni voru fyrir. bæði úr hópi okkar Framsóknarmanna. þaulvanir forystumenn úr fjárveitinganefnd Alþingis, eins og Halldór Asgrimsson frá Vopnafirði og Karl Kristjánsson frá Húsavik. En úr hópi Sjálfstæðis- manna var Pétur Ottesen meðal þeirra manna. sem áður sátu i fjár- veitinganefnd og hafði m.a. gegnt þar formannsstörfum. Ég efast ekki um það. að Karl Guðjónsson gerði sér grein fyrir þvi, er hann hóf störf, sem formaður þessarar nefndar, að verk- efni sem framundan var, var ærið vandasamt, bæði vegna þess að vinna i fjárveitinganefnd Alþingis er alltaf mikil og vandasöm og þá sem fyrr og siðar gekk erfiðlega að ná endum saman, þar sem fjárlagatekjur ná sjaldan þvi, sem löngun Alþingis manna er til athafna á sviði þeirra umbótamála, sem þeir vilja vinna að. En þar að auki bættist það við, sem vandamál Karls, að hann, nýliði i fjár- veitinganefnd, gerðist þar formaður innan um þessa æfðu fjárveitinga- nefndarmenn, sem þar voru fyrir. Það sýndi sig þegar i upphafi, að Karl Guðjónsson hafði til brunns að bera, þá hæfileika, sem gerðu það að verkum. að hann sat sæti sitt vel. Hann var skapfestu- og heilsteypu- maður. Alveg laus við fum. Hann var einnig afskaplega samstarfslipur og gætti þess, að halla hvorki á samherja né andstæðinga i viðskiptum i störfum nefndarinnar, þó að hann væri jafn ákveðinn með sinar skoðanir, er til þeirra þurfti að taka. Honum tókst þvi fljótlega að ná tökum á nefndinni. og vinnubrögð voru þar öll með ágætum og samskipti þeirra nimenninga. sem voru úr 4 stjórnmálaflokkum, gengu vel um dagleg störf fjárveitinga- nefndar. Ekki þarf orðum að þvi að evða. að sjónarmið okkar. sem mynduðum meirihluta, og stóðum að stjórn Hermanns Jónassonar. voru að sjálf- sögðu ólik um margt. Ahugaefni ol'.kar um fjárveitingar voru lika misjöfn. En þó að Karl Guðjónsson hefði á ýmsum hlutum aðrar skoðanir en við samstarfsmenn hans i meirihlutanum höfðu, þá kom það ekki til neinna vandræða. heldur tókst að leysa það með lipurð og festu og halda i horfinu, svo að fjárlagaafgreiðsla vrði með skikkanlegum hætti, sem var sameiginlegt áhugamál okkar allra. Karl Guðjónsson lifði það einnig i störfum sinum. sem formaður fjár- veitinganefndar, að vera kominn i andstöðu við þá rikisstjórn. sem hann starfaði fyrir. meðan á fjárlaga- 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.