Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 17
afgreiðslunni stóð. En það var, þegar
að rikisstjórn Ernils Jónssonar, sem
tók við störfum rétt fyrir áramótin
1959 og starfaði að fjárlagaafgreiðslu
þann vetur, vegna ársins 1959 og átti
þá ekki nema 1 fulltrúa i 9 manna fjár-
veitinganefndinni. Karl stýrði meiri-
hlutanum við þessa fjárlagaafgreiðslu
og tókst með myndarskap, lagni og
eðlilegri kurteisi og samstarfsvilja að
afgreiða fjárlögin i samráði við
markaða stefnu þeirrar rikisstjórnar,
er þá réði rikjum og hann var i
andstöðu við.
Ég þekki ekki til nema þessa eina
dæmis i minni þingsögu, þar sem for-
maður fjárveitinganefndar hefur verið
i andstöðu við starfandi rikisstjórn,
eins og þá átti sér stað. En það var
fleira en það, sem mér er minnisstætt
frá samstarfi við Karl og sannaði
samningsvilja hans við þá, sem hann
starfaði með. Nefni ég sem dæmi frá
fyrsta formannsári hans i fjár-
veitinganefnd, að þeir eldri úr
hópnum, sem lengi höfðu starfað i
nefndinni, svo sem þeir, sem ég áðan
nefndi, eins og Halldór Asgrimsson,
Karl Kristjánsson og fulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins þeir Pétur Ottesen,
Jón Kjartansson og Magnús Jónsson,
þeir höfðu þá notið þess að fara i boði
flugfélaganna til ýmissa borga viðs-
vegar um heiminn. Það leyndi sér ekki
þennan vetur, að sérstaklega þessir úr
hópnum, sem höfðu kynnzt þessum
ferðum, höfðu mikinn áhuga á þvi, að
ein slik ferð yrði farin vorið 1958. Þeir,
sem fremstir stóðu i þessari áhuga-
sveit, voru Halldór Ásgrimsson, Karl
Kristjánsson og Pétur Ottesen. Hugur
þeirra stefndi til Rómaborgar og það
var sérstakur áhugi, ekki sizt Péturs
Ottesen, að gengið yrði á fund páfa.
Nú munu margir ætla það, að maður
með lifsskoðun þá, sem Karl Guðjóns-
son hafði tileinkað sér, hefði ekki sér-
stakan áhuga á ferð á fund páfans i
Róm. En hvort sem það hefur verið
eða ekki, sem ég kann ekki skil á, þá
sýndi það sig, að hann hafði áhuga á
þvi, að standa drengilega með sinum
samstarfsmönnum og vinna að þvi
með þeim, aðþessi ferð yrði farin, sem
raun varð á. Um hana urðu mikil
blaðaskrif, sem kunnugt er. Það skipti
Karl Guðjónsson engu máli. Hann
hafði tekið ákvörðun um að styðja að
þvi að nefndarmenn nytu þessarar
ferðar og hann hafði forystu um það,
og lagði sig verulega fram um að sjá
þá staði i Rómaborg, sem samstarfs-
fólkið og samferðamennirnir höfðu
áhuga á. Hann gekk með hópnum á
fund páfa með sama helgisvip og
hátiðatilbrigðum og við hin, er i
hópnum voru. Hann reyndist i þessari
ferð hinn skemmtilegi ferðafélagi i
alla staði.
Ekki þarf ég hér orðum i það að
eyða, að Karl Guðjónsson var maður
vel gefinn. Hann var sérstaklega
ritfær og góður ræðumaður. Vöktu
útvarpsræður hans oft athygli hlust-
enda, ekki sizt fyrir hvað málfariö og
málið var snjallt. En ég held lika,
að með sanni megi segja, að Karl
Guðjónsson hafi verið góður drengur,
sem gott var að kynnast og vinna með.
Hann sýndi samstarfsmönnum sinum
alltaf sömu tillitssemina og sama
samstarfsviljann. 1 öllum þeim
verkum, sem ég vann með honum,
meðan okkar samskipti voru veruleg,
— en það voru þau þann tima, er við
sátum báðir i fjárveitinganefnd og
ýmsum nefndum i sambandi við störf
fjárveitinganefndar, — voru samskipti
og samstarf okkar mjög gott, sem ég
minnist með ánægju.
Þessum linum minum er ekki ætlað
að vera nein æviskráning á störfum
Karls Guðjónssonar, vegna þess að
hér er getið þess þáttar eins, sem ég
F. 9/4 1898
D. 11/1 1973
Árin liða hratt i skaut aldanna.
Vinirnir hverfa ört af sjónarsviði. Á
sumri komanda eru liðin 32 ár frá þvi
fundum okkar Árna Vilhjálmssonar
bar fyrst saman og finnst mér það sem
örskotsstund.
Ég var þá nýbakaður kandidat og
umsækjandi um prestsembættið á
Seyðisfirði. Hann var þá útvegsbóndi á
Háeyri við Seyðisfjörð. Ég kom á
heimili hans i þvi skyni að afla mér
fylgis. Ekki er ofsagt, að ég kom á gott
og myndarlegt heimili. ‘Aldrei munu
mér, úr minni liða áhrifin af þessum
fyrstu kynnum við fjölskylduna á
Háeyri, en þau áttu eftir að verða löng
og góð.
sjálfur kynntist. Siðustu kynnj okkar
Karls Guðjónssonar voru þau, að ég
sótti ráðstefnu hjá bandalagi starfs-
manna rikis og bæja s.l. haust að
Munaðarnesi. Þeirri ráðstefnu
stjórnaði Karl. Sama einkennið var á
stjórnsemi hans á ráðstefnu þessari,
sem fyrr, festa, hófsemi, tillitssemi og
skemmtileg framsetning var yfir-
svipurinn á hans fundarstjórn. Eins og
að likum lætur gerði ég mér það ekki i
hugaríund þá, eða leiddi að þvi hugann
að þetta yrði siðasta sinn, sem ég sæi
Karl Guðjónsson. Þó varð sú raunin á.
Mér finnst, að þegar ég lit yfn ' ynni
okkar, þá fari vel á þvi að endirinn i
endurminningum minum um hann,
skuli vera i samræmi við upphafið. Að
Karl sæti i forsæti með háttvisi og
skörungskap.
Ég votta konu hans og börnum inni-
lega samúð okkar hjóna. 1 minningu
minni er Karl Guðjónsson maður
myndarlegrar gerðar, sem féll langt
fyrir aldur fram.
Ekki var heimilið rikmannlegt mið-
að við ibúðarhætti nútima útvegs-
hölda, en smekkvisi og hlýleiki mætti
manni i hverjum krók og kima.
Árni bjó þarna með elskulegri og
myndarlegri konu sinni, Guðrúnu
Þorvarðardóttur, og börnum þeirra
fjórum, Vilhjálmi og Tómasi, nú
þekktum lögfræðingum, Þorvarði,
framkvæmdastjóra einnig kunnum
athafnamanni hér i bæ og Margréti,
sem einnig er hér framkvæmdastjóri.
Ógleymanlega elskuleg var þessi
fjölskylda. Ég skynjaði undir eins ein-
drægnina, sem rikti á heimilinu og
góðviljann i garð náungans. Ég gleymi
ekki hinni einlægu hlýju, hressilegu
glaðværð, hinu bjartsýna lifsviðhorfi
og drengilega og háttvisa viðmóti.
Eftir að hafa þegið góðgerðir, bauð
Halldór E. Sigurðsson.
r
Arni
Vilhjálmsson
islendingaþættir
i
17