Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 10
Sigrún Guðmundsdóttir frá Melum Fædd 21. júni 1895 Dáin 20. marz 1972 Þá eik i stormi hrynur háa, hamra þvi beltin skýra frá, en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má, en angan horfin innir fyrst, urta byggðin hvers hefir misst. Vist segja fáir hauðrið hrapa, húsfreyju góðrar viður lát en hverju venzlavinir tapa, vottinn má sjá á þeirra grát. Af döggu slikri á gröfum grær, góðrar minningar rósin skær. Þessi erindi eftir Bjarna Thoraren- sen hafa sifellt hljómað mér i eyrum siðan ég frétti lát Sigrúnar Guðmunds- dóttur frá Melum, mér finnst þau svo táknræn um lif og starf sveitakonunn- ar. Hún hefur aldrei haft hátt um sig, en oftast unnið störf sin rólega og hóg- værlega, — annazt börn og bú i ást og trúnaði og áunnið sér þannig vináttu og traust samferðamannanna, og sú sem hér er minnzt, er ein af mörgum. Þegar hún nú hefur kvatt þennan heim finnst mér eins og angandi fjóluilmur fylli hug minn ljúfum minningum, þar sem ég nú stend á ströndinni og horfi yfir hið mikla djúp, sem aðskilur lif og dauða, en gefur okkur von um endur- fundi og fagnað á landi sælunnar. ,,Það er huggun harmi gegn”. Sigrún fæddist 21. júni 1895 i Ólafs- vik. Foreldrar hennar voru Guðmund- ur Asgrimsson og Vigdis Bjarnadóttir. Hún dvaldist með foreldrum sinum til 10 ára aldurs, þá fór hún til frú Ingi- bjargar Jó.nasdóttur og séra Sveins Guðmundssonar, sem þá voru á Skarði á Skarðströnd. Séra Sveinn var nokkur ár prestur i Saurbæjarprestakalli i Dalasýslu, en vorið 1916 flytjast þau hjón norður i Arnes i Strandasýslu. Þar var hann prestur i um 20 ár, — með þeim fór Sigrún norður. Nokkurrar menntunar naut hún á heimili prestshjónanna, var prestur ágætur uppfræðandi og kennari, kenndi börnum sinum og naut Sigrún þar góðs af. Einnig fór hún á sauma- 10 verkstæði og hússtjórnarskóla og hafði hún mikil not af veru sinni þar, þvi að hún var góðum gáfum gædd og hafði næman fegurðarsmekk og bar heimili h$nnar þess ljósast vott. A Borðeyri var hún i 6 ár og sá þá um heimili fóstursystur sinnar Elinborg- ar, sem þá var simstöðvarstjóri þar. Vorið 1931 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sinum, Sigmundi Guð- mundssyni frá Melum. Foreldrar hans voru merkishjónin Elisabet Guð- mundsdóttir frá Öfeigsfirði og Guð- mundur Guðmundsson, bóndi á Mel- um. Var hann sjöunda af 12 börnum þeirra hjóna, mesti atorku- og dugn- aðarmaður og þá nýútskrifaður bú- fræðingur frá Hvanneyri. Hófu þau fyrst búskap i Arnesi og bjuggu þar til ársins 1939, að ungur prestur, séra Þorsteinn Björnsson, nú frikirkju- prestur i Reykjavik, tekur við staðn- um og fer að búa þar. Flytjast þau þá að Melum og búa þar á móti Guö- mundi, bróður hans i 23 ár. Þar liggja leiðir okkar Sigrúnar fyrst saman, er ég vorið 1942 giftist Guðmundi tengda- bróður hennar. Við vorum þvi ná- grannakonur um 20 ára skeið. A ég margar góðar minningar frá þeim ár- um, þá hittumst við oft og spjölluðum margt saman, þvi aö Sigrún var skemmtileg i viðræðum og gott að blanda við hana geði. A okkar sam- veru fellur enginn skuggi. Þau hjón voru mjög barngóð, og eftir að við tókum kjördóttur okkar, Elisabetu, mátti segja, að þeirra heimili væri hennar annað heimili. Hún átti þar ávallt kærleika að mæta, sem hefur ebzt til þessa dags. Hún sendir nú sinni kæru vinu einlægar þakkir fyrir ógleymanlegar yndis- stundir á heimili þeirra á Melum. Sigmundur, maður Sigrúnar, hefur um árabil verið mjög heilsuveill og þvi oft orðið að dvelja langtimum saman á sjúkrahúsum vegna vanheilsu, og eitt sinn var hann fjögur ár samfleytt að heiman. Þessi ár reyndu mikið á and- legt þrek hennar, en trúin var mikil og treysti hún ávallt á guðs handleiðslu og að hann gæfi sér þrek til að standast þessa raun, og guö gaf henni vini og vandamenn, sem tóku með virku starfi þátt i þessari þraut. Til Akureyrar fluttu þau svo haustið 1962. Heilsu Sigmundar var þá þannig komið, að hann treysti sér ekki til að vera við búskap lengur, Rúnar, sonur þeirra var búsettur á Akureyri. Þau keyptu sér fallega ibúð og undu hag sinum vel. Sigrún bjó þeim þar, eins og annars staðar, fallegt heimili, þvi að hún var mikil snyrtikona. Sigrún var lagleg kona, fallega vak- in með mikið ljóst hár, flétturnar náðu uppnældar i beltisstað og fór þaö vel við islenzka búninginn hennar, sem hún bar með prýði og klæddist alltaf við hátiðleg tækifæri og á mannamót- tslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.