Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 23
og kynni öll, og óska svo þessum gáf aöa drengskaparmanni, konu hans og fólki hans ööru blessunar og farsældar á ókomnum árum. Jóh. Salberg Guömundsson Hinn 25. marz s.l. varð Gisli Magnússon, bóndi i Eyhildarholti átt ræður. Gisli er fæddur að Frosta- stöðum i Blönduhlið, sonur Magnúsar Gislasonar, bónda þar og konu hans Kristinar Guðmundsdóttur frá Gröf i Laxárdal i Dalasýslu. Þeim hjónum, Magnúsi og Kristfnu, búnaðist vel á Frostastöðum. Bjuggu þau þar lengi stærsta búi i Skagafirði, og var Magnús talinn einn af auðugustu bændum landsins, jafnt að jörðum og lausafé. Gisli Magnússon ólst upp með foreldrum sinum á hinu stóra og um- svifamikla heimili að Frostastöðum. Þar gekk hann að sjálfsögðu að öllum bústörfum með föður sinum og öðru heimilisfólki. Hafði hann strax i bernsku sérstakt yndi af sauðfé og hrossum enda varð hann ungur ágætur fjármaður. Sú list var meira metin áður fyrr en nú á siðustu árum. en er ávallt frumskilyrði þess, að fjárbúið geti orðið bóndanum i senntil arðs og yndis. Gisli Magnússon lauk gagnfræða- prófi frá Menntaskólanum i Reykjavik 1910. Hann var námsmaður ágætur og hefur án efa átt kost á langskólanámi, er þá þótti forréttindi ungra manna, þvi i þá daga hindraði fátæktin skóla- göngu margra hæfileikamanrta. Gisli valdi hina leiðina. Hugur hans stóð til búskapar i hinni fögru heimabyggð. Hann ákveður að búa sig sem bezt undir framtiðarstarfið, fer i bænda- skólann á HÓlum haustið 1910 og brautskráist þaðan vorið 1911. Frá 1912-1914 stundar Gisli svo búnaðar- nám i Noregi og Skotlandi, sérstaklega sauðfjárrækt. Eftir heimkomuna 1914 vinnur Gisli að búi foreldra sinna að Frostastöðum til vorsins 1923. Hann kvæn tist 19. júli 1917 Guðrúnu Stefaniu Sveinsdóttur, bónda á Skatastöðum i Austurdal. Þau hjón kaupa hið fagra stórbýli Ey- hildarholt i Ripurhreppi, vorið 1923, setja þar þégar saman bú og hafa búið þar óslitið siðan, þó að siðustu árin hafi yngstu synir þeirra að mestu tekið við búskapnum. Eyhildarholt er kostamikil og fögur jörð, en gölluð, þar eru túnræktarskil yrði litil, vegna þess, hve landið allt liggur lágt, en mikil og grasgefin engjalönd og frábært beitiland á hinni vfðáttumiklu Borgareyju, þegar hún liggur ekki undir vatni og is. En jörðin er erfið, vegna þess að daglega þarf að fara til bústarfa fram og aftur yfir Héraðsvötnin eða kvislar úr þeim á bátum eða hestum, ekki aðeins með fólk og tæki, heldur einnig búsmala allan margan daginn. Nú hafa þau hjón Gisli og Guðrún, búið I Eyhildarholti i hálfa öld á næsta vori. Þau hafa fyrir löngu siðan gert garðinn frægan. Fyrir tvennt er Gisli kunnastur, afrek i sauðfjárrækt og farsæl félagsmálastörf i þágu sveitar sinnar og sýslu og landsins alis. Gisli i Eyhildarholti er fjölhæfur gáfumaður, fagurkeri, fremur dulur að eðlisfari, tilfinninganæmur og drengur góður. Ég kynntist honum fyrst haustið 1938, er ég var á hrúta- sýningarferð um Skagafjörð. Ég hafði haldið sýningar i flestum sveitum Skagafjarðar áður en ég kom i Ripur- hrepp. Ég hafði veitt þvi athygli, að sumir allra beztu hrútarnir i sýslunni voru ættaðir frá Eyhildarholti, og þeir báru það með sér, að þeir voru af þaul- ræktuðum stofni. Hlakkaði ég þvi til að koma i Eyhildarholt og sjá hvað Gisli bóndi átti heima, úr þvi hann hafði selt frá sérsvo ágætarkindur, sem ég hafði séð. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Hafði ég aldrei fyrr séð jafnmarga og vel ræktaða hrúta á einu búi. Þeir báru með sér, að þar hafði snillingur að verki verið. Hvar sem á þá var litið eða á þeim tekið blöstu við kostirnir og kynfestan. Þeir höfðu stutt, svert og reist höfuð, miklar granir, flenntar nasir, gleiða, sterka kjálka, gleitt setta, stutta og svera fætur, stuttan, sveran háls, frábærlega jafnvaxinn og holdmikinn bol, hæfilega langan, framstæða breiða bringu, útlögur rifjanna framúrskarandi hvelfdar, herðar ávalar, bakið breitt, kúpt og holdgróið, malir breiðar og holdgrónar og lærin stutt og frammúrskarnadi vöðvafyllt. Svipmót fjárins var hið ákjósanleg- asta, ullin yfirleitt ágætlega hvit, and- litið á sumu hvitt með dökkum dröfn- um og dökkum grönum, en á öðru igult. Þessi frábæri fjárstofn var felldur við fjárskiptin. Þótt reynt væri að varðveita eiginleika stofnsins með sæðingum, þá mistókst það til ómetan- legs tjóns fyrir islenzka sauðfjárrækt. En lífið heldur áfram, þótt mannanna verk misfaristoft.Nýrfjárstofn kom að Eyhildarholti við fjárskiptin, rauna- lega lélegt fé miðað við gamla stofn- inn. En tekið var til óspilltra mála við ræktunina með allgóðum árangri. Nú eiga þeir Eyhyltingar ágætt fé, þótt það jafnist ekki á við gamla stofninn. Hæfileikar Gisla i Eyhildarholti hafa einnig notið sin á félagsmálasviðinu. Hann hefur gengt langtimum saman islendingaþættir flestum þeim störfum á sviði félags- mála, sem til falla i einu sveitar- og sýslufélagi, Hann átti sæti i hrepps- nefnd Ripurhrepps um 37 ára skeið og var oddviti i 24 ár, sýslunefndarmaður siðan 1942, i yfirskattanefnd Skaga- fjarðarsýslu siðan 1934 i stjórn Kaup- félags Skagfirðinga fyrst 1919—1922 og aftur 1939 til þessa dags og hefur verið varaformaður þess siðan 1946. Gisli hefur eins og margir mændur á Norð- urlandi verið^ mikill unnandi Hóia- skóla. Hann var prófdómari við þann skóla um langt árabil, og svo mikils hefur hann metið þessa menntastofn- un, að allir synir þeirra Eyhildarholts- hjóna, niu að tölu, eru búfræðingar frá Hólum. Þykir mér óliklegt að svo hefði til tekizt, ef Gisli hefði ekki talið skól- ann eftirsóknarverðan ungum mönn- um. Gisli var kjörinn varafulltrúi á Búnaðarþing 1942 og aðalfulltrúi 1962 og siðan. Hefur hann alls setið á 13 Búnaðarþingum. Störf Gisla á Búnað- arþingi i félagsmálum yfirleitt hafa einkennzt af þvi að fylgja ætið af festu og fullum drengskap hverju góðu máli, sem lfklegt er að verði til framfara á sviði menningar og hagsældar fólksins i landinu, einkum þess er skarðastan hlut býr. Hann hugsar öll málvandlega lætur sér eigi óðslega um skjótan framgang þeirra, en kvikar hvergi frá þeim málstað, er hann telur réttan. Hann biður heldur átekta og sætir lagi þegar færi gefst til að koma þörfu máli 1 höfn. Gisli Magnússon i Eyhildarholti hefur verið formaður Framsóknar- félags Skagfirðinga frá stofnun þess 1928. Hann hefur ætið verið ótrauður baráttumaður þess flokks og sam- vinnustefnunnar. Gisli i Eyhildarholti er frábær ræðusnillingur og löngu landskunnur fyrir blaðaskrif sin. 1 ræðu og riti er hann gagnorður og rökfastur og beitir islenzkri tungu af leikni og smekkvisi málsnillingsins. Þau Eyhiidarholtshjón, Guðrún og Gisli, eignuðust 13 börn, 2 dóu i frum- bernsku, en 11 eru enn á lifi, 9 synir og 2 dætur, allt hið bezta fólk. öll eru börnin búsett i Skagafirði. Heimilið i Eyhildarholti er eitt af þessum landskunnu hlýleika og menningarheimilum. Þangað er gott að koma. Veldur þar mestu alúð, gáfur og höfðingslund húsráðenda. Ég árna Gisla i Eyhildarholti allrar blessunará ókomnum árum. Við hjón- in þökkum honum ótal ánægjustundir, þvi jafnan hefur hann verið mestur aufúsugestur á heimili okkar. Halldór Pálsson. 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.