Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 13
Halldór F. Jónsson útgerðarmaður, Olafsvík sældir en flokksfylgi. Jón var minn- ugur á nöfn manna og mannglöggur. Gleöimaöur og gestrisinn, ólatur aö reka erindi fyrir kjósendur og hjálp- samur. Hann var viðmótshlýr, góður ræðumaður og kænn að afla atkvæða. Þessir eiginleikar dugðu til þess, að hann hlaut jafnan vafaatkvæðin. Jón hafði ánægju af að vera þing- maður. Hugur hans var bundinn við þau störf. Hann vann tiltölulega litið að bústörfum, eftir að hann fór að vera á þingi og hafði eigi mikil afskipti af innanhéraðsmálum. Jón var duglegur þingmaður fyrir héraðið og ýtinn að koma fram málefnum fyrir kjördæm- ið, en hafði að sjálfsögðu misjafna að- stöðu, þvi að Sjálfstæðisflokkurinn var stundum i stjórnarandstöðu. Deila má um gagnsemi vissra framkvæmda, sem Jón vann að, en eigi verður allt séð fyrir, og það breytir þvi ekki, að Jón vann fyrir héraðið og ibúa þess af góðum hug og beztu getu. Ég kom stundum til Jóns i Reykjav- ik meðan hann var þingmaður. Við vorum góðir vinir, þótt við værum eigi i sama flokki. Hann gat verið skemmtilegur og mundi vel það, sem borið hafði við á lifsleiðinni. Oft lofaði hann mér að heyra visur. Jón hafði gaman af að yrkja, einkum á efri ár- um. Hann var fljótur að þvi, en eigi að sama skapi vandvirkur. Jón gat gert góðar visun en gagnrýndi eigi kveð- skap sinn nægilega, svo visur hans voru mjög misjafnar að gæðum. Jón var forseti sameinaðs þings um árabil, og gegndi ýmsum störfum auk þingstarfa. Hann var t.d. formaður bankaráðs Búnaðarbankans, i nýbýla- stjórn og endurskoöandi rikisreikn- inga. Hann virtist sækjast eftir þess- um störfum. Lif hans var bundið við og sneristum þessi störf. Ég er i vafa um, að hann hafi haft verulega ánægju af atvinnurekstri. Satt að segja skvldi ég aldrei til fulls hvað gildur þáttur það var i lifi Jóns að vera þingmaður. Lifið er margþætt og lifsgleði má viða finna, ef við kunnum að leita hennar á réttan hátt. Jón Pálmason var kvæntur Jóninu Ölafsdóttur. vestfirzkri konu. Jónina var dugleg. óeigingjörn og reyndist manni sinum frábærlega vel. Hún er nú háöldruð og farin að heilsu. Börn þeirra eru: Eggert lögfræðingur. nú látinn. Pálmi bóndi á Akri og þingmaður. Margrét. búsett i Reykjavik. Salóme, frú Hvammi i Vatnsdal. Ingibjörg. frú Blönduósi. Börn þeirra hjóna eru öll vinsæl og vel gefin. Jón á Akri var einn þessara eðlis- greindu manna, sem eyddi eigi orku h'æddur 9. april 1904 Dáinn 22. marz 1972. Otför hans var gerð frá Ólafsvikur- kirkju 28. marz sl. að viðstöddu fjöl- menni. Við fráfall Halldórs Jónssonar er horfinn af sjónarsviðinu einn litrik- asti og mikilvirkasti athafnamaður i Ölafsvik. Tel ég á engan hallað, þótt ég fullyrði, að fáir hafi markað dýpri spor i framfarasögu Ölafsvikur, lif hans og atorka var samtvinnuð sögu byggðar- lagsins, sem hann unni af alhug. Ég vil leitast við að heiðra minningu hans með þvi á ófullkominn hátt, að reyna að draga fram nokkra þætti lifs- sögu hans, lifssögu manns, sem hefði átt að vera skráð skýru letri i sögu þjóðarinnar sem skýrt dæmi um at- orkumenn þessarar aldar, einn þeirra sem lagt hafa þyngstu lóðin i fram- farasögu islenzku þjóðarinnar, án þess að eftir þvi væri tekið sem vert væri. Við öll stöndum i mikilli þakkarskuld við slika menn, en sem betur fer á Is- land marga slika. Væri það mesta gæfa, ef atorka þeirra og starf yrði öðrum leiðarljós. Halldór Jónsson sagði við mig fyrir sinni i að sitja áratugi á skólabekk, en braut sér leið vegna meðfæddra hæfi- leika. Ég hygg. hann hefði orðið þing- maður i hvaða kjördæmi, sem hann hefði verið búsettur i. Óhlifinn gat hann verið i stjórnmáladeilum og stundum kenndi öfga i dómum um menn og fiokka, en málflutningur hans var án rætni, hann var sáttfús og laus við hefnigirni. Ég hygg, að engum framsóknarmanni i Astur-Húnavatns- sýslu hafi verið kalt til hans og meðal þeirra átti hann marga kunningja og jafnvel vini. Jón andaðist á sjúkrahúsinu á Blönduósi. 1. febrúar s.l. 85 ára að aldri. Hann mun hafa verið meira og minna lasinn siðustu misserin og ásáttur með að hverfa yfir móðuna miklu. Jón var gæfumaður i lifinu. Heppnaöist það, sem hann tók sér fyrir hendur, fékk að starfa að hugðarefn- um sinum og mun hafa verið sáttur við lifið og samferðamennina. Ég veit þvi aö lfðan hans er góð. Bjöfn ,>á,sson nokkrum árum, að hann hefði viljað að lifsstarf sitt mótaðist fyrst og fremst af þvi að koma börnum sinum til þroska og stuðla að lifshamingju þeirra, með þvi að leitast við að tryggja þeim efnalegt sjálfstæði og fótfestu i lifinu og i öðru lagi, að leggja sitt lóð að uppbyggingu Ólafsvikur. Það er öllum ljóst, að þetta lifsmark Halldórs Jónssonar hefur sannarlega orðið að veruleika, börn hans og af- komendur allir, standa traustum fót- um i lifsbaráttunni, eru öll styrkar stoðir i samfélaginu og hafa með starfi sinu lagt drjúgan skerf i uppbyggingu Ólafsvikur. Halldór F. Jónsson var fæddur á Arnarstapa i Breiðuvikurhreppi 9. april 1904, sonur hjónanna Jóns Jóns- sonar og Steinunnar Jónsdóttur, yngstur sex systkina. Þegar hann var aðeins 2ja ára, flutti fjölskyldan til Ólafsvikur, þar sem Halldór ólst upp og átti heima til dauðadags. Foreldrar Halldórs, Jón og Steinunn, voru sæmd- ar- og mannkostafólk. Jón Jónsson var góður sjósóknari og talinn einn bezti ræðari undir Jökli i þá daga, þá var lifsbaráttan önnur, menn urðu að duga islendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.