Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 20

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 20
Skæringur Sigurðsson bóndi frá Rauðafelli Elfa timans rennur fram hjá eins og fljótiö,er til sjávar fellur frá upptökum sinum, og enginn mannlegur máttur fær stöðvað. Þannig er manns ævinni varið, vinir berast burt með timans þunga nið, en við mennirnir stöndum áiengdar þögulir og vanmáttugir. Þegarég frétti lát mins aldna vinar og samsveitungs Skærings Sigurðssonar frá Rauðafelli, koma fram i huga mér margar endurminningar frá liðnum árum, minningar um einn þessara baráttudjörfu hagleiksmanna, sem létu aldrei örðugleika fátæktarinnar smækka sig eða brjóta sig niður, en börðust djarfir og vonglaðir, en eygðu ávallt sólris betri tima. Það fólk sem nú er að vaxa úr grasi á tslandi og lifir við einhver beztu lifs- kjör i veröldinni, getur naumast gert sér i hugarlund, hve mikið átak þaö var efnalausu fólki að berjast áfram með stóran barnahóp á lélegu jarð- næði um siðustu áldamót og fyrsta mildi sins hjarta, hugþekkum blæ létt- leika og hlýju. Með slikum glæsibrag sigrar ekki meðalmennskan. Hún safnaði ekki sjóðum á vefaldarvisu. Hennar sjóðir vorú óháðir gengis- skráningu krónunnar. Reyndar held ég, að Ingibjörg hefði aldrei safnað fé, þótt aðstæður til þeirra umsvifa hefðu verið tiltækar. Hjálpsemin og greiðviknin voru það snarir þættir i eðli hennar. Nú er dagsverkinu lokið, ótrúlega miklu. Allir vonuðu að það yrði lengra. Dauðinn gekk vægðarlaust til verks. Fyrir þvi hefi ég orð trúverðugra, að til leiðarloka hafi Ingibjörg haldið jafnvægi sinu og ró, eða eins og það var orðað i min eyru: ,,Hún var sama hetjan til siðustu stundar”. Eftir lifir minningin um konu mikillar gerðar, traustan vin og elskulega móður. Ég lýk svo þessum fátæklegu orðum minum, með kærri þökk til hinnar látnu fyrir samfylgdina, og votta aðstandendum samúð mina og minnar fjölskyldu. Jens Guðmundsson. þriðjungi þessarar aldar, þaö þurfti þrek og þolgæði til að biða ei ósigur i þeirri baráttu. Einn þeirra manna er börðust þar til sigurs, var Skæringur Sigurðsson. Ég sem þessar linur rita, get af nokkrum kunnugleika sagt að hann var einn af þeim mönnum, er höfðu op- in augu fyrir þeim möguleikum, sem islenzka moldin fól i skauti sinu, ehda valdi hann ungur bóndastarfið, félaus, en djarfur, starfsglaður, og með fang- ið fullt af framtiðardraumum, og skýjaborgum, sem svo mörgum hefur gengið illa að færa niður á jörðina. At- vik, svo sem stækkandi barnahópur, veikindi konunnar hin siðari ár, og lé- légt jarðnæði olli þvi að Skæringur var einn þeirra,sem varð að láta sér nægja að sjá hugsjónir um stórbúskap aðeins i hillingum. Ég man að hann sagði eitt sinn við mig, eftir að hann hafði lagt niður búskap, og þrotinn að kröftum. „Einkennileg eru örlögin, þegar ég hafði þrek og þurfti á fé að halda, sá ég aldrei eyri, en nú þegar ég þarf ekki á þeim að halda hef ég nóg”. En þá voru ellilaun og almanna- tryggingar komnar til sögunnar. Eins og flest af hans ættfólki var Skæringur hamhleypa til allra starfa, verkséður og frábær að vandvirkni, enda eftirsóttur af sveitungum sinum i vinnu, sérstaklega var hann góður grjóthleðslumaður, og enn má sjá hans snilldar handbragð á mörgum húsveggjum og útihúsaþökum i Eyjafjallasveit og viðar. En að leggja grjóthellu á þök, svo ekki læki dropa i stórrigningum sunnlenzkrar veðráttu, var fag,sem fáir kunna, og nú er að mestu lögð niður, en þeir bræður Skæringur og Sigurður bróðir hans voru snillingar til þeirra verka, og handbragð þeirra sést að ég hygg enn, má ég segja þá hverjum bæ i Austur- Eyjafjallahreppi. Enda mátti segja að hvergi væru reist hús i hreppnum, svo þeir væru ekki fengnir til aðstoðar. Skæringur var með afbrigðum bón- góður maður, og fljótur til hjálpar, ef sveitungi eða nágranni þurfti á aðstoð að halda, vann hann þvi mikið utan heimilis, og ekki er ég viss um að end- urgjalds hafi hann krafizt að kvöldi og arður af dagsverkinu þvi oft verið naumur og stundum týnzt. Yfir framkomu Skærings var alltaf reisn, enda maðurinn vel á sig kominn á allan vöxt, og friður sinum. Hann var vinsæll i sveitinni, og átti vini langt út fyrir sina heimabyggð. Gestrisni þeirra hjóna var orðlögð, þó munnarn ir væru margir, sem seðja þurfti heima, eins og siðar verður að vikið, (en vitanlega fátækt fyrir). Var gest- um greiddur beini af mikilli rausn og myndarskap. Skæringur var söng- maður, hrókur alls fagnaðar i góöra vina hópi, Slikir menn eru kyndlar er lengi logar á og lýsa fram á veginn, enda mun hann verða minnisstæður samtiðarmönnum sinum meðan lif endist. Slikir menn eru ómissandi i hverju samfélagi. Skæringur var sonur hjónanna Jakobinu Skæringsdóttur frá Skarðs- hlið, orðlagðri gæða og sæmdar konu, eins og hún átti kyn til, og Sigurðar 20 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.