Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 11

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Blaðsíða 11
um. Var hún ávallt mikil snyrtikona i klæðaburöi. En „á skammri stund skipast veður ilofti”. Sumarið 1970ferSigmundur að kenna lasleika enn á ný og eftir miklar rannsóknir fær hann þann úrskurð, að hann sé með berkla og verði tafarlaust að fara á hæli, og þangað fer hann samdægurs og verður að dveljast þar eitt ár og þaðan á Landspitalann og gangast undir mikinn lungnaupp- skurð. betta siðasta veikinda-áfall varð Sigrúnu ofraun. Þrekið var lamað, hún gat ekki risið undir meiri veikindum. Upp úr þessu fór hún að kenna þess sjúkdóms, sem nú hefur lagt hana i valinn. Eftir langvinnan sjúkdóm er hún nú horfin inn á annað tilverustig, þar sem vinir hennar mæta henni og þar verða fagnandi endurfundir. Þangað fylgjum við henni i huganum og litum i hjartri trúarvissu á fram- hald lifsins. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, sem öll eru uppkomin. Þau eru Sveinn Björgvin, Rúnar Heiðar, Guð- mundur Pétur og Elisabet. bau eru mannvænleg myndarbörn, sem hafa unnið sér álit i starfi og kynningu. Þau hafa verið foreldrum sinum mikil gleði, og meiri gæði en góð og elskuleg börn öðlast enginn. bau ásamt góðum föður, syrgja nú ástrika eiginkonu og móður, sem vildi allt fyrir ástvini sina gera, til þess að þau mættu öölast sem beztan andlegan og likamlegan þroska og verið ættjörð sinni til gagns og sóma. Við Guðmundur heimsóttum þau hjón á Akureyri siðastliðið sumar og tóku þau okkur afar vel, en þá var Sig- rún farin að heilsu, hún aðeins klædd- ist með hjálp, en mátturinn var allur að þverra. Hún var þó andlega heil- brigð og fylgdist vel með öllu, bæði sjónvarpi, útvarpi og blöðum en gat varla haldið á bók, en sjónin var sæmi- leg. Ég minnist þess með hrifningu, hve Sigmundur maður hennar, svo lasinn sem hann var, var ávallt reiðubúinn að veita henni alla þá hjálp og umönnun, sem hún þurfti, og sjá um að hún mætti njóta alls, sem hægt var að láta henni i té. Þessar linur eiga aðeins að vera þakklætisvottur og kveðjuorð frá okk- ur og dóttur okkar, og við vottum eiginmanni, börnum og barnabörnum hennar okkar innilegustu samúð við burtför hennar. Hún var jarösett i Fossvogskirkju- garði að viðstöddu fjölmenni. Ættjörð- in skrýddist hvitu trafi og vottaði hinni látnu þannig virðingu sina, og um leið og kistan var sett niður hellti sólin sin- um geislum yfir kistuna og mannfjöld- ann, sem stóð við gröfina. Þannig var hún kvödd hinztu kveðju hér á jörð. Guð blessi minningu þina, vina min. Ragnheiður Jónsdóttir frá Melum t Þegar ég sezt niður til þess að skrifa stutta minningargrein um fóstursyst- ur mina Sigrúnu Guðmundsdóttur .-.koma fram i huga minum bjartar og ljúfar endurminningar frá glaðværum, áhyggjulausum æskudögum og ánægjurikum samverustundum full- orðinsáranna. Sigrún kom 10 ára göm- ul frá Ólafsvik til for?ldra minna og átti hún fyrir sumartima að passa okk- ur yngri börnin. örlagaþræðirnir eru margslungnir, dvalartiminn varð lengri en til var ætlazt, þessi yndislega ljóshærða telpa varð sem einn með- limur fjölskyldunnar og dvaldi að heita mátti á heimili foreldra minna þar til hún giftist og stofnaði sitt eigið heimili. Snemma bar hún góðum gáf- um hjá Sigrúnu, hún var námfús og átti hægt með að læra. Fáguð hæ- verska og töfrandi látleysi voru meðal höfuöeinkenna þessarar hugljúfu konu, róleg glaöværð, sem yljaði sam- ferðamönnum og hjartagæzka til alls — og allra, ekki sizt þeirra sem minna máttu sin i lifsbaráttunni. hún var ein af þeim fómfúsu konum sem allt af eru reiðubúnar að hjúkra og hjálpa með- bræðrum sinum. Sigrún fæddist i Ólafsvik 21 júni 1895. Foreldrar hennar voru Vigdis Bjarna- dóttir og Guðmundur Asgrimsson. Sigrún fluttist svo með foreldrum minum fyrst aö Litla-Múla i Dalasýslu og siöar aö Arnesi i Strandasýslu, og dvaldi hún i Arnesi i mörg ár, fyrst hjá foreldrum minum og siðar sem hús- móðir á þessum stað. Sigrún giftist 1931 Sigmundi Guð- mundssyni frá Melum i Arneshreppi, duglegum ágætismanni. Þau bjuggu fyrst i Árnesi en fluttu sfðar að Melum i sömu sveit. Þau voru bæði samstillt i dugnaði, ráðdeild og fyrirhyggju að öllu sem búskapinn varðaði, enda bún- aðistþeim vel. Heimili þeirra var ann- álað fyrir festrisni og snyrtimennsku úti og inni, jörðin endurbætt með mikl- um ræktunaraðgeröum og hús byggð, og börnunum fjórum komið til mennta. bau eignuðust 4 börn, Svein B. gjaldkeri i prentsmiöjunni Eddu, kvæntur Jóhönnu Ingólfsdóttur, Rúnar H. Viðskiptafræðingur, kvæntur Helgu Sigfúsdóttur, Guðmundur kennari, kvæntur Guðfinnu Benjaminsdóttur og Elisabet fulltrúi hjá Hagstofu Islands. öll eru börnin vel gefin, duglegt náms- fólk, reglusöm og góðir borgarar, enda ekki við öðru að búast þar sem þau áttu slika foreldra. 1962hættu þau Sigmundur og Sigrún búskap, börnin voru þá komin heiman að, og fluttu til Akureyrar, þar sem Rúnar sonur þeirra hafði stofnað heimili. Sigmundur starfaði hjá KEA á Akureyri meðan heilsa hans leyfði. A Akureyri egnuðust þau vistlegt og að- laðandi heimili enda var Sigrún mjög heimilisrækin og framúrskarandi hús- móðir, heimilið og fjölskyldan var henni allt. Við lútum öll lögmáli náttúrunnar. Eftir sólrikan dag færast kvöldskugg- arnir yfir og nú hefur sól brugðið sumri. 1969 veiktist fóstirsystir min af sjúk- dómi þeim, sem leiddi hana til dauða. Hún tók sinum veikindum meö sér- stakri hugarró og kjarki, hún var lika studd og hjúkrað af sinum ágæta eig- inmanni af sérstakri umönnum og hjálpfýsi dag og nótt þar til yfir lauk. Við fráfall fósturstyrur minnar hef- ur gleðin orðið að vikja fyrir sorginni. Langri og innilegri samfylgd verður ekki slitið án sorgar og varanlegs trega. Að lokum þökkum við systkinin fóstursystur okkar samverustundirn- ar og biðjum guð að blessa þig.Sig- mundur minn, og þina fjölskyldu og gefa ykkur styrk i þungri sorg. Kr. Sveinsson. Q Haukur smásaman slógu á þrótt hans, en fyrir sjúkdóm hans varð ekki komizt og * andaðist hann hér á Borgarspitalanum 12. febrúarsiðastliöinn. Hann gerði sér fullkomlega ljósar allar staöreyndir, æðrulaus, og sá hvað framundan var. Við sjúkrabeð hans sat oft nótt sem dag hans prúða og ágæta eiginkona Kristjana Káradóttir, með þeirri sönnu fórnfýsi, sem ein kona getur i té látið, þótt sjálf hafi hún ekki verið heil heilsu um ára ráðir. Það er svo oft að það, sem bezt er gert, er unnið bak við lokaðar dyr og verður þvi fáum kunn- ugt. Við.vinir Hauks Daviðssonar, sendum eiginkonu og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur og vonum, að við megum nota setning- una, „1 komandi heimi eilift lif”. Borgarsjúkrahúsinu 20. marz 1973. Guðmundur Björgúlfsson frá Norðfirði. islendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.