Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Side 8
syni, verzlunarmanni. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn, ólaf Valdimar Valdimarsson, bróöurson frú Láru, sem missti fööur sinn þegar hann var smábarn. Ólafur er giftur önnu Jörgensdóttur og búa þau stórbúi á Uppsölum i Miðfirði, og Guörún Guð- mundsdóttur Scheving. Hún missti móður sina 6 ára gömul, er gift Jóni Scheving og eiga þau og reka Þvotta- hús Vesturbæjar hér i bæ. Allt eru þetta myndarbörn og bera uppeldinu merki að þar voru samhentir foreldrar að verki. Heimili prestshjónanna var mikið regluheimili, og bera börnin ávöxt regluseminnar út i llfið. Mágkona min var mjög félagslynd kona, tók virkan þátt i félagsstarfi góðtemplara og kvenna, og sýndi mál- efnum vangefinna mikinn stuðning. Hún var skirleikskona, sem gott var að leita til, hafði skemmtilega frásagnar- gáfu, samdi fallegar smásögur, sem báru vott um bjartsýni og sigur hins góða yfir hinu illa. Til þess að geta sem bezt aðstoðað bróður minn i prestsstarfinu lærði hún orgelleik hjá Páli tsólfssyni og spilaði þvi oft bæði i kirkjunum og við kirkju- legar athafnir i heimahúsum. Nú er þetta allt liðið. Prestskonu- starf i rúm 40 ár, uppeldi 8 barna, auk margs og margs, sem of langt yrði upp aö telja. Undir leiðarlokin i sinni árlöngu legu lét hún oft i ljós innilegt þakklæti sitt fyrir það, sem lifið með mörgu góðu fólki viðs vegar um landið hafði veitt henni og þá ekki hvað sizt fyrir þá góðu aðhlynningu, sem hún naut á Landakotsspitala hjá læknum og hjúkrunarliði. Allt er liðið hjá sem ljúfur draumur. Prestshjónin bæði horfin yfir móö- una miklu, við stöndum eftir á strönd- inni og lifum i heimi hugljúfra minn- inga frá liðnum samverustundum. Þær minningar bið ég Drottinn alls- herjar að blessa okur. Minningar um ástrikan bróður og mágkonu, góða for- eldra, afa og ömmu. Gefi Guð að börn og barnabörn megi tileinka sér hið góða og göfuga i fari þeirra. Hann blessi ykkur öll. Reykjavik, 21. marz 1973. Páll Kolbeins. t Þegar maður er orðinn aldinn að ár- um, finnur maður sennilega hvað bezt hve það ófrávikjanlega lögmál er rétt og rás þess óhagganleg, að hverfa héð- an úr heimi — deyja — Samtiðafólkið og vinir hverfa af sviðinu og maður beinir huganum til liðinna samveru- stunda, meðan leiðir lágu saman. Með þetta i huga vil ég með nokkr- um orðum minnast elskulegrar vin- konu okkar hjóna — frú Láru Kolbeins, er lézt á Landakotsspitala 18kþ.m., þó þau kynni væru i raun mest og bezt meðan við ennþá áttum heimili okkar I Súgandafirði, þar sem eiginmaður hennar séra Halldór Kolbeins var þjónandi prestur um fimmtán ára skeið. Þau hjón störfuðu þar mikið að ýmsum nýtum velfarnaðarmálum fyrir sveit okkar og heimafólk. Frú Lára ólafsdóttir, siðar Kol- beins, var fædd 26. marz 1898, að Hval- látrum við Breiðafjörð. Foreldrar voru Ólafur Bergsveinsson, bóndi og kona hans Ólína Jónsdóttir. Lára var eðlisgreind og bráðvel gefin þegar á unga aldri, átti þvi auðvelt með að læra. Fyrst stundaði hún nám við Hvitárvallaskóla, siðar við Kvenna- skólann i Reykjavik. Þá lærði hún einnig nokkuð i orgelleik. Hún giftist þann 26. júli 1924 séra Halldóri Eyjólfssyni Kolbeins, þáverandi sóknarpresti i Flatey á Breiðafirði. Séra Halldór sótti um Staðarpresta- kall I Suðureyrarhreppi, og náði þar kosningu. Hjónin fluttu að Stað vorið 1926, þá bæði ung að árum — gædd mikilli bjartsýni og lifsgleði, með von- ir um velfarnaö á komandi árum. — En þvi vil ég einmitt skjóta hér inn, að hin létta og ljúfa gleði fylgdi ávallt þessum ágætu hjónum, hvert svo sem leið þeirra lá. Þau tóku svo við búi að Stað og hann við prestakalli sinu. Er hjónin fluttu I fjörðinn áttu þau tvö börn á unga aldri en að Stað eignuðust þau fjögur til viðbótar, eða alls sex, fjórar stúlkur og tvo drengi. Auk þess tóku þau tvö börn i fóstur, og ólu upp sem sin eigin, unz þau sjálf stofnuðu heimili og hurfu úr foreldrahúsum. Svo atvikaðist, að ég var sóknar- nefndarformaður Staðarsóknar er hjónin flutti i fjörðinn. Hafði þvi snemma kynni af ýmsu er þau varð- aði, eða viðkom embætti prestsins. — Vil ég segja af heilum huga að öll kynni min við þau voru með þeim ágætum, að á betra varð ekki kosið. Frú Lára var jafnan stillt og prúð i framkomu, hógvær, en þó festuleg. Hún var trúuð kona, einstaklega hjálp- söm og vildi öllum vel. Ég minnist þess.er kona min eignaðist sitt fjórða barn, og lá veik eftir barnsburðinn nær allt sumarið, að þá kom frú Lára ófor- varandis og bauðst til að taka á heimili sitt eitt barna okkar, sem hún tók svo með sér og hafði i fóstri um tima. — Þegar systir min Valgerður dó fra mörgum börnum I ómegð, var það frú Lára, sem kom inn á Suðureyri og tók unga dóttur hennar Guðrúnu Guð- mundsdóttur, (siðar Scheving) i fóst- ur, þótt hún ætti mörg börn fyrir á heimili sinu. — Mér er kunnugt um hversu þessi frænka min hefur alla tið elskað fósturmóður sina og blessað þá stund er hún kom á heimili þeirra hjóna. Frú Lára var dugnaðar kona, ein- beitt og ákveðin, en þó fyrst og fremst ágætis móðir og uppalandi, eins og börn hennar, sem nú eru öll fullorðin bera bezt vitni um. 1 svona litlum kaupstað og Suðureyri var, er fáum á að skipa i félagsmála- störfin, maður verður að vera allt i öllu. Frú Lára starfaði töluvert i félagsmálum, þóttheimili hennar væri hlaðið börnum á unga aldri. Hún var virkur starfskraftur i stúkunni okkar ogTivenfélaginu. Einnig lék hún I Leik- félagi Suðureyrar — Ég minnist þess enn, er við lékum saman i sjónleiknum Tengdamamma, með góðum árangri. Þau hjónin fluttu frá Súgandafirði til Mælifells i Skagafirði árið 1941. Þar tók séra Halldór við prestskap. Siðar, 1945 fluttu þau til Ofanleitis i Vest- mannaeyjum, þar sem séra Halldór þjónaði I 16 ár, eða út lögskipaöan embættisaldur. Vinur minn hér I bæ bað mig að koma með sér til Vest- mannaeyja. Hann sagði að eyjabúar ætluðu að halda séra Halldóri og þeim hjónum samsæti i tilefni 60 ára afmæl- is séra Halldórs. Veitingasalurinn i hótel H.B. var þétt setinn. Ég heyrði á ræðum eyjamanna, hve bæði hjónin voru vel látin og virt. Ég sagði heima- mönnum frá góðum kynnum okkar Súgfirðinga af þessum ágætu hjónum, og hversu þau þann tima, er þau störf- uðu i sókninni, hefðu varpað birtu og kærleiksyl um byggðina og meðal sóknarbarnanna þar. Þá óskaði ég þeim til hamingju með áframhaldandi störf þeirra i þessum hreina, velskipu- lagða og fallega bæ. Þau hjónin fluttu til Reykjavikur 1961 og hafa búið þar siðan. — Frú Lára missti mann sinn 9. nóv. 1964. Við hjónin þökkum frú Láru fyrir góða samfylgd — áhrif og ágæt kynni — Og fyrir það er hún og hjónin bæði lögðu sveitarfélagi okkar vestra til gæfu og framsóknar á þeim árum er þau störfuðu i byggðarlaginu. Guð blessi minningu þessarar geð- þekku og góðu konu. Páll Hallbjörnsson t 8 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.