Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Page 24

Íslendingaþættir Tímans - 26.04.1973, Page 24
Áttræður: GÍSLI MAGNÚSSON Eyhildarholti Attræðisaldur manns hefir verið tal- inn hár á landi hér, en breyting hefir þar á orðið hina siðari áratugi. Þetta aldursstig er eigi lengur svo fátitt sem fyrr og þykir raunar eigi svo hár aldur sem áður. Mannsaldurinn hefir lengzt. Svo er og það, að menn eldast misjafn- lega vel, endist misjafnlega vel heilsa, andleg sem likamleg. Og enn er á það að lita. að til eru menn, sem eigi verða gamlir i venjulegri merkingu, þrátt fyrir allháan aldur, af þvi að þeir fylgjast með samtið sinni og er það gefið að kunna að njóta lifsins glaðir og hressir. Einn slikra manna er Gisli Magnússon i Eyhildarholti i Skaga- firði. Hann átti áttræðisafmæli 25. marz 1973. Hann er um margt einstak- lega eftirminnilegur maður og hug- þekkur. Þessa samferðamanns mins undanfarin 15 ár. eftir að ég kom i Skagafjörð, er mér ljúft að minnast fá- einum orðum og senda honum árnaðarorð á merkum timamótum i lifi hans. Gisli Magnússon er fæddur á Frosta- stöðum i Blönduhlið i Skagafirði 25. marz 1893. Foreldrar hans voru Magnús Gislason hreppstjóri og bóndi þar og kona hans Kristin Guðmunds- dóttir. Magnús var i ættir fram af skagfirzku bergi brotinn, kominn af hinni þekktu Djúpadalsætt, sem marg- ir þjóðkunnir hæfileikamenn eru af komnir. Kristin var frá Gröf i Laxár- dal i Dalasýslu. dótturdóttir séra Jóhanns i Garpsdal Þórólfssonr, og átti ættir að rekja til margra merkra manna i Breiðafirði og af Ströndum. Þau Magnús og Kristin þóttu mikil merkishjón og höfðingsfólk um sina daga. Hann var búhöldur góður og var rausn mikil á heimilinu. Heima hjá foreldrum sinum ólst Gisli upp, ásamt Mariu systur sinni, sem var 3 árum eldri en hann og dó fyrir aldur fram, aðeins 17 ára stúlka, mikil efnisstúlka, þá nemandi i Menntaskól- anum i Reykjavik, og varð hún harm- dauði aðstandendum öllum. Gisli stundaði nám i Menntaskólanum i Reykjavik og lauk þaðan gagnfræða- prófi vorið 1910. Hætti hann þar þá námi. Hugurinn mun hafa hneigzt til búskapar, þvi að næsta vetur stundaði hann búfræðinám i Bændaskólanum á Hólum og tók þaðan brottfararpróf vorið 1911. Næstu árin á eftir, frá 1912 til 1914, var Gisli við búnaðarnám i Noregi og Skotlandi. og lagði sig þá einkum eftir sauðfjárrækt. Eftir heimkomuna vann hann að búi ■foreldra sinna á Frostastöðum fram til vors 1923, er hann kevpti Eyhildarholt i Hegranesi og hóf þar þá búskap. Þar hefir hann átt heima siðan og búið góöu búi. Gisli kvæntist 17. júni 1917 Stefaniu Guðrúnu Sveinsdótur bónda og fræði- manns Eirikssonar á Skatastöðum, hinni ágætustu konu. Þau hjón hafa eignast 11 börn, sem upp komust, 9 sonu og 2 dætur, mannvænlegt og gott fólk, og eru þau öll búsett i Skagafirði. Gisli Magnússon hefir jafnan látið félagsmál mjög til sin taka. Hann hefir verið mjög eindreginn samvinnu- maður, umbótasinnaður og gæddur rikum áhuga um allar framfarir. eigi hvað sizt i sinu eigin héraði. Af þeim ástæðum sem við sökum góðra hæfi- leika hafa hlaðizt á hann margvisleg trúnaðarstörf, og þvkir rétt að nefna hér þau helztu: Hreppsnefndarmaður i Ripurhreppi var hann árin 1925-1962 og oddviti hreppsnefndar 1935-1958, en Arni sonur hans tók siðar við þvi starfi. Sýslunefndarmaður Ripur- hrepps var hann árið 1937 og 1942 og siðan. I skattanefnd Ripurhrepps var hann árin 1924-1934 og i yfirskatta- nefnd Skagafjarðarsýslu og siðar einnig Sauðárkrókskaupstaðar frá 1934 til ársins 1962 er yfirskattanefndir hættu störfum vegna lagabreytingar. 1 stjórn Kaupfélags Skagfirðinga hefir hann setið árin 1919-1922, aftur 1939 og siöan og varaformaður stjórnar hefir hann verið frá 1946. Hann var formaður skólanefndar Ripurskóla- hverfis um skeið og kennari i Heganesi 1936-1938. Organleikari var hann i Flugumýrarkirkju 1915-1923 og i Ripurkirkju eftir 1923 um langt skeið. Prófdómari var Gisli við Bændaskól- ann á Hólum um 20 ára skeið. Hann var lengi varafulltrúi á Búnaðarþingi og aðalfulltrúi hefir hann verið frá 1962. Hann átti rikan þátt i stofnun Framsóknarfélags Skagafjarðar árið 1928 og hefir verið frá upphafi formaður þess. 1 miðstjórn Framsókn- arflokksins hefir hann átt sæti siðan árið 1937. Hann hefir lengi átt sæti i fræðsluráði Skagafjarðarsýslu og i stjórn Bóka- og héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Hann hefir lengi verið fulltrúi Skagafjarðarsýslu á Fjórð- ungsþingum Norðlendinga. Meira mætti til nefna af trúnaðarstörfum Gisla, þótt hér verði látið staðar numið. Af þvi, sem hér að framan er rakið, má ráða, að hér er um að ræða óvenju- lega fjölhæfan mann. enda er það svo, að Gisli Magnússon er enginn hvers- dagsmaðúr. Það má og brátt hverjum ljóst vera af kvnnum við Gisla. að hann býr vfir góðum hæfileikum, og hefir hann vfir sér svipmót og fas sliks manns. Hann er varfærinn. athugull og gætinn vel, og þvi nýtur glögg dómgreind hans sin betur en ella. Hann er listhneigður maður og ber gott skyn á margt á ýmsum þeim sviðum. Þó er orðsins list sú grein, sem hann sjálfur hefir sýnt meiri alúð en öðrum, og má tvimælalaust segja. að Gisli i Holti er meðal beztu og Framhald á 22. siðu. islendingaþættir 24

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.