Heimilistíminn - 07.03.1974, Side 3
Ofangreind orð voru raeðal þess sem
datt upp úr Guðrúnu Á. Simonar, er hún
var að taka upp afmælisgjafirnar sinar,
sunnudagskvöldið 24. febrúar sl. Það er
alveg áreiðanlegt, að ef allar afmælis-
veizlur hennar verða jafn skemmtilegar
og þessi, þá eru orðin sönn og ekki aððeins
fyrir liana, heldur alla viðstadda.
Guðrún átti tvöfalt afinæli þennan
konudag, venjulegt afpiæli og söngaf-
mæli. Vinkonur hennar og söngsystur,
eitthvað 50 talsins fengu m jög svo upplifg-
andi boðskort i Félagsheimili Fóstbræðra
á afmælisdaginn og efnt var til veizlu.
Það er
að vei
Það er ákaflega erfitt að 'ýsa svona ein-
stakri veizlu i orðúm, en þó ætla ég að leit-
ast við það og vonandi bæta myndirnar
hans Gunnars mikið úr þegar orð vantar.
Þuriður Pálsdóttir, söngkona, stóð við dyr
veizlusalarins, hringdi bjöllu við hvern
gest og kynnti hann með nafni, um leið og
hann gekk inn. Eins og fyrr segir, var
þetta kvennaboð, en nafnar tveir af karl-
kyni fengu þó inni, þeir Gunnar M.
Magnúss., rithöfundur og Gunnar, ljós-
myndari Timans. Sá þriðji kom og bætti
um betur, en meira um hann seinna.
Guðrún stóð við hlaiðið, skrautlegt
gjafaborðið og heilsaði hverjum gesti.
Hún var klædd fagurgrænum kjól og að
venju mikilfengleg i útliti og framkomu,
enda ekki að ástæðulausu kölluð „hers-
höfðinginn’’ af vinkonum sinum, eins og
fram kemur i bók hennar.
Þegar sezt var að boröum, hófst dag-
skráin með þvi, að Gunnar M. Magnúss.
sagði nokkur orð um samvinnu þeirra
Guðrúnar við sköpun „afkvæmis”
þeirra, bókarinnar „Eins og ég er klædd”
sem þaut langt upp fyrir alla vinsælda-
lista siðasta bókaflóðs. Hann gat þess, að
Guðrún hefði oft talað um hvað hún hefði
þráð að eignast dúkkuvagn, en aldrei
fengið. Siðan afhenti hann afmælisgjöf
sina, stóran kassa. Hvað skyldi svo sem
hafa verið i honum — nema hinn langþráði
dúkkuvagn? Mikil varð gleði Guðrúnar,
og vagninn 'var meira að segja i uppá-
haldslitnum hennar, blágrænn. Dúkkan,
bara ga
sem Guðrún eignaðist 13 ára, var sótt og
sett i vagnÍTjiyog Guðrún ók honum alsæl
um sviðið. „Það getur vel verið, að ég eigi
eftir að sjást með hann i Vesturbænum”
tilkynnti hún. Viðstaddir fögnuðu geysi-
lega, þvi þetta var hin bezta skemmtun.
Næst • söng Svala Nielsen „Summer-
time” úr „Porgy og Bess” eftir Gerschvin
og þá sungu þær Eygló Viktörsdóttir,
Þuriður Pálsdóttir, Margrét Eggertsdótt-
ir og Svala Nielsen „Mariuvers” Páls
tsólfssonar. Guðrún Kristinsdóttir lék
undir.
Þar næst tók Þuriður Pálsdóttir til máls
og óskaði Guðrúnu til hamingju fyrir hönd
Félags islenzkra einsöngvara, en siðan
kom Margrét Eggertsdóttir með kórónu
eina mikla úr rauðum glanspappir og
krýndi afmælisbarnið „drottningu is-
lenzkra söngkvenna i dag” og ekki
minnkaði reisn Guðrúnar við kórónuna.
Til lesenda
Heimilis-Tíminn, eins og
þetta nýja blaö heitir, mun
verða fylgirit Tímans fram-
vegis, þar sem Sunnudags-
blaðiö er nú hætt að koma út.
Heimilis-Timanum er ekki
beinlínis ætlað að vera neinn
menningarviti, heldur er til-
gangurinn, að allir í f jölskyld-
unni geti þar fundið sér eitt-
hvað að lesa og dunda við.
I ritinu verða framhaldssög-
ur, bæði fyrir börn og full-
orðna, smásögur, matarupp-
skriftir, handavinna og alls
kyns heimiiisdútl, eitthvað um
smíðar, húsráð, greinar um
ýmis efni, til skemmtunar og
fróðleiks, skrýtlur, gátur og
fleira. Myndasaga fyrir börn
mun vera á leiðinni, en kom
ekki í tæka tíð f yrir þetta blað.
Langi einhvern til að vita
eitthvað, er bara að senda línu,
því við höfum orðið okkur úti
um alvitra manneskju, sem
svarar spurningum. Utan-
áskriftin er Heimilis-Tíminn,
pósthólf 307, Reykjavik.
Heimilis-Tíminn verður 48
síður vikulega og fylgir
Tímanum til áskrifenda á
fimmtudögum. Hins vegar
fylgir það ekki blaðinu í lausa-
sölu, en er selt á 50 krónur.
Snjólaug Bragadóttir
3