Heimilistíminn - 07.03.1974, Síða 16
i dagvöruskápnum
Þetta venjulega, hveiti, sykur, rasp,
kakó. te, kaffi og svoleiöis, er alltaf til —
en munið að skrifa hjá ykkur, þegar langl
er gengið á birgðirnar. Auk þessa er gott
að eiga talsvert af hrisgrjónum og spag-
hetti, pakka af kartöflumús, saltkex og
tómatmauk i litlum dósum. Þá ætti að
vera til ein eða fleiri kryddsósur á
flöskum. Niðursoðnar rauðrófur, asiur,
pickles og gúrkur gæti lika komið i góðar
þarfir.
Corn flakes, kex, þurrkaðir ávextir,
matarlim. súkkulaði, kremduft og
búðingsduft ýmiss konar er gott að hafa
til að búa til ábæti af einhverju tagi.
í niöursuöudósum
Nokkrar tegundir af súpum, fiskbollur
og fiskbúðing, cocktailpylsur, hrogn og
niðursoðið kjöt. Auk þess l'ást ýmsar
tegundir af tilbúnum réttum i dósum og
slikur matartilbúningur tekur enga stund.
Annað gott i dósum er til dæmis
sardinur, túnfiskur, rækjur, lifrarkæfa
sveppir, kræklingur. Þetta má geyma von
úr viti i venjulegri geymslu, en vert er að
muna, að flestar tegundir af sild i dósum
eru þess eðlis, að þær þarf að geyma i
kæliskáp.
Grænmeti geymist bezt i frysti, en
piparávextir og tómatar eru þó undan-
tekningar.
Þó að ekki sé smábarn á heimilinu, er
ágætt að eiga barnamat i krukkum. Kjöt-
og grænmetisréttirnir eru prýðileg fylling
i eggjaköku og ávaxtamaukið er gott á
tertur og ábæti og til eru nær óteljandi
tegundir af þvi.
í kæliskápnum
Egg, tómatar, gúrkur, mayonnaise og
remoulaði, ostur heill eða rifinn, geymist
allt lengi i kæliskáp. Sitrónur og
appelsinur mega gjarnan vera þar lika og
ekki þarf að minnast á smjör og smjörliki.
Nokkrir pakkar af niðurskornu bacon
koma i góðar þarfir og eins og áður er
sagt, á sild i dósum að geymast i kæli-
skápnum einnig.
i frystinum
Þegar timinn er naumur, er bezt að
snúa sér að kjöti og fiski i litlum
stykkjum, en ekki heilar steikur eöa neitt
stórt. Kótelettur, lærissneiðar, lifrar-
sneiðar, tilreidd buff eða medisterpylsa
lögð i hringi, svo hún passi á pönnuna,
fiskbollur, kjötbollur, fiskflök og fisk-
sneiðar er allt fljótmatreitt úr frystinum.
Allt þetta þarf að frysta með smjörpappir
eða seilófani á milli stykkja, þannig að
ekki verði úr einn stór klumpur. Þegar
frosinn matur er soðinn eða steiktur er
hæfilegt, að ætla honum helmingi lengri
tima en þiðum mat.
Hægt er einnig, aö tilreiða heila rétti i
álform og stinga i frysti. Þá er bara að
stinga formunum inn i ofninn. Fransk-
brauð, pylsubrauð og lagkökubotnar
þiðna fljótt i 170 stiga heitum ofni.
Að visu er ekki meiningin, að allt sem
hér hefur verið talið, eigi að vera til á
heimilinu. Hver og einn verður að meta
þörfina og möguleikana. Hægt er að safna
birgðunum smátt og smátt og fljótlega
kemur i ljós, hvers er þörf i þeirri
fjölskyldu.
Hér koma þá nokkrar uppskriftir, sem
fljótlegt er að gripa til, ef óvænta gesti ber
aö garði:
Pottréttur með mais
4-5 sneiðar beinlaust kjöt
ca. 50 gr smjörliki
1 tsk. karrý
2 msk. hveiti
sait og pipar
3-4 dl. kjötseyði eða súpa
Hálfdós blandað grænmeti
Frosin mais i kornum
1/4 gúrka
Ef kjötið er tekið beint úr frysti, er það
steikt á pönnu við hægan hita, þar til það
er þitt. Þá er það skorið i bita, ekki mjög
litla og sett i pott ásamt smjörlikinu af
pönnunni. Karrý og hveiti stráð yfir. Kjöt
úr kæliskáp er brúnað i pottinum i
smjörliki og karrý. Látið krauma i
pottinum þar til það er ljósbrúnt, bætið þá
súpunni i og látið suðuna koma upp.
Það er gaman að geta boðið
óvæntum gestum að borða — en
það getur stundum verið mikil
list, einkum þegar ekki er til
nema einn kjötbiti eða þar um
bil til að metta marga munna.
Hér eru uppskriftir á réttum,
sem fljótlegast er að búa til,
ásamt nokkrum ráðum um hvað
gott er að hafa við hendina.
Miðað er við 6-8 manns.
16
<