Heimilistíminn - 07.03.1974, Page 21

Heimilistíminn - 07.03.1974, Page 21
Gary Glitter hel'ur viðurkennt, aö hann hafi raunverulega ábyrgðartil- finningu gagnvart aðdáendum sinum. Han vill hugsa um þær þúsundir, sem gerðu draum hans að veruleika. Draumurinn var að verða þekki popp Stjarna. Allt frá þvi Gary gekk i stutt- buxum. hefur hann ætlað sér þetta. t hvert sinn sem einhver spurði hann, hvaðhann ætlaði að verða, þegar hann yrði stór, svaraði hann hiklaust: — Ég ætla að verða frægur söngvari. Fjórtan ára gamall gerði hann fyrstu tilraunina. Honum fannst nafn sitt, Paul Gadd, vera heldur flatneskju- legt, svo hann tók að kalla sig Paul Raven.Pessi fjórtón ára peyi var full- ur af áætlunum og hikaði ekkort viö hlutina, en hannvar þó i vandræðum með að finna áheyrendur, sem likaði við hann. Hann ferðaöist mikið um England. en árangurinn var smár, að- dáendurnir létu á sér standa. I^oks kom að þvi, aö enginn þorði að ráða til sin söngvarann Paul Raven frá Banbur i Oxfordshire. Skortur á tilboðum i heimalandinu varð til þess. aö Paul fór til Þýzka- lands. Þar dvaldist hann i fimm ströng ár og sneri heim til Englands reynsl- unni rikari, þó án þess aö hafa slegið i gegn. Paul Raven var vonsvikinn og langaði mest til að gefast upp. Hann ætlaði að fá sér venjulega vinnu, en vinur hans i skemmtanaiðnaðinum taldi, að fyrst ætti hann að reyna aftur. Það fyrsta, sem hann stakk upp á, var, að Paul skipli al'tur um nafn. Gary Glitter áleit hann ágætis nafn á þeim timum, þegar rokkið var að snúa aft- ur. En Paul Raven var ekki viss um að Gary Glitter væri gott nafn, en sam- þykkti þó að reyna það. Þannig fæddist Gary Glitter, og frá fvrstu stundu ákvað Gary að láta rentu fylgja nafni. Enginn gat komizt hjá þvi að veita honum athygli á götu: Sóla- þykkir skór og litskrúðugur. stundum skinandi fatnaður. Og engin leið er að lýsa þvi glitrandi umhverfi, sem hann söng i. Fyrsta platan var tveggja laga ..Rock’n Roll—Part I og Ilf’ Fjórum mánuðum eftir útkomuna var hún efst á vinsældalistum. Gary Glitter var nýtt nafn ó stjörnuhimni poppsins. Loksins — eftir 14 ár — rættist bernskudraumur Pauls Gadd. Eítir fyrstu plötuna komu aðrar: ,,I did ’nt know I loved you until I saw you Rock’n Roll* ,,Dö you wanna touch me?” ..Hello, hello, I'm back again’’ og ,,I’m the leader of the gang”. 011 þessi lög enduðu sem topplög. og nú siðast ,.I love you love me love". Gary hefur einnig sent frá sér tvær breiö- skifur „Glitter” og „Touch me" og báðar hafa þærkomiztá vinsældalista. Að lokum er vert að geta þess, að Gary Glitter fæddist 8. mai 1944. 21

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.