Heimilistíminn - 07.03.1974, Síða 22

Heimilistíminn - 07.03.1974, Síða 22
AAaría virðist fertug en er 26 ára Hún á þrjú börn, sem lifa á 1600 kr. á mánuði Maria er 26ára og býr i fátækrahverfi i Santiago i Chile. Hún á þrjú börn, það fjórða er á leiðinni, og eiginmanninn sér hún ekki, nema þegar hann er drukkinn eða vantar peninga. Á hún nokkra framtið fyrir sér? Maria er ekki ein um þetta. Milljónir kvenna i S-Ameriku deila þessum kjörum með henni. Maria treysti á Salvador Al- lende forseta, að hann mundi hjálpa henni og börnum hennar til betri framtiðar. En eftir byltinguna blóðugu er hún hætt að vona. Hún býr i miðborg Santiago. Húsið er langt og mjótt, úr tigulsteini og er komið að falii. Þarna búa þrjátiu aðrar fjölskyldur. Engir gluggar, ekkert vatn og ekkert rafmagn. A mddargólfinu er eitt rúm og borð. Drykkjuskapur — Það er bezt að við förum út. Hann er fullur rétt einu sinni, segir Maria. A rúm- inu liggur eiginmaðurinn endilangur og hrýtur. Hann á fimm eða sex fjölskyldur annars staðar. Það er Maria, sem hann kemur tii, þegar hann vantar peninga eða þarf að sofa úr sér. Maria sér fyrir sér og börnunum upp á eigin spýtur sem húshjálp. Hún hefur um það bil 1600 isl. krónur á mánuði. Það nægir fyrr þvi nauðsynlegasta. Börnin eru sjö, fjögurra og tveggja ára. Maria tekur það yngsta með sér i vinn- una, en hin eru ein heima. Þegar sjö ára drengurinn var fimm ára, lærði hann að fara heim og fá sér að horða og gefa hin- um tveggja ára, þegar verksmiðjuklukk- an sló tvö högg. Maria fluttist utan úr sveit til höfuð- 22 borgarinnar, þegar hún var 14 ára. Áður en hún fór að eiga börnin, lifði hún á hús- hjálparlaununum. En siðustu fimm árin hefur hún ekkert keypt handa sjálfri sér. — Hvað á ég að gera við sápu, þegar ekk- ert vatn er? segir hún. ólæs Maria kann hvorki að lesa né skrifa — Maria Fuentes býr með þremur börnum slnum — það fjórða er á leiöinni — I gluggalausu húsi, sem komið er að falli.1 Þar er hvorki vatn né rafmagn, og allir vindar leika um stofurnar. Meðan Allende lifði, var örlitil von til þess að Maria og hennar likar eignuðust bjart- ari framtið. Nú býzt hún ekki við.að börn bennar geti nokkurn tima lifað mann- sæmandi lifi. aðeins að hripa nafnið sitt. — Ég skamm- ast min fyrir að kunna ekki að lesa, segir hún. — Það er leiðinlegt að lenda i röng- um strætisvagni, bara vegna þess að ég get ekki lesið skiltin. Eða að þurfa að spyrja i búðinni um verð á vöru, þegar það stendur á vörunni. Hvenær ég hef tima til að læra að lesa? Aldrei með þrjú börn á framfæri. Hvaö gerir samfélagið fyrir fólk eins og Mariu? Fullorðinnafræðsla, já að visu. En hún hefur bara ekki efni á að hætta að vinna á meðan. Láta eiginmanninn sjá fyrir sér. En hvar á hann þá að taka pen- inga? Hann vinnur ekkert. Átta stunda vinnudagur? Hver þorir að krefjast þess, þegar þúsundir biða eftir starfinu? Þægi- legra húsnæði? Hvernig er það hægt, þeg- ar aldrei verður lát á straumi fólks til borgarinnar og fjöldinn allur á hvergi höfði sinu að halla. Þrældómur Hjn erfiðu kjör hafa sett mark sitt á Mariu. Hún er aðeins 26 ára, en litur út fyrir að vera miklu eldri. Hegniö á götun- um rennur gegn um skóna hennar, og á handleggjum og fótleggjum er hún þakin marblettum. Eiginrnaðurinn lemur hana, þegar hann er drukkinn. Hvað verður um barnið, sem Maria fæðir brátt? Vatn er ekkert og iveran þannig, að vindurinn næðir upp milli gólf- fjalanna og regnið á veturna myndar stundum stöðuvatn sem nær hálfa leið upp i rúm? Mariu dreymir um það eitt að eignast þvottavél og að geta verið heima hjá börnunum sinum.

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.