Heimilistíminn - 07.03.1974, Page 23

Heimilistíminn - 07.03.1974, Page 23
Teygjuteikningar Hér kemur nokkuð sniðugt, sem heldur er hreint enginn vandi að búa til. Ef þið getið það ekki sjálf, geta mamma eða pabbi hjálpað. Þið dragið strik langs og þvers á plötu eða spýtu, með blýanti eftir reglustiku, þannig að platan verður rúðustrikuð. Siðan rekið þið litla nagla alls staðar, þar sem strikin skerast. Þá er hægt að fara að „teikna” með teygjum með þvi að teygja þær milli naglanna. Á myndinni hér með sézt, hvernig hægt er að teikna skip, en vafalaust finnið þið sjálf upp á einhverju öðru. I skipið fara sex teygjur. Teygjurnar fást i bókabúðum i litlum pokum og eru gjarnan marglitar. o o o Kunningi okkar einn, með afbrigð- um sjóhræddur, neyddist til að fara með Akraborginni upp á Skaga, þótt hann hætti sér annars aidrei á sjó. Hann fikraði sig um borð og stóð sem næst landganginum, ef honum kynni að snúast hugur, en kom þá auga á borðaklæddan mann rétt hjá sér og gaf sig á tal við hann. Hinn kvað litia hættu á, að skiptið steytti á skeri og strandaði, þvi að það væri bezta veð- ur. — En ef ég yrði nú sjóveikur? spurði vinur vor. llinn leit vorkunnsamlega á hann og brosti við: — Þú þarft ekkert að spyrja um það. Það kemur allt af sjálfu sér. 23

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.