Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 28
hann væri saklaus. Þau voru lfka hinztu orð hans, áður en snaran var sett um hálsinn á honum snemma morguninn eftir. Innsigluð kista Eins og venjan var á þeim timum átti að halda greftrunar-guðsþjónustu úti við gálgann.áður en fanginn yrði tekinn af lifi. Presturinn, faðir Dupré, tók að lesa ritningarorðin, eins og venja var til, en John greip framm i fyrir honum: — Vertu ekki að eyða timanum i þetta. Þið getið drepið likama minn, en ekki sálina. Enginn gröf skal geta haldið mér, heyrið þið það! Engin gröf! Þvi að ég er saklaus! A næsta andartaki var hlerinn undir fót- um hans opnaöur, og John Gebhart var ekki lengur i tölu iifenda. Tveim klukkustundum siðar, eftir læknisrannsókn og venjulega likskoðun, var lfkið sett i einfalda frékistu. Lokið var neglt aftur meö tvöföldum fjölda nagla, og þar sem hinztu orð hins látna voru farin að berast út. var kistan innsigluð. Nú gerðist þaö. að Gebhart-málið tók furðulegustu breytingum, þar sem góss- eigandinn, sem John vann hjá, gerði uppgötvun i málinu. Hann fann peninga- veski hins myrta manns i höndum vinnu- manns á búgaröinum, og reyndist það vera sá hinn sami Peter Lorenz, sem hafði með framburði sinum fyrir réttinum sent John i gálgann. Lorenz þessi var handtekinn og yfirheyrður, og i vösum hans fann lögreglan meira að segja úr og hring hins myrta. Málið lá nú loksins í augum uppi: Það var Lorenz, sem hafði drepið Villiers, en ekki John Gebhart-. Þetta réttarmorð vakti gifurlega eftir- tekt og æsingu manna á meðal. Land- stjórinn gaf fyrirskipun um, ab nafn John Gebharl skyldi hreinsað, og fátæk móðir hans skyldi fá skaðabætur, sem námu tvö þúsund pundum. Auk þess skyldi hún fá árlegan styrk, sem næmi 108 pundum, sem var þó talsverð upphæð á þeim tim- um. Jarðneskar leifar John skyldu flytjast úr fangelsisgröfinni og grafast i vigðri mold á kostnað landstjórans • Vörður við gröfina nótt og dag Móðir Johns var viðstödd ásamt fjöl- mörguru opinberum embættismönnum, þegar lik sonar hennar skyldi flutt á virðulegri stað. Kún sá, hvernig stórir steinarnir og moldin voru fjarlægö, og fá- brotin kistan var dregin upp. Naglarnir og innsiglið voru óhreyft, en þegar kistan var opnuð, rak alia viðstadda i rogastans. Likið var horfið! Opinber rannsókn var þegar hafin i málinu og kom strax i ijós, að ekki hafði verið vikið frá gröfinni svo mikið sem anaartak. Til öryggis voru ailar grafir i grenndinni grafnar upp, en lik .John Gebhart fannst hvergi. 28 A þessum leyndardómi hefur aldrei fengizt nein skýring, og þessi ráðgáta er enn óleyst. En hundrað árum siðar gerðu förumenn merkilega uppgötvun á hæða- dragi utan við Cape Town, þar sem fangelsið hafði staðið á sinum tima. Þar gaf nú að lita svarta marmarahellu, sem á var letrað: — Til minningar um John Gebhart. Biessaður sé sá, sem hvilir i Herrans nafni. Þessi steinn er nú varðveittur i Húgenotta-safninu i Cape Town til minningar um manninn, sem hélt loforð sitt eftir dauðann: Engin gröf fékk haldið honum! ga vanheils barns lýsir km ut ur tolki vegna ans vegna * i 4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.