Heimilistíminn - 07.03.1974, Page 29

Heimilistíminn - 07.03.1974, Page 29
Henrik er að sjá eins og hvert annað heilbrigt og ánægt barn. Hann hleypur um og virbist hress og kátur. En i rauninni er hann mjög f'rábrugðinn öðrum sex ára börnum. Hann er einn af fáum börnum, sem eru andlega vanheil á þennan sér- staka hátt. Það er að segja, hann er eðli- legur i útliti, hefur eðlilega greind, en er alvarlega truflaður á geðsmunum. Ein- mitt þess vegna er næstum ómögulegt að vera meb hann á almannal'æri. Framferði hans hneykslar marga og fólk skilur ekki hvernig nokkurt barn get- ur látiö svona. Fjölskyldan hefur neyðzt til að breyta lifnaðarháttum sinum i samræmi við þarfir drengsins. Hann þarfnast mikillar umhyggju, þarf að hafa nóg að gera og þolir ekki breytingar. Þá sjaldan gestir koma, á hann það til að visa þeim út, eða skella hurðinni á nefið á þeim. Stundum getur hann alls ekki þolað að móðir hans tali við aðra. Hann rifur i föt hennar og argar, alveg eins og þrjózkt barn, sem vill láta móður sina sinna sér einu. Óregla á daglegum vana, getur sett hann algjör- lega úr jafnvægi og það liður langur timi. áður en hann nær sér aftur. — Við komumst seint að þvi, að Henrik var ekki eins og önnur börn, sagði móðir hans, sem á fri fyrir hádegi, þegar Henrik er i leikskóla, en annars þarf hún aö vera bundin honum. Það er mjög erfitt aö láta aðra gæta hans. Einkennilegur tveggja ára — Sem ungbarn var hann bliður, vin- gjarnlegur og brosti oft. En þegar hann var tveggja ára, fór hann aö verða undar- legur, hætti að brosa, varð lokaður og tal- aði ekki orð enn. Þar sem vangæfni er i margar rannsóknir og siðan var staðfest, að hann væri andlega vanheill. Lokaðist inni i sjálfum sér Áður en hann fór á sálfræðideildina hafði hann verið svo til ónæmur fyrir okk- ur. Hann brá engan veginn við, þegar við komum, ekki af þvi hann væri reiður, heldur var hann bara svona innilokaður i sjálfum sér. Eftir að hann kom heim, varð breyting á. Hann kom meira til móts við okkur, en nú var munurinn sá aö viö viss- um ástæðuna fyrir undarlegri hegðun hans og urðum aö taka þessu eins og það var. Fyrsta árið var Henrik á sálfræðideild- inni á hverjum morgni og var það haft of- an fyrir honum, en árið eftir fór hann i venjulegan leikskóla með öðrum fötluðum börnum. Allt i röð og reglu — Þegar hann til dæmis borðar, þá þarf lokið að vera á smjörkúpunni og hnifapör niðri i skúffu. Allt þarf að laga til og jafn- vel fleygja hlutum, sem ástæða hefði ver- iö til að nota lengur. Stöðugt þarf að fylgjast með, hvað hann er að gera. Hann á það til að vega salt á stólbökum og prila upp um allt. Þess vegna er tveggja metra grindverk um- hverfis garðinn svo hann komist ekki út. Einnig er nauðsynlegt að hafa útidyrnar alltaf læstar, þvi hann er haldinn þeirri undarlegu áráttu, að vilja strjúka Þegar við erum á leið heim, vill hann alltaf fara i hina áttina og illmögulegt er að fá hann til að snúa við, það þarf yfirleitt að taka hann með valdi. Þegar hann var minni Henrik leikur sér eins og hvert annað barn, en það þarf alltaf að hafa vakandi auga með honum. er andlega vanheilt fjölskyldunni. óttuöumst viö að Henrik væri vangefinn, en hann bar þess engin" merki. Þegar hann var þriggja ára, var farið með hann i rannsókn. en ekkert sér- stakt kom i ljós. Þrem mánuðum siðar fékk hann eitthvað i munninn og neitaði algjörlega að borða i hálfan mánuð, drakk aðeins vatniö, sem hann fékk, þegar hann var i baði. Munnbólgan hvarf fljótlega, svo við héldum að eitthvað annað væri að honum. Ilann var lagður inn á sjúkrahús og rannsóknirnar ollu þvi, að hann lokað- ist gjörsamlega og þegar hann borðaði, þurfti að gera alls kyns kúnstir til að koma niður i hann matnum. Þegar hann hafði verið á sjúkrahúsinu i viku, fékk yfirlæknirinn á barnasálfræðideildinni á- huga á honum og þá var hann lagður þar inn. Enn varö hann að ganga gegnum var allt i lagi að bera hann, en nú er nauð- synlegt að fara bara á bilnum. Ein mesta ánægja hans er að fara i lyftu. þar sem hann getur stutt á takkana eða i lest. Við reynum eins og hægt er að koma i veg fyrir að hann einangrist frá umheiminum. — Það er alls ekki ætlunin að hann eigi að vera innilokaður i einhverri þyrnirósa- höll, hann þarf að læra að umgangast fólk. En það getur verið afskaplega erfitt að vera með hann innan um ókunnuga, vegna þess að hann litur alveg eðlilega út, en hagar sér eins og skell'ilega óþægt barn. öðru hverju þyrfti maður að hafa filshúð, til að standast ásakandi tillit fólks, sem heldur kannski aö maður sé eitt þeirra foreldra, sem aðhyllast algjörlega frjálst uppeldi. Andúðin skin út úr fólki, 29 ——— V

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.