Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 32
sem striðsmálningu á andlitinu og svæla tuttugu sigarettur á klukkutima. Það hef- ur afskaplega litið upp á sig til lengdar að segja: Annað hvort verður hún að taka mig eins og ég er, eða hún má bita i beinið á sér. Það er nefnilega lika til svolitið sem heitir að venjast: fyrst klossarnir, siðan málning og sigarettur. Gefðu henni tækifæri til að skilja, að maður geti vel verið ágætisindælisstelpa, þótt maður reyki, gangi i furðufötum og hafi yndi af augnskuggum. Og — hnussaðu ekki yfir postulinshundunum og myndinni af kærastanum á gæruskinninu með bossann upp i loftið. Mundu, að þetta er heimili hans, og þarna hefur hann kannski lifað dásamleg bernskuár. Fáðu tengda- mömmu til að segja þér frá honum, þegar hann var litill, og hlæðu, þegar það á við. Þér finnst þú vera að spinna blekkinga- vef, en þetta ernú lika nokkuð, sem heitir samhugur. Segðu sjálf frá þvi, að þið skemmtið ykkur vel saman. Segðu eitt- hvað af sjálfri þér, starfi þinu og áhuga- málum. Reyndu að hlera áhugamál henn- ar og leggðu þá við eyrun. Milli setning- anna getur þú gert þér mynd af þvi, hvernig heimili kærastans er og hefur verið. Það getur sannarlega komið sér vel fyrir þig siðar. Iljálpaðu til Enda þótt tengdamamma segi þér að sitja kyrri, þegar þú býður hjálp við eitt og annað, láttu það ekkert á þig fá, og taktu til höndunum. Hjálpaðu til við upp þvottinn. Ef tengdamútter er af leiðin- legri gerðinni, þá hlakkar hún til þess dags. þegar þú gleymir þessu atriði, til þess að geta látið þessi alkunnu orð falla: — Ja, hún er ekkert gefin fyrir húsverkin, ha? Hitt er annað mál, að margar af þessari kynslóð eru ekki vanar þvi, að þeim sé rétt hjálparhönd, svo að þær taka þessu með þökkum. Þú skalt lika sýna heimili hennar áhuga, eins og með þvi að segja frá þvf, að þú hafir nú séð hitt og þetta i búð i bænum o.s.frv. Smáatriði, sem kannski skipta máli fyrir hana sjálfa og heimili hennar. Mundu að sá dagur get ur runnið upp, aö þú liggir i flensu og þrir rollingar ólmist til fóta! Þá getur það komið sér vel, að tengdamamma komi og rétti þér hjálparhönd, og einn greiðinn býður öðrum heim. Tengdapabbi góði Það er til urmull af góðum tengda- mæðrum og þvi fer viðs fjarri að skrfpa- myndateiknararnir hafi rétt fyrir sér, en hagfræðilegar tölur sýna, aö góðir tengdafeður eru samt fleiri. Þetta liggur i hiutarins eðii. Tengdamamma er sama kyns og tengdadóttirin, hún sér sam- keppnina I tengdadótturinni, alveg sama, hversu góð hún kann að vera. Tengda- pabbi sér hins vegar bara fallega stúlku, sem stóri strákurinn hans er skotinn i, og þá er hann ánægður. En engu, að siður þarf maður að passa sig svoiitið á tengda- 32 pabba. Ef það sýnir sig, að tengdapabbi og tengdadóttir eru til dæmis bæði yfir sig hrifin af teiknimyndum i bfó og saltkjöti og baunum, að ekki sé minnzt á fótbolta, þá skaltu fara varlega i sakirnar með að láta mikið á þessari hrifningu þinni bera, sérstaklega ef tengdapabbi eyðir öllum sínum aurum i getraunirnar, eða borðar ekkert nema saltkjöt og baunir, hvar sem þær er að hafa á matsölustöðunum. Það kann nefnilega að vera ástæða til þess, að tengdamamma hafi ekki þessi sömu ábugamál. Maturinn hennar mömmu Hrósaðu matnum hennar mömmu svolitið framyfir það mátulega. Leggðu það á þig að læra uppskriftirnar, sem gilda á heimilinu, þótt þú sért ekkert ógurlega hrifin af heimatilbúinni rúllu- pylsu. Það þarf nefnilega alltaf svolitið nostur við að ná uppskriftinni hennar tengdamömmu alveg nákvæmlega. Sér- hver fjölskylda hefur lika sinar venjur, sem þú skalt læra, svo sem að syngja Nú árið er liðið... á gamlárskvöld, tvö-þrjú erindi, og helztu afrek KR, Fram eða Keflvikinga, eftir þvi, sem við á. Barnabörn Með tilliti til þess, sem kalla má kredd- ur eða venjur i barnauppeldi, þá skaltu hafa vit á þvi að ræða timanlega um barnauppeldi við tengdamóður þina, þvi að þá má komast hjá ýmsum hugsanleg- um erfiðleikum. Ef þessi elska er ein af þessum með kandis i svuntuvasanum, þá skaltu gefa henni bókina um Karius og Baktus eða áróðursbækling frá tann- læknafélaginu. Ef tengdamútter er fyrir það að láta börn hlýða með likamlegri ög- un, skaltu fá henni leibeiningar barna- lækna, sem harðbanna slikt. Það er alveg nauðsynlegt að geta haldið uppi samræðum og deilum án þess að eitraðar athugasemdir og banvæn orð fylli loftið. Það skiptir mestu, að börnin finni öryggi og ást á báðum heimilum, en sjái sér ekki hag i þvi að æsa mömmu og ömmu hvora upp á móti annarri. Það kann að vera börnunum i hag að hafa ibúrð i jólagjöfum og geta farið i bió i tima og ótima, en það er ekki heimilisandan- um i hag, nema siður sé. Friðarpipan En sé nú skaðinn skeður, og eitthvað bjátar á milli tengdamæðranna, þá er upplagt að draga andann djúpt og fyrir- gefa. Hafðu það hugfast, að það er reynsla sálfræðinganna, að verstu tengdamæð- urnar eru einmitt þær, sem upplifað hafa leiðindi i hjónabandi og þvi verri sem þau hafa varað lengur. Þannig vilt þú alls Ilafi eitthvaö bjátað á og þér hafi sinnast við tengdamútt- er — þá skaltu kveikja i friðarpípunni. Það kann að taka á taugarnar, en þú skalt samt rcyna! ekki, að hjónabandið þitt endi. Tengda- mamma er eldri, hún á færri ár ólifuð. Kauptu þess vegna smávindlakassa handa tengdamútter og reyktu friðarpipu með henni. Þetta getur tekið á taugarnar, en reyndu það nú samt. TIL TENODAMÖMMU Til allrar hamingju er til urmull af dæmum dásamleg tengsl tengdamæðra við tengdadætur. Slik tengsl eru ómetan- leg, og ber að hafa I heiðri, þvi að allt gengur auðveldar i samhuga fjölskyldu. Að sjálfsögðu eru nokkrar umferðarregl- ur fyrir tengdamæður, og hérna eru nokkrar þær mikilvægustu: í réttu ljósi Þú verður að sjá son þinn i réttu ljósi. Hann er enginn drengur, hann er karl- maður. Hann er ekkert endurskin af þvi, sem draumaprinsinn þinn hefði átt að vera. Hann er sjálfstæður einstaklingur með sinar skoðanir, vonir og drauma. Sé hann ástfanginn af stúlkunni sinni, skaltu taka þátt i gleði hans og ánægju. Eða er það ekki þin gleði að vita son þinn ánægð- an og hamingjusaman? Sparaöu gagnrýnina Gættu þess vandlega að gagnrýna tengdadóttur þina aldrei i eyru sonar þins. Ef þér finnst hún ögra þér fram úr hófi eða trana sér fram, þá skaltu ræða um það við manninn þinn eða vini þina til þess að létta af þér. Ef henni verður eitt- hvað á, þá hjálpaðu til, án þess að særa tilfinningar hennar. Lofaðu henni að leita eftir aðstoð þinni eða hjálp, án þess að troða þér inn á hana með stjórnsemi. Maður lærir langbezt af eigin reynslu. Illustaðu á hana Vertu hreykin af henni, hældu henni i eyru kunningjakvenna þinna — það mun syni þinum þykja vænt um. Hrósaðu . henni við hvert tækifæri, og talaðu við hana um áhugamál hennar, enda þótt þú skiljir þau ef til vill ekki til hlitar. Það er þó alltaf tilbreyting i þvi að lesa nýjar bækur, sjá öðruvisi kvikmyndir, bragða á nýstárlegum mat. o.s.frv. Heim- ili ungu hjónanna er ekki útskot á þinu heimili. Ef tengdadóttir þin er fyrir það að hafa ruslulegt i skúffunum hjá sér, þá hún um það. Heimili hennar kemur þér

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.