Heimilistíminn - 07.03.1974, Side 38
Tannhirðing barna:
Aldrei of
snemmt að
læra ÞAÐ
Hún er á leiðinni... Nánustu ættingj-
ar eru látnir vita og þeir fjarskyldari
frétta það einhvern veginn. Svo biða aliir
spenntir.
Loksins kemur hún svo — fyrsta tönnin.
Þegar tekið er tillit til þess, hvað þetta
er mikill atburður, einkum þegar um er
að ræða fyrsta barnið — er undarlegt hvað
fyrsta tönnin og hinar sem á eftir koma,
virðast skipta litlu máli fyrir heimilisfólk-
ið þegar fram i sækir. Ekki þannig að
skilja, að venjulegt hreinlæti sé ekki i
lagi. Tennurnar eru burstaðar regiulega
og tannlæknirinn heimsóttur tvisvar á ári.
En þetta gæti þó verið betra.
Ar frá ári fjölgar skólabörnum með
skemmdar tennur. En Inger Bay, sem er
yfir skólatannlæknum i Kaupmannahöfn
er á þeirri skoðun, að skólabörn með
skemmdar tennur eigi alls ekki að þurfa
að vera til. Hún segir, að foreldrar viti i
rauninni allt of litið um tannhirðingu og
geti þar af leiðandi ekki kennt börnum
sinum.
En hvað er það þá, sem foreldrar eiga
að vita?
— Að sykur og bakteriur i sameiningu
valda þvi óhjákvæmilega, að tennur
skemmast.
— Hvernig má það þá vera, að sum
smábörn fá skemmdir i tennur en önnur
ekki, þó að tannhirðing og mataræði sé
eins.
— Það er viss sannleikur i þvi, þegar
sagt er: ,,Ég hef þessar slæmu tennur frá
honum pabba”. Við fæðumst öll með mis-
I