Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 07.03.1974, Qupperneq 42

Heimilistíminn - 07.03.1974, Qupperneq 42
hafi fært þeim litla systur eða lítinn bróður, meðan mamma þeirra er á fæðingardeildinni. — En ég vil einmitt, að Jón viti allt um þessa hluti, sagði mamma. Ég ætla nefnilega að eiga barnið heima, og þá verður Jón að vita bæði eitt og annað um börn. — Ætlarðu að vera heima? stundi amma, og svo leið yfir hana við simann. Amma er nefni- lega svo yfirliðagjörn. Jón heyrði ömmu detta og hljóp fram i forstofu að simanum. Hann lagði bara á, og svo skvetti hann íullu vaskafati af isköldu vatni yfir hana ömmu. Amma raknaði fljótt við sér, og hún var reið og leið. Hún var nýkomin úr lagningu, og nú var Jón búinn að skemma hár- greiðsluna hennar. Svo að Jón fékk skammir, og átti þær líka skildar. Hvað var hann að aug- lýsa fréttina um nýja barnið strax? Mamma vissi næstum ekki með vissu, hvort þau fengju nýtt barn eða ekki! Það virtist þó ætla að verða eitthvað úr þessu. Maginn á mömmu varð alltaf stærri og stærri. Jón hafði það á samvizkunni, að hann hefði stungið upp á þessu. Hann hafði mömmu helzt grunaða um að hafa borðað litið barn, þvi aö manna sagði, að litla barnið væri inni i maganum á sér. — Heldurðu, að það sé strákur? spurði Jón. — Það veit ég ekki, fyrr en barnið kemur, svaraði mamma. — Mig langar að fá strák, sem getur farið i fótbolta með mér, sagði Jón ákveðinn. — Kannski verður það stelpa, sagði mamma. — Oj, barasta, sagði Jón. Ég þoli ekki stelpur. Jón var nefnilega að verða sjö ára, og á þeim aldri þola strákar helzt ekki stelpur, nema þær séu frænkur þeirra eða stórar góðar nema þær séu frænkur þeirra eða stórar, góðar systur, já og svo auðvitað mömmur. Hann fékk hátiðlegt leyfi til að skreppa til ömmu, sem vildi gjarnan hafa hann hjá sér. Henni þótti bæði skemmtilegt að fá Jón i heimsókn, og svo vildi hún, að mamma fengi hvild, á meðan barnið væri inni i maganum á henni. Amma hafði hitað súkkulaði og ristað brauð Iianda Jóni, en hún sá það á svipnum á honum, að honum lá eitthvað á hjarta. — Hvað er að, Jón minn? spurði amma, þegar Jón hafði hesthúsað átta ristaðar brauð- sneiðar og drukkið fimm glös af súkkulaði. Jón þagði og smurði sér niundu brauðsneiðina og setti allvæna ostsneið ofan á hana. Amma fór að hugsa um það, hvað Jóni þætti gott að borða. Hún vonaði, að litla barnið yrði ekki jafn- matlystugt og Jón. Það myndi hreinlega éta liana út á gaddinn. Amma mundi eftir gamalli visu um Jóna, og visan hún er svona: Stóri Jón er stundum eins og strá i vindi, skelfur hann og skellur flatur, skemmtir honum góður matur. Jón smurði sneiðina sina vel og vandlega. Hann fékk sér lika stóra og feita ostasneið ofan á hana. Hann tuggði lengi og vandlega. Hann fékk sér meira súkkulaði og kyngdi og kyngdi. Amma bara beið og þagði. Ömmur læra það með aldrinum, þvi að þær eru búnar að ala upp svo mörg börn, og þær hafa nú haft hann afa lika. Svo fá þær barnabörnin i heimsókn ár og tið, og þau vilja frekar fá að tala en láta tala við sig, ja, nema ef vera kynni, að lítill krakki segi: — Æ, segðu mér nú sögu. Og þess vegna þagði amma og beið eftir þvi, að Jón talaði. Þegar Jón hafði lokið siðasta munnbitanum og drukkið dreggjarnar af súkkulaðinu, sagði hann loks: — Heyrðu amma, borðaði hún mamma min litlu systur mina og litla bróðir minn i einum munnbita? Þá skellti amma upp úr. — Nei, vinurinn minn sagði hún. Barnið vex bara inni i maganum á henni og stækkar. — Hvernig komst það þangað þá? spurði Jón. Mamma segir, að þau pabbi hafi búið barnið til. — Jón minn, sagði amma alvarleg. Guðs vegir eru órannsakanlegir, og ég segi þér það dagsatt, að hér hefur Guð átt hlut að máli. — Jæja, hugsaði Jón. Þá bjuggu pabbi og mamma litla barnið til, en Guð fékk að hjálpa svolitiö. Annars var mamma skrýtin i þessum stóru viðu kjólum, sem hún gekk alltaf i. Hún var eins og stór kjötbolla. Hann kallaði hana lika mömmu kjötbollu, og hvorki mamma né pabba sögðu neitt við þvi. Þau hlógu bara að honum. Pabbi sagði, að barnið i maganum hennar mömmu ætti að heita litla lús, og hann klappaði alltaf á magann á henni, þegar hann fór i vinnuna á morgnana. Jóni fannst það skrýtið, og hann talaði um þetta við ömmu. — Mamma var orðin öðruvisi en venjulega. Það var eiginlega ekkert hægt að ræða við hana. Hún var alltaf að fara í skoðun eða sauma og prjóna á litla barnið. Amma sagði, að mömmur yrðu svona yfirleitt, þegar þær Framhald 42

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.