Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 43

Heimilistíminn - 07.03.1974, Blaðsíða 43
1. kafli. Það var heimilislegt á litla kaf f ihúsinu, sem var i hliðargötu, skammt frá aðalgötunni. Þennan gráa júlídag var það sérlega kærkomið skjól fyrir vindi og regni. Framreiðslustúlkurnar þrjár áttu annríkt. Þær voru klæddar gráum kjólum með mávum saumuðum í kragann og kappann, sem þær höfðu á höfðinu. Mávamyndir voru málaðar á veggina og á borðunum stóðu blómavasar, sem voru lagðir sem mávar. Ein f ramreiðslustúlknanna var Janet Cook. Setið var við fjögur af þeim fimm borðum, sem voru í hennar umsjá og á meðan gestirnir nutu þeirra veitinga, sem hún hafði fært þeim, hallaði hún sér upp að veggnum og kreppti tærnar í ólögulegu, en þægilegu skónum,, sem hún var í. Hún beið þess eins, að dádegismatartiminn liði, því hún átti frí í tvær klukkustundir á eftir. Þá gæti hun yfirgefið þetta kæfandi andrúmsloft í Mávakaffi og fengið sér gönguferð í hressandi golunni úti. Janet naut þessara tveggja klukkustunda daglega. Hún elskaði f rískt loft og ar alltaf glöð og ánægð hvar sem hún var, bara ef hún gat hreyft sig um. Önnur hinna stúlknanna nam staðar við hlið henni. — Þessi krakki þarna hlýtur að fá í magann bráðum, stundi hún. — Hann hefur borðað fimm skammta af ís. Janet leit að borðinu, þar sem sjö manna fjöl- skylda hafði komið sér þröngt fyrir. Það var ekki vandi að já, um hvern Betty hafði verið að tala, drengurinn sat með olnbogana á borðinu og sinn is- inn i hvorri hendi. I sama bili opnuðust útidyrnar. Inn kom maður og með honum svalur vindgustur. Báðar stúlkurnar gleymdu drengnum með ísinn. — Kemur hann enn, hvíslaði Betty. — Hann er svei mér það sem hægt er að kalla karlmann. Sjáðu herðarnar. Sagðirðu ekki, að hann væri frá Ástra- liu? Hvernig skyldi honum f innast öll þessi rigning? Er ekki alltaf sól í Ástralíu? — Jú, ætli það ekki, svaraði Janet og horfði á manninn, sem var á leið að lausa borðinu hennar eftir að hafa litast í kring um sig. Betty brosti stríðnislega. — Er hann svolítið spenntur fyrir þér? — Enga vitleysu, sagði Janet fljótt. — Það koma f leiri hingað á hverjum degi ....það er ekkert annað að gera i allri þessari rigningu. — Almáttugur, ég held, að krakkinn vilji meiri ís! Ég vona sannarlega að manna hans viti hvað hún er að gera og vona að hún komi honum héðan útí tæka tíð, hvíslaði Betty í skelfingarróm og flýtti sér að þröngt setna borðinu. Janet beið þangað til gestur hennar var seztur og fór þá og fók við pöntun hans. Þetta var í fimmta sinn sem hann hafði komið að morgni dags og fengið sér kaff i. Hann var eitthvað svo einmanalegur, að hún vorkenndi honum. Af ummælum hans daginn áður hafði hún ráðið, að hann væri í heimsókn hjá ættingjum í Englandi. Hans vegna fannst henni leiðinlegt að júli skyldi vera svona hræðilega kaldur og blautur, þar sem maí og júni höfðu verið einkar hlýir og sólríkir mánuðir. En hann færi þó aftur heim til hinnar sól- ríku Ástralíu og það var ekki laust við að hún öfundaði hann dálítið af því. Hún staðnæmdist við borðið og brosti lítillega. Hann leit upp og spurði eilítíð haldhæðnislega: — Er veðriðalltaf svona hérna, eða hvað? Hann benti út að glugganum og Janet horfði á regnið streyma nið- ur rúðurnar. — Nei, svo sannarlega ekki, svaraði hún fljót- mælt. — Hér er indælt veður öðru hverju. — Þá er ég líka bara óheppinn. Líklega hef ég al- veg misst af þessu ,,öðru hverju". Hann talaði með greinilegum áströlskum hreim. — Eg ætla að fá þetta venjulega, kaffi og brauðsneið. Meðan hún stóð við borðið og beið eftir brauð- sneiðinni, virti Janet hann fyrir sér í speglinum á veggnum. Hann var mjög brúnn á hörund, saman- borið við aðra, sem inni voru, þéttvaxinn, ekki m jög hár oghann hafði köld, bláaugu. Mjög köld augu, hugsaði hún. Hakan var sterkleg og setti ákveðinn svip á andlitið. Hann ieit úr fyrir að vera maður sem ætíð fékk vilja sínum framgengt. — Heyrirðu illa, Janet? Hér er brauðsneiði, næst- um hrópaði frú James hinum megin við borðið. Janet roðnaði og vonaði að vinnuveitandi hennar hefði ekki tekið eftir hvað það var sem gerði hana svona utan við sig. Hún flýtti sér aftur að borðinu og lagði á það. Maðurinn kinkaði killi og dró dagblað upp úr vasa sinumog faldi sig bak við það. I sama bili kom hóp- ur unglinga inn og Janet fékk svo mikið að gera, að hún gleymdi manninum bak við blaðið. Klukkan hálf þrjú vrpaði hún öndinni léttar. Nú átti hún frí til hálf fimm. Hún læddist út úr kaffi- húsinu, án þess að nokkur veitti þvi athygli. Svo flýtti hun sér eftir götunni og á stíginn, se lá niður að sjónum. Þar stóð hún um stund og svalg hress- andi sjávarloftið. Hún fann saltbragð, þegar hún vætti varirnar. Svogekk hún niður stiginn og niður i 43

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.