Heimilistíminn - 07.05.1975, Síða 6
A Futuna eru margar ár, sem gera að verkum að þarna eru margar stórar plantekrur.
M.a. eru þar ræktaðir bananar.
vandann og gera aö verkum aö hægt er að
reka stórar plantekrur. Þar er ræktað
taro, jamsrætur og bananar. Þarna eru
einnig ræktaðar ferskvatnsrækjur og litl-
ir, svartir fiskar, sem lika eru veiddir i
net eins og rækjurnar. I lóninu er lítill,
sem enginn fiskur, nema niðri við botn
handa þeim, sem geta kafað. Sannleikur-
inn er sá, aö Evrópufólkið fær frosinn fisk
alla leið frá Nýju Kaledónlu.
Ég fór I heimsókn á sjúkrahUsið og fékk
aö sjá mjög nýtizkulegar skurðstofur.
Læknirinn sagöi mér, að berklar væru
þarna mjög útbreiddir, einkum vegna
þess siðar, að ömmurnar tyggja matinn
ofan i börnin og afarnir spýta á steina,
sem smábörnin sjúga siðan eins og snuð.
6
Annars bera moskitóflugurnar marga
smitandi sjúkdóma með sér.
Milli fjallanna og strandlengjunnar er
um 150 metra breitt belti af grónu landi,
sem að hluta er ræktanlegt. Þarna er
áætlað að gera veg og flugbraut. Auk þess
á að stefna aö hagnýtingu skógarins,
einkum tumanu- og tilhotrjánna, sem
hafa harðan, rauðan við, sem hentugur er
i þakbjáika og borðviö.
Kofar eyjaskeggja eru vel loftræstir.
Gluggahlerar úr berki halda kuldanum
úti á næturnar. Gólfin eru gjarnan úr
steinsteypu og þakin þykkum mottum,
sem einnig eru rúmstæði.
Futuna skilur eftir minningar um
dásamlega dali og vingjarnlegt fólk.
Arsúrkoman þarna er þrlr metrar og tvær
tegundir moskitóflugna herja á fólkiö,
önnur á daginn, en hin á næturnar. Þarna
geisa lika miklir fellibyljir öðru hverju og
þeir eru ekki eins vingjarnleigir og inn-
fæddir, sem eru fúsir aö kynna manni
„hið ljúfa lif”.
Liflegar stúlkur
Eftir 46 tlma siglingu frá Futuna kom-
um viö til nágrannaeyjunnar Wallis. Skip-
stjórinn segir að þar sé ekki einn einasti
heiöingi. Allir eru kaþólskir nema emb-
ættismennirnir.
Presturinn stjórnar lögreglusveitunum
á Wallis, sem hafa þaö verkefni að halda
uppi friöi og spekt og skýra prestinum frá
öllu sem fram fer. A hverjum sunnudegi
er messað og tveir aðstoðarmenn prests-
ins ganga um með stafi og ýta við þeim,
sem leyfa sér að dotta.
Þegar presturinn skipar svo fyrir, aö
eitthvað skuli bannlýst, eru orð hans talin
lög. Nunnur gera sitt bezta til að halda
ungum stúlkum I einangrun eins lengi og
kostur er, þvi siðferöið þarna er ekki upp
á marga fiska á evrópskan mælikvarða.
En það getur vist ekkert hindrað ljúfar
kenndir I að fá útrás i svo rómantísku um-
hverfi..
Hver einasti embættismaður hefur
fagra, innfædda þjónustustúlku og þessar
stúlkur eru 30% allra mæðra á eynni og
40% af óskilgetnum börnum eru þeirra.
Wallis er um það bil miöja vegu milli
Tahiti og Nýju Kaledónlu (2600 km fjær).
Til Astraliu eru 6000 kllómetrar. Einu
sinni I mánuði fer bátur frá Noumea,
höfuöstað Nýju Kaledónlu. Umhverfis
Wallis eru 10-12 byggöar eyjar og á milli
þeirra 95 ferkllómetra lyngt lón, fullt af
fiski — en hér eru fáir fiskimenn.
Beint á móti bryggjunni, þar sem
Tuvulu liggur, er falleg kirkja. Viö hliö
hennar er múrsteinshús, sem er eins kon-
ar ráðhús. Það á kóngurinn.
Kóngurinner kosinn á eynni. Umhverf-
is hans hátign er ráð sex ráðherra. Kon-
ungstitillinn er Lavcha.
Eyjan er 20 km löng og 5 km breið. Hún
er láglend og gróðurinn er kókóspálmar,
lauftré, kjarrskógur og bananapálmar.
Himinninn er alltaf skýjaður. Ibúarnir
halda til meöfram ströndinni á austurhliö
eyjarinnar, sem er I skjóli fyrir vindinum.
Vegurinn er sandvegur og kofarnir geröir
úr laufum.
Nokkuð um ferðamenn
Wallis fannst árið 1717, um 100 árum á
eftir Futuna. Ariö 1813 báðu yfirvöld á
Wallis um vernd Frakka og I þvl sam-
bandi sendi Lúðvlk XVIII eyjarskeggjum
hest að gjöf. Ef fjöldi hesta nú er thugað-
ur, er Hklegra, að hann hafi sent tvo. A
Wallis nota menn hesta sem flutningatæki
og reyndar svin lika.
Stjórnkerfi eyjarinnar var I lausu lofti
allt fram til 1961, þegar Frakkar fóru á