Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 05.06.1975, Qupperneq 4

Heimilistíminn - 05.06.1975, Qupperneq 4
Utan alfaravegar: Teotihuacan — þar urðu menn að Enginn veit, hverjir reistu borgina, eða hvað þeir kölluðu hana — En þegar Spánverjar tóku AAexikó á 16. öld, urðu þeir hræddir við stærð borgarinnar og tóku á sig krók framhjá — Teotihuacan, eins og þeir nefndu hana, var stærsta borg hins vestræna heims, stærri en Aþena og Róm á blómaskeiði þeirra — Borgin blómstraði og dó löngu áður en Ameríka fannst og nú hafa rústirnar verið grafnar upp Fyrirmei'ra en tvöþúsund árum,á öldinni fyrir Krists burð, hóf óþekkt þjóð að reisa risastórar byggingar, um það bil 50 km frá þvi sem nú er Mexikóborg. Á hellulögðu svæði, fimm km löngu og þriggja km breiðu, var reist mikið hverfi, mustera og pýramida, skreytt styttum af villtum hestum fjaðurskreyttum goðum og abstrakt lágmyndum. Yfir þessa trúarmiðstöð gnæfðu sólpýramidinn og tunglpýramidinn, eins og fjöll gerð af mannahöndum og keppi- nautar fjallanna umhverfis dalinn. í byggðinni sem er dreifð yfir um 150 ferkilómetra, var hús við hús, tug- þúsundir mannabústaða. Þetta var stærsti fornaldarbær hins vestræna heims, stærri um sig en Aþena var á blómaskeiði sinu og stærri en Róm á valdatima Cæsars. Enginn veit með vissu, hverjir voru þarna byggingameistarar, eða hvað þeir kölluðu bæinn sinn. Hann óx, blómstraði og dó löngu áður en Amerika fannst. Aztekarnir, sem réðu Mexikó, þegar Spánverjar tóku landið á 16. öld, fundu bæinn i rústum. Þeir komu að norðan og urðu skelfingu lostnir yfir stærð bæjarins. Þeir kölluðu bæinn Teotihuacon — staður, þar sem menn verða að guðum — og tóku á sig stóran krók framhjá. 4

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.