Heimilistíminn - 05.06.1975, Blaðsíða 32
Markmaðurinn
Frakkinn Pierre Vannier var ó
sínum tíma góður markmaður á
knattspyrnuvellinum og það er
þeirri reynslu hans að þakka, að
Marie-Jeanne er d lífi
Þarna féll Marie-Jeanne niður. Af svölunum á sjöundu hæð og bcint í fang Pierres.
— Ég var á réttum stað á réttu andar-
taki, segir Pierre Vannier. - Mari-Jeanne
hefði aldrei lifað af fall af sjöundu hæð, ef
ég hefði ekki verið þarna. Það var líka
heppilegt, að það var einmitt ég, þvi ég
hef verið markmaður og þess vegna van-
ur að gripa.
Það er ótrúlegt, að þetta slys skuli hafa
farið vel. Marie-Jeanne og móðir hennar
voru Uti á svölum á sjöundu hæð. Skyndi-
lega prilaði fjögurra ára barnið upp á
grindverkið og datt niður.
— Ég hef aldrei á ævinni verið jafn
hrædd, segir móðirin. — Fallið var rúmir
tuttugu metrar. Hugsa sér, að Vannier
skuli hafa verið þarna fyrir neðan og grip-
ið hana. Hún slapp með handleggsbrot og
brákaðan fótlegg. Það er kraftaverk.
Vannier gleymir þvi aldrei, hvað Marie-
Jeanne sagði, meðan þau lágu ennþá á
malbikinu fyrir neðan. — Ég missti skó-
inn minn. Geturðu náð i hann fyrir mig?
— Ég gerði það og setti hann á hana.
Móðir telpunnar kallar Vannier hetju,
en hann mótmælir þvi. — Þetta kemur
hetjuskap ekkert við. Það gerðist svo
fljótt, að ég hafði ekki tima til að hugsa
mig neitt um. Ég gerði þetta ósjálfrátt til
allrar hamingju, annars hefði það ef til
vill ekki tekizt svona vel.
Marie-Jeanne og Pierre Vannier eru orðin
góðir vinir.
32