Heimilistíminn - 13.05.1976, Síða 22
Sönn saga af dádýri, frá Noregi
kom (rfan frá. Þá varö Jón hræddur og tók
til fótanna, sem hann frekast mátti. Ein-
hver hlaut aö vera i hættu staddur!
Brátt kom hann auga á viðkomandi: A
miðjum járnbrautarteinunum lá dádýr!
begar það sá Jón, reyndi það að standa á
fætur, en gat það ekki. Það stóð á
hnjánum með skelfingarsvip i augunum.
Jón gekk varlega nær. Þetta var liklega
eitt af dýrunum úr skóginum. Þau höfðu
oft komið inn á túnið og meira að segja inn
i garðinn.
Dádýrið var órólegt, þegar Jón kom
alveg að þvi og þá sá hann, að annar
framfótur þess var fastur. Hann hafði
runnið niður i þrönga, djúpa holu undir
einni þverslánni. Grannur fóturinn var
þarna i spennu og þetta hlaut að valda
miklum sársauka.
Fyrsta hugsun Jóns var að ná i pabba
sinn. — Biddu aðeins, þá skal ég hjálpa
þér, sagði hann við dádýrið, sem starði á
hann stórum, óttaslegnum augum. En
hann vissi, að það gæti orðið um seinan.
Ef hraðlestin kæmi núna, var ekkert hægt
að gera fyrir veslings dýrið. Hann vissi,
að hennar var von bráðlega.
Móður og másandi kom hann þjótandi
inn i stofu, þar sem faöir hans var að fá
sér miðdegisblundinn.
— Pabbi, pabbi, þú verður að vakna!
hrópaði hann. — Það er dádýr fast i járn-
brautarteinunum og lestin fer að koma!
Pabbi reis upp og nuddaði augun. Svo
skildi hann það sem Jón hafði sagt og leit
á klukkuna uppi á veggnum. An þess að
segja orð, spratt hann á fætur, stökk i
stigvélin og þaut út með Jón á hælunum.-
— Það er beint fyrir neðan stóru
björkina, kallaði Jón á eftir honum. Hann
hafði alltaf haldið, aðhann væri fljótari að
hlaupa en pabbi hans, en það var vist vit-
leysa, þvi þótt hann hlypi eins og hann
gat, varð pabbi hans langt á undan til
dádýrsins.
Hraðlestin ætti að vera komin, sagði
pabbi móður. — Þú verður að gá að henni,
meðan ég reyni að losa vesalinginn litla.
Þaö var eins og dýrið skildi, aö hjálpin
var komin. Það lá grafkyrrt og veitti
engan mótþróa, ekki einu sinni, þegar
pabbi lyfti þvi upp til að losa fótinn. En
fóturinn var fastari en hann hélt. Ef hann
tæki of fast á, gæti dýriö fótbrotnaö.
bað leið löng minúta. Jón hafði hlaupið
„Dáddý'
Vorið var komið i sveitina. Jón og Eva
voru i paradis á hlaðinu, þau voru systkini
og léku sér nær alltaf saman. Eirikur litli
bróðir þeirra var bara ársgamall og sat
nær alltaf i vagninum sinum einhvers
staðar þar sem móðir hans gat haft auga
með honum. Hann var enn of litill til að
leika sér, en Jón og Eva gættu hans oft.
— Þú verður að fara og finna flafari
stein i paradisinn, sagði Eva við Jón og
hann þaut niður túnið niður að grjót-
urðinni. Snjórinn var farinn og það var
langt siðan fyrstu steinarnir höföu komið
upp úr. Þarna voru komin þlóm lika, hann
yrði að fara aftur og tina dálitiö handa
mömmu.
Meðan hann sparkaði til steinum og
rótaði til aö finna hentugan paradisar-
stein, heyrði hann öðru hvoru einkenni-
legt hljóð. Það var eins konar óp og i
fyrstu hélt hann að það væri Eirikur litli,
sem alltaf var að finna upp ný hljóð. En
brátt gerði hann sér grein fyrir að hljóðið
kom úr annarri átt. Það hlaut einhver að
vera niðri við járnbrautarteinana, sem
lágu þarna framhjá neðan við grjót-
urðina, en Jón sá ekki teinana, þar sem
hann stóð.
— Eva! kallaði hann, en fékk ekkert
svar. Hún hlaut að hafa farið inn með
Eirik. Jæja, þá yrði hann að fara einn
niður. Ef einhver var á teinunum núna,
gæti það reynzt hættulegt og honum
fannst hann verða að athuga máliö. Hrað-
lestin kæmi bráðlega þjótandi og það gat
verið of seint að forða sér, þegar hún
kæmi fyrir hæðina.
Jón gekk alveg fram á brúninal og leit
niður. En einmitt þarna var sveigja á
teinunum og þeir hurfu til beggja átta.
Atti hann að fara upp meö þeim
eða niöur? Þá heyrði hann ópiö aftur. Það
22